Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Baldur Guðmundsson skrifar 7. desember 2017 07:00 Eiríkur Ágústsson segir tilkomu Costco vera mikið högg. vísir/vilhelm „Þetta hafði heilmikil áhrif á okkur. Salan dróst verulega saman og við þurftum í kjölfarið að lækka verð til að koma vörunni út,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir, garðyrkjubóndi á Kvistum í Reykholti í Biskupstungum. Einn jarðarberjabóndi sem Fréttablaðið ræddi við þurfti í sumar henda einhverjum tonnum af jarðarberjum. Koma heildsölurisans Costco hafði veruleg áhrif á stéttina. Nærri lætur að 180 tonn af jarðarberjum hafi verið flutt til landsins í júní, samanborið við 53 tonn í fyrra. Íslenskir bændur framleiða um það bil 50 tonn af jarðarberjum á ári. Hólmfríður, sem framleiðir meðal annars jarðarber, hindber og brómber og hefur hátt í 20 manns í vinnu á sumrin, segir að hún hafi sem betur fer ekki þurft að henda uppskerunni en að hún hafi orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu. Hólmfríður segir áhrifin jafnvel hafa verið verri hvað snertir brómber og hindber. „Við fengum góðan skell á okkur þar, meira en í jarðarberjunum,“ segir Hólmfríður. Uppskerunni hafi verið bjargað frá því að skemmast, meðal annars með því að frysta ber. Eiríkur Ágústsson, garðyrkjubóndi í Silfurtúni á Flúðum, segir verð fyrir jarðarber hafi lækkað um 20 til 25 prósent í sumar. Það hafi þó leitað jafnvægis síðan.Garðyrkjubændurnir Hólmfríður Geirsdóttir og Steinar Jensen. Þau stækkuðu við sig í maí.vísir/stefánEiríkur tók á móti sex til átta hundruð manns eina helgi í ágúst er hann bauð hverjum sem vildi að tína ber án greiðslu til að koma í veg fyrir að henda þyrfti berjunum. Eiríkur segir að höggið hafi verið mikið þegar Costco var opnað og segir að innlendir verslunarmenn hafi brugðist við með því að stilla fram erlendum berjum í auknum mæli. „Þetta er mikið tjón en það jafnaði sig aðeins þegar leið á sumarið.“ Þá hafi íslensku berin aftur fengið sinn sess í búðum landsins. Eiríkur, sem framleiðir um 20 tonn af jarðarberjum á ári, segir að með haustinu hafi salan aukist á ný. Eiríkur byggir afkomu sína aðallega á sölu jarðarberja. „Já, maður hefur áhyggjur af þessu. Maður veit ekkert hvað gerist – eða hvað markaðurinn gerir.“ Hann segist hafa þurft að láta starfsfólk, sem hann hafði ætlað að hafa í vinnu í vetur, fara vegna þessa. Spurður hversu mikið af berjum hafi skemmst segir Eiríkur að um „fáein tonn“ hafi verið að ræða. Einar Pálsson, garðyrkjubóndi í Sólbyrgi, segir að áhrifin á hans rekstur hafi ekki verið jafn mikil og þau Hólmfríður og Eiríkur lýsa. Hann segir að ómögulegt sé að keppa við Costco hvað verð snertir. „En við getum klárlega keppt við þá í gæðum og kolefnisfótsporum,“ segir Eiríkur sem trúir að Íslendingar haldi tryggð við innlenda framleiðslu. Í sama streng tekur Hólmfríður á Kvistum sem kveðst bjartsýn og ætla að halda sínu striki. „Ég vona að Íslendingar hugsi svolítið áður en þeir kaupa innflutta vöru – þó ekki væri nema um vatnið. Ber eru 90 til 95 prósent vatn. Hér er notað hreint íslenskt vatn á meðan sums staðar erlendis er víða notað endurunnið vatn eða jafnvel skólp,“ fullyrðir hún. Hólmfríður, sem ræktar líka trjáplöntur, segist ekki þola mörg ár eins og það sem nú er að renna sitt skeið. „Eitt ár er í lagi en ef það koma tvö eða þrjú í viðbót lendi ég í vandræðum. Þetta er allt í járnum.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20 Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
„Þetta hafði heilmikil áhrif á okkur. Salan dróst verulega saman og við þurftum í kjölfarið að lækka verð til að koma vörunni út,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir, garðyrkjubóndi á Kvistum í Reykholti í Biskupstungum. Einn jarðarberjabóndi sem Fréttablaðið ræddi við þurfti í sumar henda einhverjum tonnum af jarðarberjum. Koma heildsölurisans Costco hafði veruleg áhrif á stéttina. Nærri lætur að 180 tonn af jarðarberjum hafi verið flutt til landsins í júní, samanborið við 53 tonn í fyrra. Íslenskir bændur framleiða um það bil 50 tonn af jarðarberjum á ári. Hólmfríður, sem framleiðir meðal annars jarðarber, hindber og brómber og hefur hátt í 20 manns í vinnu á sumrin, segir að hún hafi sem betur fer ekki þurft að henda uppskerunni en að hún hafi orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu. Hólmfríður segir áhrifin jafnvel hafa verið verri hvað snertir brómber og hindber. „Við fengum góðan skell á okkur þar, meira en í jarðarberjunum,“ segir Hólmfríður. Uppskerunni hafi verið bjargað frá því að skemmast, meðal annars með því að frysta ber. Eiríkur Ágústsson, garðyrkjubóndi í Silfurtúni á Flúðum, segir verð fyrir jarðarber hafi lækkað um 20 til 25 prósent í sumar. Það hafi þó leitað jafnvægis síðan.Garðyrkjubændurnir Hólmfríður Geirsdóttir og Steinar Jensen. Þau stækkuðu við sig í maí.vísir/stefánEiríkur tók á móti sex til átta hundruð manns eina helgi í ágúst er hann bauð hverjum sem vildi að tína ber án greiðslu til að koma í veg fyrir að henda þyrfti berjunum. Eiríkur segir að höggið hafi verið mikið þegar Costco var opnað og segir að innlendir verslunarmenn hafi brugðist við með því að stilla fram erlendum berjum í auknum mæli. „Þetta er mikið tjón en það jafnaði sig aðeins þegar leið á sumarið.“ Þá hafi íslensku berin aftur fengið sinn sess í búðum landsins. Eiríkur, sem framleiðir um 20 tonn af jarðarberjum á ári, segir að með haustinu hafi salan aukist á ný. Eiríkur byggir afkomu sína aðallega á sölu jarðarberja. „Já, maður hefur áhyggjur af þessu. Maður veit ekkert hvað gerist – eða hvað markaðurinn gerir.“ Hann segist hafa þurft að láta starfsfólk, sem hann hafði ætlað að hafa í vinnu í vetur, fara vegna þessa. Spurður hversu mikið af berjum hafi skemmst segir Eiríkur að um „fáein tonn“ hafi verið að ræða. Einar Pálsson, garðyrkjubóndi í Sólbyrgi, segir að áhrifin á hans rekstur hafi ekki verið jafn mikil og þau Hólmfríður og Eiríkur lýsa. Hann segir að ómögulegt sé að keppa við Costco hvað verð snertir. „En við getum klárlega keppt við þá í gæðum og kolefnisfótsporum,“ segir Eiríkur sem trúir að Íslendingar haldi tryggð við innlenda framleiðslu. Í sama streng tekur Hólmfríður á Kvistum sem kveðst bjartsýn og ætla að halda sínu striki. „Ég vona að Íslendingar hugsi svolítið áður en þeir kaupa innflutta vöru – þó ekki væri nema um vatnið. Ber eru 90 til 95 prósent vatn. Hér er notað hreint íslenskt vatn á meðan sums staðar erlendis er víða notað endurunnið vatn eða jafnvel skólp,“ fullyrðir hún. Hólmfríður, sem ræktar líka trjáplöntur, segist ekki þola mörg ár eins og það sem nú er að renna sitt skeið. „Eitt ár er í lagi en ef það koma tvö eða þrjú í viðbót lendi ég í vandræðum. Þetta er allt í járnum.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20 Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20