Breyttu húsnæði Krossins í 102 herbergja hótel Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. desember 2017 14:09 Búið er að reisa skilti með merki hótelkeðjunnar skandinavísku utan á Hlíðasmára 5-7. first hotel kópavogur Skandinavíska hótelkeðjan First Hotels mun um jólin opna dyr sínar fyrir gestum í gamla húsnæði trúfélags Krossins í Hlíðasmára 5-7. Herbergi hótelsins verða 102 talsins þegar uppi er staðið. Greint var frá fyrirheitunum í janúar á þessu ári á Vísi. Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir, hótelstjóri First Hotel Kópavogur, segir í samtali við Vísi að töluverðar framkvæmdir hafi átt sér stað undanfarið. „Já, það þurfti að bæta við einni hæð og búið er að taka húsið algjörlega í gegn. Núna er það orðið stórglæsilegt.“ Stefnt er að opnun 26. desember, annan í jólum, og segir Lóa að bókanir séu strax farnar að berast. „Það hafa verið bókanir frá fyrsta degi. Opnunarvikan er þokkalega þétt skipuð hjá okkur og við búumst við því að troðfullt verði á áramótunum,“ segir Lóa. Við opnun verða 60 herbergi í boði en í febrúar verður húsnæðið fullbyggt og verða herbergin þá 102 talsins. Trúfélagið Krossinn var, sem fyrr segir, rekið í sama húsnæði. Gunnar Þorsteinsson, sem oft var kenndur við félagið, var stjórnarformaður þess til ársins 2010. Þá tók dóttir hans, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, við en húsnæðið var selt í fyrra. First Hotels er skandinavísk hótelkeðja sem rekur alls 90 hótel víða um heim. Hótelið í gamla Krossinum er það fyrsta sem keðjan opnar hér á landi.Hér að neðan má sjá myndir úr framkvæmdunum á Facebook-síðu hótelsins. Neytendur Tengdar fréttir Opnar 105 herbergja hótel í gamla húsnæði Krossins Hótelið sem skandinavíska hótelkeðjan First Hotels ætlar að opna í Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi, þar sem trúfélagið Krossinn, síðar Smárakirkja, var áður til húsa, verður með 105 herbergjum. Engin gestamóttaka verður á hótelinu heldur munu gestir sjá um að innrita sig sjálfir. 19. janúar 2017 09:37 Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Skandinavíska hótelkeðjan First Hotels mun um jólin opna dyr sínar fyrir gestum í gamla húsnæði trúfélags Krossins í Hlíðasmára 5-7. Herbergi hótelsins verða 102 talsins þegar uppi er staðið. Greint var frá fyrirheitunum í janúar á þessu ári á Vísi. Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir, hótelstjóri First Hotel Kópavogur, segir í samtali við Vísi að töluverðar framkvæmdir hafi átt sér stað undanfarið. „Já, það þurfti að bæta við einni hæð og búið er að taka húsið algjörlega í gegn. Núna er það orðið stórglæsilegt.“ Stefnt er að opnun 26. desember, annan í jólum, og segir Lóa að bókanir séu strax farnar að berast. „Það hafa verið bókanir frá fyrsta degi. Opnunarvikan er þokkalega þétt skipuð hjá okkur og við búumst við því að troðfullt verði á áramótunum,“ segir Lóa. Við opnun verða 60 herbergi í boði en í febrúar verður húsnæðið fullbyggt og verða herbergin þá 102 talsins. Trúfélagið Krossinn var, sem fyrr segir, rekið í sama húsnæði. Gunnar Þorsteinsson, sem oft var kenndur við félagið, var stjórnarformaður þess til ársins 2010. Þá tók dóttir hans, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, við en húsnæðið var selt í fyrra. First Hotels er skandinavísk hótelkeðja sem rekur alls 90 hótel víða um heim. Hótelið í gamla Krossinum er það fyrsta sem keðjan opnar hér á landi.Hér að neðan má sjá myndir úr framkvæmdunum á Facebook-síðu hótelsins.
Neytendur Tengdar fréttir Opnar 105 herbergja hótel í gamla húsnæði Krossins Hótelið sem skandinavíska hótelkeðjan First Hotels ætlar að opna í Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi, þar sem trúfélagið Krossinn, síðar Smárakirkja, var áður til húsa, verður með 105 herbergjum. Engin gestamóttaka verður á hótelinu heldur munu gestir sjá um að innrita sig sjálfir. 19. janúar 2017 09:37 Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Opnar 105 herbergja hótel í gamla húsnæði Krossins Hótelið sem skandinavíska hótelkeðjan First Hotels ætlar að opna í Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi, þar sem trúfélagið Krossinn, síðar Smárakirkja, var áður til húsa, verður með 105 herbergjum. Engin gestamóttaka verður á hótelinu heldur munu gestir sjá um að innrita sig sjálfir. 19. janúar 2017 09:37