Sala rafmagns- og tvinnbíla yfir 1 milljón á árinu Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2017 09:46 Nissan Leaf er mest seldi rafmagnsbíll heims. Nissan Það fer vafalaust ekki framhjá neinum að mikill vöxtur er í sölu rafmagns- og tvinnbíla í heiminum og í fyrsta skipti mun sú sala ná yfir 1 milljón bíla. Á þriðja ársfjórðungi ársins voru seldir 287.000 rafmagns- og tvinnbílar og nam vöxturinn 23% frá öðrum ársfjórðungi og 63% frá þriðja ársfjórðungi í fyrra. Mestur er vöxturinn í Kína og þar í landi voru helmingur allra rafmagns- og tvinnbíla seldir á þessum þriðja ársfjórðungi árisins. Þessar tölur koma líklega ekki á óvart í ljósi þess hve bílaframleiðendur keppast nú við að fjölga rafmagns- og tvinnbílum í bílaflóru sinni, ekki síst þeir kínversku. Margir bílaframleiðendur hafa lýst því yfir að allar þeirra bílgerðir verði brátt boðnar annaðhvort sem tengiltvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar. Ennfremur hafa margir þeirra líka lýst því yfir að brunavélar sem brenni jarðefnaeldsneyti verði innan fárra áratuga vart í boði í þeirra bílum. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent
Það fer vafalaust ekki framhjá neinum að mikill vöxtur er í sölu rafmagns- og tvinnbíla í heiminum og í fyrsta skipti mun sú sala ná yfir 1 milljón bíla. Á þriðja ársfjórðungi ársins voru seldir 287.000 rafmagns- og tvinnbílar og nam vöxturinn 23% frá öðrum ársfjórðungi og 63% frá þriðja ársfjórðungi í fyrra. Mestur er vöxturinn í Kína og þar í landi voru helmingur allra rafmagns- og tvinnbíla seldir á þessum þriðja ársfjórðungi árisins. Þessar tölur koma líklega ekki á óvart í ljósi þess hve bílaframleiðendur keppast nú við að fjölga rafmagns- og tvinnbílum í bílaflóru sinni, ekki síst þeir kínversku. Margir bílaframleiðendur hafa lýst því yfir að allar þeirra bílgerðir verði brátt boðnar annaðhvort sem tengiltvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar. Ennfremur hafa margir þeirra líka lýst því yfir að brunavélar sem brenni jarðefnaeldsneyti verði innan fárra áratuga vart í boði í þeirra bílum.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent