Subway greiði þrotabúi fimmtán milljónir Daníel Freyr Birkisson skrifar 2. janúar 2018 14:18 Félagið Stjarnan rekur Subway-matsölustaðina hér á landi. Vísir/GVA Stjarnan, félag sem á og rekur matsölustaði Subway hér á landi, hefur verið dæmt til þess að greiða þrotabúi EK1923, áður Eggert Kristjánsson hf., tæpar fimmtán milljónir kr. en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Um leið rifti héraðsdómur framsali á kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs í tengslum við úthlutun á tollkvótum með útboði árin 2014-2015 til Stjörnunnar. Meginstarfsemi EK1923, sem áður hét Eggert Kristjánsson hf., fólst í innflutningi matar- og hreinlætisvara. Árið 2014 keypti fyrirtækið lager Sólstjörnunnar sem sá um innkaup, lagerhald og dreifingu fyrir Stjörnuna, rekstrarfélag Subway, sem er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar. Með því komst á viðvarandi viðskiptasamband milli EK1923 og Stjörnunnar og voru í framhaldi þess gerð drög að þjónustusamningi haustið 2015. Samkvæmt drögunum átti Stjarnan að greiða EK1923 10 prósent álag á þær vörur sem keyptar voru inn og síðar 12,5 prósent. Innflutningskvótarnir sem Eggert Kristjánsson fór eftir reyndust ólöglegir og var íslenska ríkinu því send rukkun af hálfu fyrirtækisins en beðið var að upphæðin yrði lögð á reikning Stjörnunnar. Segir í dómnum að það hafi verið gert samkvæmt samkomulagi sem komist var að nokkrum mánuðum áður en Eggert Kristjánsson var tekið til gjaldþrotaskipta.Dæmi um óvenjulegan greiðslueyriVar fyrir dómi farið fram á riftun þessa framsals á endurkröfu búsins til Stjörnunnar vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs sem námu tæpum 25 milljónum króna. Fól aðalkrafa þrotabúsins í sér að Stjörnunni yrði gert að greiða þessar tæplega 25 milljónir auk fimmtán milljóna til vara. Krafðist Stjarnan sýknu af öllum kröfum og að þrotabúið greiddi málskostnað félagsins. Þrotabú EK1923 byggði riftunarkröfu sína á því að framsal kröfunnar á hendur Stjörnunnar hafi verið gjafagerningur til hagsbóta fyrir Stjörnuna í skilningi laga um gjaldþrotaskipti. Á þetta var ekki fallist fyrir dómi. Dómurinn féllst hins vegar á kröfu búsins um að það að láta þriðja aðila greiða einu félagi fyrir hönd annars væri dæmi um óvenjulegan greiðslueyri og að greiðslan hafi ekki virst venjuleg eftir atvikum. Því var fallist á riftunarkröfu stefnanda. Héraðsdómur féllst á varakröfu stefnanda og er Stjörnunni því gert að greiða 14.670.838 kr. í þeirra hendur auk einnar milljónar í málskostnað. Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Stjarnan, félag sem á og rekur matsölustaði Subway hér á landi, hefur verið dæmt til þess að greiða þrotabúi EK1923, áður Eggert Kristjánsson hf., tæpar fimmtán milljónir kr. en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Um leið rifti héraðsdómur framsali á kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs í tengslum við úthlutun á tollkvótum með útboði árin 2014-2015 til Stjörnunnar. Meginstarfsemi EK1923, sem áður hét Eggert Kristjánsson hf., fólst í innflutningi matar- og hreinlætisvara. Árið 2014 keypti fyrirtækið lager Sólstjörnunnar sem sá um innkaup, lagerhald og dreifingu fyrir Stjörnuna, rekstrarfélag Subway, sem er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar. Með því komst á viðvarandi viðskiptasamband milli EK1923 og Stjörnunnar og voru í framhaldi þess gerð drög að þjónustusamningi haustið 2015. Samkvæmt drögunum átti Stjarnan að greiða EK1923 10 prósent álag á þær vörur sem keyptar voru inn og síðar 12,5 prósent. Innflutningskvótarnir sem Eggert Kristjánsson fór eftir reyndust ólöglegir og var íslenska ríkinu því send rukkun af hálfu fyrirtækisins en beðið var að upphæðin yrði lögð á reikning Stjörnunnar. Segir í dómnum að það hafi verið gert samkvæmt samkomulagi sem komist var að nokkrum mánuðum áður en Eggert Kristjánsson var tekið til gjaldþrotaskipta.Dæmi um óvenjulegan greiðslueyriVar fyrir dómi farið fram á riftun þessa framsals á endurkröfu búsins til Stjörnunnar vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs sem námu tæpum 25 milljónum króna. Fól aðalkrafa þrotabúsins í sér að Stjörnunni yrði gert að greiða þessar tæplega 25 milljónir auk fimmtán milljóna til vara. Krafðist Stjarnan sýknu af öllum kröfum og að þrotabúið greiddi málskostnað félagsins. Þrotabú EK1923 byggði riftunarkröfu sína á því að framsal kröfunnar á hendur Stjörnunnar hafi verið gjafagerningur til hagsbóta fyrir Stjörnuna í skilningi laga um gjaldþrotaskipti. Á þetta var ekki fallist fyrir dómi. Dómurinn féllst hins vegar á kröfu búsins um að það að láta þriðja aðila greiða einu félagi fyrir hönd annars væri dæmi um óvenjulegan greiðslueyri og að greiðslan hafi ekki virst venjuleg eftir atvikum. Því var fallist á riftunarkröfu stefnanda. Héraðsdómur féllst á varakröfu stefnanda og er Stjörnunni því gert að greiða 14.670.838 kr. í þeirra hendur auk einnar milljónar í málskostnað.
Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira