Gummi Steinars: Var Albert Guð sem sagt að kveikja í öllum íslensku framherjunum með þrennunni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2018 11:00 Albert Guðmundsson. Vísir/Getty Albert Guðmundsson sýndi það í landsleikjunum á móti Indónesíu að hann ætlar sér að komast í heimsmeistaramótshóp íslenska landsliðsins í Rússlandi í sumar. Albert lagði upp fjögur mörk í fyrri leiknum á móti Indónesíu og skoraði síðan þrennu í síðari leiknum. Þetta voru landsleikir númer tvo og þrjú hjá stráknum en hann varð þarna yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu fyrir íslenska A-landsliðið. Guðmundur Steinarsson er einn af markahæstu og stoðsendingahæstu leikmönnuum í efstu deildar karla frá upphafi og hann kom með góðan punkt á Twitter í gærkvöldi. Jón Daði Böðvarsson hafði þá skorað þrennu fyrir Reading í enska bikarnum en kvöldið áður hafði Viðar Örn Kjartansson skorað tvö mörk fyrir Maccabi Tel Aviv í ísraelsku deildinni.Var Albert Guð sem sagt að kveikja í öllum íslensku strikerum með þrennunni? Viðar skoraði eftir 10 sek og Jón Daði hendir í þrennu. Loksins barátta um þessa stöðu. Lúxus. — Gummi Steinars (@gummisteinars) January 16, 2018 Viðar Örn skoraði mörkin sín í 3-1 sigri Maccabi Tel Aviv á Maccabi Haifa en fyrra markið hans kom eftir aðeins nokkurra sekúndna leik. Það er ekki hægt að sjá annað en að íslensku framherjarnir hafi svarað frábærri frammistöðu Alberts úti í Indónesíu með frábærri frammistöðu með sínum félagsliðum. Alfreð Finnbogason hefur líka verið að gera frábæra hluti með Augsburg í í Þýskalandi og þá ætlar Kolbeinn Sigþórsson sér að komast aftur á stað eftir langvinn meiðsli. Jón Daði, Viðar og Alfreð máttu ekki taka þátt í landsleikjunum í Indónesíu þar sem landsleikirnir fóru ekki fram á viðurkenndum landsleikjadögum. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig kapphlaup íslensku framherjanna þróast á næstu mánuðum og hverja landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson ákveður síðan að taka með til Rússlands. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Albert sló metið sem Ríkharður var búinn að eiga í 66 ár 66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. 15. janúar 2018 11:30 Umfjöllun: Indónesía - Ísland 1-4 | Albert lét vita af sér með þrennu Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland þegar liðið bar sigurorð af Indónesíu í seinni vináttulandsleik liðanna. 14. janúar 2018 14:15 Sjáðu þrennu Alberts │ Myndbönd Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland sem vann 4-1 sigur á Indónesíu í seinni vináttuleik þjóðanna ytra í dag. 14. janúar 2018 14:05 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Albert Guðmundsson sýndi það í landsleikjunum á móti Indónesíu að hann ætlar sér að komast í heimsmeistaramótshóp íslenska landsliðsins í Rússlandi í sumar. Albert lagði upp fjögur mörk í fyrri leiknum á móti Indónesíu og skoraði síðan þrennu í síðari leiknum. Þetta voru landsleikir númer tvo og þrjú hjá stráknum en hann varð þarna yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu fyrir íslenska A-landsliðið. Guðmundur Steinarsson er einn af markahæstu og stoðsendingahæstu leikmönnuum í efstu deildar karla frá upphafi og hann kom með góðan punkt á Twitter í gærkvöldi. Jón Daði Böðvarsson hafði þá skorað þrennu fyrir Reading í enska bikarnum en kvöldið áður hafði Viðar Örn Kjartansson skorað tvö mörk fyrir Maccabi Tel Aviv í ísraelsku deildinni.Var Albert Guð sem sagt að kveikja í öllum íslensku strikerum með þrennunni? Viðar skoraði eftir 10 sek og Jón Daði hendir í þrennu. Loksins barátta um þessa stöðu. Lúxus. — Gummi Steinars (@gummisteinars) January 16, 2018 Viðar Örn skoraði mörkin sín í 3-1 sigri Maccabi Tel Aviv á Maccabi Haifa en fyrra markið hans kom eftir aðeins nokkurra sekúndna leik. Það er ekki hægt að sjá annað en að íslensku framherjarnir hafi svarað frábærri frammistöðu Alberts úti í Indónesíu með frábærri frammistöðu með sínum félagsliðum. Alfreð Finnbogason hefur líka verið að gera frábæra hluti með Augsburg í í Þýskalandi og þá ætlar Kolbeinn Sigþórsson sér að komast aftur á stað eftir langvinn meiðsli. Jón Daði, Viðar og Alfreð máttu ekki taka þátt í landsleikjunum í Indónesíu þar sem landsleikirnir fóru ekki fram á viðurkenndum landsleikjadögum. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig kapphlaup íslensku framherjanna þróast á næstu mánuðum og hverja landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson ákveður síðan að taka með til Rússlands.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Albert sló metið sem Ríkharður var búinn að eiga í 66 ár 66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. 15. janúar 2018 11:30 Umfjöllun: Indónesía - Ísland 1-4 | Albert lét vita af sér með þrennu Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland þegar liðið bar sigurorð af Indónesíu í seinni vináttulandsleik liðanna. 14. janúar 2018 14:15 Sjáðu þrennu Alberts │ Myndbönd Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland sem vann 4-1 sigur á Indónesíu í seinni vináttuleik þjóðanna ytra í dag. 14. janúar 2018 14:05 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Albert sló metið sem Ríkharður var búinn að eiga í 66 ár 66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. 15. janúar 2018 11:30
Umfjöllun: Indónesía - Ísland 1-4 | Albert lét vita af sér með þrennu Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland þegar liðið bar sigurorð af Indónesíu í seinni vináttulandsleik liðanna. 14. janúar 2018 14:15
Sjáðu þrennu Alberts │ Myndbönd Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland sem vann 4-1 sigur á Indónesíu í seinni vináttuleik þjóðanna ytra í dag. 14. janúar 2018 14:05
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn