400 hestafla lokaútgáfa Defender Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2018 14:35 Land Rover Defender lokaútgáfa verður af öflugri gerðinni. Lengi er von á einum er oft sagt og Land Rover hefur ekki enn smíðað síðustu eintökin af hinum sígilda og kantaða Defender bíl sínum. Eiginlegri fjöldaframleiðsla á honum er engu að síður hætt, enda vinnur Land Rover að þróun arftaka hans. Land Rover hefur greint frá því að fyrirtækið ætlar að smíða 150 eintök af mjög svo öflugri og vægast sagt dýrri lokaútgáfu af Defender. Bíllinn verður með 400 hestafla 5,0 lítra V8 vél. Fyrir vikið er hann aðeins 5,6 sekúndur í 100, en hámarkshraði bílsins takmarkast við 170 km hraða sem helgast mest af því að bíllinn er svo kantaður að hann klýfur loftið mjög illa. Þessi lokaútgáfa bílsins mun kosta 150.000 pund, eða 21,5 milljónir króna í sinni ódýrustu mynd, en Land Rover ætlar að smíða bílinn bæði í 90 model og 110 model útgáfum. Ef kaupendur bílsins tikka í flest lúxusbúnaðarboxin verður eintakið þó talsvert dýrara. Það er því ekki nema fyrir efnaða að kaupa þessa lokaútgáfu, en ekki lengur hinn hefðbundna bónda. Land Rover þarf að sjálfsögðu að breyta fjöðrunarbúnaði og bremsukerfi bílsins í takt við þá stóru vél sem í bílnum verður en að auki mun víða sjást á bílnum að þar fer þessi lokaútgáfa. Bíllinn verður með 8 gíra sjálfskiptingu.Reffilegur á velli.Bíllinn fær hina vönduðustu innréttingu. Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent
Lengi er von á einum er oft sagt og Land Rover hefur ekki enn smíðað síðustu eintökin af hinum sígilda og kantaða Defender bíl sínum. Eiginlegri fjöldaframleiðsla á honum er engu að síður hætt, enda vinnur Land Rover að þróun arftaka hans. Land Rover hefur greint frá því að fyrirtækið ætlar að smíða 150 eintök af mjög svo öflugri og vægast sagt dýrri lokaútgáfu af Defender. Bíllinn verður með 400 hestafla 5,0 lítra V8 vél. Fyrir vikið er hann aðeins 5,6 sekúndur í 100, en hámarkshraði bílsins takmarkast við 170 km hraða sem helgast mest af því að bíllinn er svo kantaður að hann klýfur loftið mjög illa. Þessi lokaútgáfa bílsins mun kosta 150.000 pund, eða 21,5 milljónir króna í sinni ódýrustu mynd, en Land Rover ætlar að smíða bílinn bæði í 90 model og 110 model útgáfum. Ef kaupendur bílsins tikka í flest lúxusbúnaðarboxin verður eintakið þó talsvert dýrara. Það er því ekki nema fyrir efnaða að kaupa þessa lokaútgáfu, en ekki lengur hinn hefðbundna bónda. Land Rover þarf að sjálfsögðu að breyta fjöðrunarbúnaði og bremsukerfi bílsins í takt við þá stóru vél sem í bílnum verður en að auki mun víða sjást á bílnum að þar fer þessi lokaútgáfa. Bíllinn verður með 8 gíra sjálfskiptingu.Reffilegur á velli.Bíllinn fær hina vönduðustu innréttingu.
Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent