Aron Einar: Hver myndi ekki vilja upplifa þetta? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2017 16:36 Aron Einar og félagar fengu ekki léttasta riðilinn. vísir/hanna Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018.Íslenska liðið lenti í afar erfiðum riðli, með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. „Þetta er ekkert auðveldasti riðilinn,“ sagði Aron Einar. „Það hefur alltaf verið draumur að mæta þessum alvöru þjóðum sem við höfum aldrei fengið tækifæri til að spila við. Þetta verður upplifun en við höfum engu að tapa. Þetta verður gífurlega erfitt, frábær lið og það verður erfitt að komast upp úr riðlinum.“ Það er óhætt að segja að Ísland hafi lent í sannkölluðum dauðariðli. „Við þekkjum Króatíu vel og vitum hvað þeir geta. Við höfum ekki náð frábærum úrslitum á móti þeim, þótt síðasti leikur hafi verið mjög góður. Þetta verður úrslitaleikur, sá síðasti í riðlinum,“ sagði Aron Einar. „Svo er þetta Argentína með Messi og ég veit ekki hverja í framlínunni. Nígería er ekki best skipulagða liðið en með sterka einstaklinga. Við þurfum að hafa mikið fyrir að vinna þá. Þetta er dauðariðill en við höfum trú á okkur og ætlum upp úr riðlinum.“ Aron Einar leiðir íslenska liðið út á Otkrytiye Arena í Moskvu 16. júní á næsta ári og heilsar sjálfum Lionel Messi fyrir leik. „Hver myndi ekki vilja upplifa það? Þetta verður veisla, að byrja á móti Argentínu. Þetta er virkilega spennandi,“ sagði Aron Einar. En hefði hann vilja fá viðráðanlegri andstæðinga, allavega á pappírnum? „Já, hverju átti maður að óska eftir? Það eru líka góð lið í 4. styrkleikaflokki þótt Nígería sé eitt af þeim bestu,“ sagði Aron Einar sem horfði á HM-dráttinn í sófanum heima í Cardiff. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30 Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22 Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44 Sala á HM-pakkaferðum hefst „eins fljótt og hægt er“ eftir dráttinn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. 1. desember 2017 09:45 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018.Íslenska liðið lenti í afar erfiðum riðli, með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. „Þetta er ekkert auðveldasti riðilinn,“ sagði Aron Einar. „Það hefur alltaf verið draumur að mæta þessum alvöru þjóðum sem við höfum aldrei fengið tækifæri til að spila við. Þetta verður upplifun en við höfum engu að tapa. Þetta verður gífurlega erfitt, frábær lið og það verður erfitt að komast upp úr riðlinum.“ Það er óhætt að segja að Ísland hafi lent í sannkölluðum dauðariðli. „Við þekkjum Króatíu vel og vitum hvað þeir geta. Við höfum ekki náð frábærum úrslitum á móti þeim, þótt síðasti leikur hafi verið mjög góður. Þetta verður úrslitaleikur, sá síðasti í riðlinum,“ sagði Aron Einar. „Svo er þetta Argentína með Messi og ég veit ekki hverja í framlínunni. Nígería er ekki best skipulagða liðið en með sterka einstaklinga. Við þurfum að hafa mikið fyrir að vinna þá. Þetta er dauðariðill en við höfum trú á okkur og ætlum upp úr riðlinum.“ Aron Einar leiðir íslenska liðið út á Otkrytiye Arena í Moskvu 16. júní á næsta ári og heilsar sjálfum Lionel Messi fyrir leik. „Hver myndi ekki vilja upplifa það? Þetta verður veisla, að byrja á móti Argentínu. Þetta er virkilega spennandi,“ sagði Aron Einar. En hefði hann vilja fá viðráðanlegri andstæðinga, allavega á pappírnum? „Já, hverju átti maður að óska eftir? Það eru líka góð lið í 4. styrkleikaflokki þótt Nígería sé eitt af þeim bestu,“ sagði Aron Einar sem horfði á HM-dráttinn í sófanum heima í Cardiff.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30 Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22 Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44 Sala á HM-pakkaferðum hefst „eins fljótt og hægt er“ eftir dráttinn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. 1. desember 2017 09:45 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30
Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22
Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44
Sala á HM-pakkaferðum hefst „eins fljótt og hægt er“ eftir dráttinn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. 1. desember 2017 09:45
Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30
Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05