Messi: Ísland er sýnd veiði en ekki gefin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2017 16:34 Lionel Messi mun mæta strákunum okkar í Rússlandi á næsta ári. Vísir/Getty Lionel Messi, fyrirliði argentíska landsliðsins í knattspyrnu og besti knattspyrnumaður heims undafarin ár, virðist bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Liðin drógust saman í D-riðli Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússland á næsta ári. Messi var í einkaviðtali við TyC Sports í Argentínu þar sem hann var spurður um álit sitt á því að hafa dregist í riðil með Íslandi. Fréttamaðurinn sagði sjálfur að hann hefði barið í borðið þegar Ísland kom upp úr hattinum og að hann hefði alls ekki viljað dragast með Íslandi í riðli. Messi hló þegar fréttamaðurinn hafði orð á þessu en var fljótur að gefa alvarlegt svar við spurningunni. „Nafnið gefur til kynna að liðið virðast vera auðvelt viðureignar, en sá sem að hefur séð þetta lið spila veit að það er erfitt viðureignar,“ sagði Messi og því augljóst að uppgangur íslenska landsliðsins hefur ekki farið framhjá fyrirliða argentíska landsliðsins. Ísland og Argentína spila fyrsta leikinn í riðlinum og verður hann spilaður á Otkrytiye leikvanginum í Moskvu 16. júní á næsta ári. Í viðtalinu sagði Messi að Argentína yrði hreinlega að sækja sigur í fyrsta leik, annað kæmi ekki til greina. Það yrði þó erfitt og máli sínu til stuðnings minnti Messi fréttamanninn á það að Ísland hefði verið fyrir ofan Króatíu í undankeppninni, en Króatar eru einmitt í D-riðli, ásamt Íslandi, Argentínu og Nígeríu. „Þetta er ekki mjög auðvelt lið, mjög skipulagt og líkamlega sterkt,“ sagði Messi einnig um Ísland en hann fór um víðan völl í löngu einkaviðtali. Viðurkenndi hin þrítuga knattspyrnustjarna meðal annars að Heimsmeistaramótið sem framundan er væri mjög líklega síðasta tækifæri hans til þess að lyfta HM-bikarnum fræga.Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en athygli er vakin á því að það er á spænsku. Messi tjáir sig um Ísland þegar um 27 mínútur eru liðnar af myndbandinu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Sjá meira
Lionel Messi, fyrirliði argentíska landsliðsins í knattspyrnu og besti knattspyrnumaður heims undafarin ár, virðist bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Liðin drógust saman í D-riðli Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússland á næsta ári. Messi var í einkaviðtali við TyC Sports í Argentínu þar sem hann var spurður um álit sitt á því að hafa dregist í riðil með Íslandi. Fréttamaðurinn sagði sjálfur að hann hefði barið í borðið þegar Ísland kom upp úr hattinum og að hann hefði alls ekki viljað dragast með Íslandi í riðli. Messi hló þegar fréttamaðurinn hafði orð á þessu en var fljótur að gefa alvarlegt svar við spurningunni. „Nafnið gefur til kynna að liðið virðast vera auðvelt viðureignar, en sá sem að hefur séð þetta lið spila veit að það er erfitt viðureignar,“ sagði Messi og því augljóst að uppgangur íslenska landsliðsins hefur ekki farið framhjá fyrirliða argentíska landsliðsins. Ísland og Argentína spila fyrsta leikinn í riðlinum og verður hann spilaður á Otkrytiye leikvanginum í Moskvu 16. júní á næsta ári. Í viðtalinu sagði Messi að Argentína yrði hreinlega að sækja sigur í fyrsta leik, annað kæmi ekki til greina. Það yrði þó erfitt og máli sínu til stuðnings minnti Messi fréttamanninn á það að Ísland hefði verið fyrir ofan Króatíu í undankeppninni, en Króatar eru einmitt í D-riðli, ásamt Íslandi, Argentínu og Nígeríu. „Þetta er ekki mjög auðvelt lið, mjög skipulagt og líkamlega sterkt,“ sagði Messi einnig um Ísland en hann fór um víðan völl í löngu einkaviðtali. Viðurkenndi hin þrítuga knattspyrnustjarna meðal annars að Heimsmeistaramótið sem framundan er væri mjög líklega síðasta tækifæri hans til þess að lyfta HM-bikarnum fræga.Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en athygli er vakin á því að það er á spænsku. Messi tjáir sig um Ísland þegar um 27 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Sjá meira