Tesla brennir upp 8.000 dollurum á mínútu Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2017 16:00 Tesla bílar hafa hingað til ekki skilað fyrirtækinu hagnaði. Tesla fær mikla umfjöllun víða fyrir framúrstefnulega rafmagnsbíla sína og skemmst er að minnast kynningar á byltingarkenndum flutningabíl og sneggsta sportbíl heims nú bara fyrir nokkrum dögum. Það eru þó fleiri fréttir en góðar úr herbúðum Tesla. Tesla hefur tapað á starfsemi sinni sem nemur 4,2 milljörðum dollara á síðustu 12 mánuðum og ef því er deilt niður á hverja mínútu hverfa 8.000 dollarar úr féhirslum Tesla á mínútu. Það eru um 850.000 kr. á mínútuna, eða 50,7 milljónir kr. á hverjum klukkutíma, eða 1,2 milljarðar kr. á dag. Þetta eru engar smáupphæðir, en samt sem áður standa hlutabréf í Tesla hátt og hafa hækkað um 40% á þessu ári. Svo hátt eru hlutabréf í Tesla metin að fyrirtækið er meira virði en Ford og nálægt því helmingi meira virði en Fiat-Chrysler á hlutabréfamarkaðnum í Wall Street, þrátt fyrir að bæði þau fyrirtæki skili ávallt vænum hagnaði. Sérfræðingar hjá Bloomberg vilja meina að Elon Musk, forstjóri og aðaleigandi Tesla þurfi að tryggja sér að minnsta kosti 2 milljarða dollara viðbótar fjármagn fyrir mitt næsta ár til að tryggja framtíðarrekstur Tesla. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent
Tesla fær mikla umfjöllun víða fyrir framúrstefnulega rafmagnsbíla sína og skemmst er að minnast kynningar á byltingarkenndum flutningabíl og sneggsta sportbíl heims nú bara fyrir nokkrum dögum. Það eru þó fleiri fréttir en góðar úr herbúðum Tesla. Tesla hefur tapað á starfsemi sinni sem nemur 4,2 milljörðum dollara á síðustu 12 mánuðum og ef því er deilt niður á hverja mínútu hverfa 8.000 dollarar úr féhirslum Tesla á mínútu. Það eru um 850.000 kr. á mínútuna, eða 50,7 milljónir kr. á hverjum klukkutíma, eða 1,2 milljarðar kr. á dag. Þetta eru engar smáupphæðir, en samt sem áður standa hlutabréf í Tesla hátt og hafa hækkað um 40% á þessu ári. Svo hátt eru hlutabréf í Tesla metin að fyrirtækið er meira virði en Ford og nálægt því helmingi meira virði en Fiat-Chrysler á hlutabréfamarkaðnum í Wall Street, þrátt fyrir að bæði þau fyrirtæki skili ávallt vænum hagnaði. Sérfræðingar hjá Bloomberg vilja meina að Elon Musk, forstjóri og aðaleigandi Tesla þurfi að tryggja sér að minnsta kosti 2 milljarða dollara viðbótar fjármagn fyrir mitt næsta ár til að tryggja framtíðarrekstur Tesla.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent