Arnór: Verð að sýna mitt rétta andlit til að fá að vera hluti af íslenska landsliðshópnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2017 07:00 Arnór Ingvi Traustason skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við Malmö. Sænsku meistararnir keyptu hann frá Rapid Vín sem hann gekk til liðs við í fyrra. Arnór Ingvi fékk fá tækifæri hjá austurríska liðinu og fór því á láni til AEK í Aþenu. Þau vistaskipti báru ekki tilætlaðan árangur því landsliðsmaðurinn fékk enn minna að spila í Grikklandi. Hann ákvað því að færa sig aftur um set. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn hingað. Þegar ég heyrði að Malmö hefði áhuga á mér var þetta engin spurning,“ sagði Arnór Ingvi í samtali við íþróttadeild. Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst eftir hálft ár og Arnór Ingvi segir að sú ákvörðun að skipta um lið hafi verið tekin með HM í huga. „Ég verð að fá mínar mínútur og sýna mitt rétta andlit til að fá að vera hluti af íslenska landsliðshópnum. Maður þarf að spila fótboltaleiki til að komast með,“ sagði Arnór Ingvi sem hefur skorað fimm mörk í 15 landsleikjum. Eins og áður sagði hefur Arnór Ingvi lítið fengið að spila á undanförnum mánuðum. Hann segir að þessi takmarkaði spiltími hafi haft áhrif á sjálfstraustið.Möt MFF:s nyförvärv Arnór Ingvi Traustason (@NoriTrausta). pic.twitter.com/994BujhuNk — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 „Algjörlega, sjálfstraustið fór mjög langt niður. En maður má ekki bara hugsa um það. Maður þarf að vita hvað maður getur og hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Arnór Ingvi sem horfir einbeittur fram á veginn. „Ég er kominn hingað og það skiptir máli. Hitt skiptir engu máli. Núna horfi ég bara fram á veginn og hlakka til að byrja í janúar.“ Arnór þekkir sænsku úrvalsdeildina vel en hann lék við góðan orðstír með Norrköping í tvö ár. Seinna tímabil hans hjá Norrköping varð liðið sænskur meistari í fyrsta sinn í 26 ár. Arnór Ingvi varð stoðsendingakóngur sænsku deildarinnar það tímabil og skoraði markið sem gulltryggði Norrköping titilinn.MFF och Arnór Ingvi Traustason har kommit överens om ett kontrakt som sträcker sig till och med 2021. Läs mer om övergången: https://t.co/XHsU2kRfajpic.twitter.com/9cZzRdhco4 — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 Síðustu tvö ár hefur Malmö unnið sænska meistaratitilinn og Arnór Ingvi kemur því inn í mjög öflugt lið. „Fyrir mér er þetta eitt stærsta, ef ekki stærsta, lið Skandinavíu. Þetta er risastórt félag. Ég hef margoft spilað á móti því, og það hefur alltaf verið erfitt, en nú er ég hluti af því,“ sagði Arnór Ingvi. Hann lítur ekki svo á að hann sé að taka skref aftur á bak með því að fara frá AEK til Malmö. „Þetta er ekki skref aftur á bak. Ég þekki þessa deild og hún er mjög sterk,“ sagði Arnór Ingvi sem byrjar að æfa með Malmö í byrjun næsta árs. pic.twitter.com/xaIyXij7Hw — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 HM 2018 í Rússlandi Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við Malmö. Sænsku meistararnir keyptu hann frá Rapid Vín sem hann gekk til liðs við í fyrra. Arnór Ingvi fékk fá tækifæri hjá austurríska liðinu og fór því á láni til AEK í Aþenu. Þau vistaskipti báru ekki tilætlaðan árangur því landsliðsmaðurinn fékk enn minna að spila í Grikklandi. Hann ákvað því að færa sig aftur um set. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn hingað. Þegar ég heyrði að Malmö hefði áhuga á mér var þetta engin spurning,“ sagði Arnór Ingvi í samtali við íþróttadeild. Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst eftir hálft ár og Arnór Ingvi segir að sú ákvörðun að skipta um lið hafi verið tekin með HM í huga. „Ég verð að fá mínar mínútur og sýna mitt rétta andlit til að fá að vera hluti af íslenska landsliðshópnum. Maður þarf að spila fótboltaleiki til að komast með,“ sagði Arnór Ingvi sem hefur skorað fimm mörk í 15 landsleikjum. Eins og áður sagði hefur Arnór Ingvi lítið fengið að spila á undanförnum mánuðum. Hann segir að þessi takmarkaði spiltími hafi haft áhrif á sjálfstraustið.Möt MFF:s nyförvärv Arnór Ingvi Traustason (@NoriTrausta). pic.twitter.com/994BujhuNk — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 „Algjörlega, sjálfstraustið fór mjög langt niður. En maður má ekki bara hugsa um það. Maður þarf að vita hvað maður getur og hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Arnór Ingvi sem horfir einbeittur fram á veginn. „Ég er kominn hingað og það skiptir máli. Hitt skiptir engu máli. Núna horfi ég bara fram á veginn og hlakka til að byrja í janúar.“ Arnór þekkir sænsku úrvalsdeildina vel en hann lék við góðan orðstír með Norrköping í tvö ár. Seinna tímabil hans hjá Norrköping varð liðið sænskur meistari í fyrsta sinn í 26 ár. Arnór Ingvi varð stoðsendingakóngur sænsku deildarinnar það tímabil og skoraði markið sem gulltryggði Norrköping titilinn.MFF och Arnór Ingvi Traustason har kommit överens om ett kontrakt som sträcker sig till och med 2021. Läs mer om övergången: https://t.co/XHsU2kRfajpic.twitter.com/9cZzRdhco4 — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 Síðustu tvö ár hefur Malmö unnið sænska meistaratitilinn og Arnór Ingvi kemur því inn í mjög öflugt lið. „Fyrir mér er þetta eitt stærsta, ef ekki stærsta, lið Skandinavíu. Þetta er risastórt félag. Ég hef margoft spilað á móti því, og það hefur alltaf verið erfitt, en nú er ég hluti af því,“ sagði Arnór Ingvi. Hann lítur ekki svo á að hann sé að taka skref aftur á bak með því að fara frá AEK til Malmö. „Þetta er ekki skref aftur á bak. Ég þekki þessa deild og hún er mjög sterk,“ sagði Arnór Ingvi sem byrjar að æfa með Malmö í byrjun næsta árs. pic.twitter.com/xaIyXij7Hw — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017
HM 2018 í Rússlandi Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira