BL hefur selt 6.157 bíla á árinu Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2017 10:39 Í ár stefnir í metár í nýskráningum fólks- og sendibíla á Íslandi. Bílasala hefur verið með miklu ágætum það sem af er ári og við síðustu mánaðarmót voru nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla komin í 22.221 bíl samanborið við 19.354 bíla á sama tíma í fyrra, eða 15% vöxtur. Söluhæsta umboðið er BL með 6.157 bíla selda og 23% vöxt á milli ára. Næst stærsta umboðið er Toyota með 3.977 bíla og 21% vöxt. Þriðja stærsta umboðið er Hekla með 3.587 bíla og Brimborg í því næsta með 3.263 selda bíla og Askja með 2.740 bíla og þar er vöxturinn mestur á milli ára meðal stærri innflytjenda, eða 36%. Ísband, nýjasta bílaumboð landsins er með 75% vöxt á milli ára og hefur nú selt 370 bíla á móti 211 á fyrstu 11 mánuðunum í fyrra. Nýskráning bílaleigubíla er nú 1% minni en í fyrra, en nú hafa verið skráðir 8.323 bílar á móti 8.599 bílum í fyrra. Bílaleigubílar telja nú 37,5% af nýjum seldum bílum á árinu. Reyndar var nýskráning þeirra í nóvember 53% meiri en í fyrra, eða 159 bílar á móti 104 í fyrra. Forvitnilegt verður að sjá hvort þeir verði ekki talsvert margir í desember vegna breyttra skattalaga frá og með næstu áramótum. Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent
Bílasala hefur verið með miklu ágætum það sem af er ári og við síðustu mánaðarmót voru nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla komin í 22.221 bíl samanborið við 19.354 bíla á sama tíma í fyrra, eða 15% vöxtur. Söluhæsta umboðið er BL með 6.157 bíla selda og 23% vöxt á milli ára. Næst stærsta umboðið er Toyota með 3.977 bíla og 21% vöxt. Þriðja stærsta umboðið er Hekla með 3.587 bíla og Brimborg í því næsta með 3.263 selda bíla og Askja með 2.740 bíla og þar er vöxturinn mestur á milli ára meðal stærri innflytjenda, eða 36%. Ísband, nýjasta bílaumboð landsins er með 75% vöxt á milli ára og hefur nú selt 370 bíla á móti 211 á fyrstu 11 mánuðunum í fyrra. Nýskráning bílaleigubíla er nú 1% minni en í fyrra, en nú hafa verið skráðir 8.323 bílar á móti 8.599 bílum í fyrra. Bílaleigubílar telja nú 37,5% af nýjum seldum bílum á árinu. Reyndar var nýskráning þeirra í nóvember 53% meiri en í fyrra, eða 159 bílar á móti 104 í fyrra. Forvitnilegt verður að sjá hvort þeir verði ekki talsvert margir í desember vegna breyttra skattalaga frá og með næstu áramótum.
Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent