Við eigum bara þessa einu jörð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. janúar 2018 09:30 Ólöf Birna og Rannveig Edda vilja vekja fólk til umhugsunar um loftslags- og umhverfismál og hafa skrifað niður stefnuskrá. Vísir/Anton Brink Rannveig Edda Aspelund og Ólöf Birna Ólafsdóttir eru hugsjónakonur sem vilja vernda umhverfið. Báðar eru á tíunda ári og búa hlið við hlið í Garðabæ. En hvernig birtist mengun jarðarinnar þeim? Rannveig Edda: Þegar við erum á leiðinni heim úr skólanum sjáum við oft rusl og það finnst okkur ömurlegt. Ólöf Birna: Við eigum nefnilega bara þessa einu jörð og ef hún skemmist hvað gerist þá? Hvert förum við? Rannveig Edda: Við viljum minnka plastnotkun. Til dæmis reynum við að nota ekki mikið af plastpokum undir skólanestið. Ólöf Birna: Og ef við notum plastpoka, þá nýtum við þá aftur. Rannveig Edda: Svo viljum við minnka bensín- og dísilnotkun. Ólöf Birna: Það eru svo margir á okkar aldri sem vilja fá far í skólann og láta keyra sig hvert sem er. Rannveig Edda: Við viljum fá fólk til að ganga í skólann, við erum með fætur, hvað eigum að gera við þá? Ólöf Birna: Rafmagnsbílar menga minna en bensín- og dísilbílar. Rannveig Edda: Svo ætti fólk að planta fleiri trjám því bílar dæla frá sér eiturefni en trén taka efnið að sér og búa til úr því súrefni, svo við getum andað. Hvað geta venjulegar fjölskyldur gert dagsdaglega til að minnka mengun? Rannveig Edda: Ekki fá sér meira á diskinn en maður borðar til að sóa ekki mat. Ólöf Birna: Og klára það sem búið er að kaupa í matinn áður en það rennur út á tíma svo það þurfi ekki að henda neinu. Rannveig Edda: Fólk ætti að kaupa minna og nota það sem það á, meðal annars föt. Ólöf Birna: Að ferðast skynsamlega er eitt. Sumt fólk fer svo oft til útlanda og flugvélarnar menga mikið við að flytja það milli landa. Rannveig Edda: Það er sniðugra að velja vel ferðirnar og fara færri og betri ferðir. Til dæmis með alla fjölskylduna. Funduð þið upp á þessum pælingum sjálfar? Ólöf Birna: Já, aðallega. Wall-E myndin hafði líka áhrif á okkur. Rannveig Edda: Við byrjuðum samt að hugsa um þetta áður en við sáum hana. Krakkar Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Rannveig Edda Aspelund og Ólöf Birna Ólafsdóttir eru hugsjónakonur sem vilja vernda umhverfið. Báðar eru á tíunda ári og búa hlið við hlið í Garðabæ. En hvernig birtist mengun jarðarinnar þeim? Rannveig Edda: Þegar við erum á leiðinni heim úr skólanum sjáum við oft rusl og það finnst okkur ömurlegt. Ólöf Birna: Við eigum nefnilega bara þessa einu jörð og ef hún skemmist hvað gerist þá? Hvert förum við? Rannveig Edda: Við viljum minnka plastnotkun. Til dæmis reynum við að nota ekki mikið af plastpokum undir skólanestið. Ólöf Birna: Og ef við notum plastpoka, þá nýtum við þá aftur. Rannveig Edda: Svo viljum við minnka bensín- og dísilnotkun. Ólöf Birna: Það eru svo margir á okkar aldri sem vilja fá far í skólann og láta keyra sig hvert sem er. Rannveig Edda: Við viljum fá fólk til að ganga í skólann, við erum með fætur, hvað eigum að gera við þá? Ólöf Birna: Rafmagnsbílar menga minna en bensín- og dísilbílar. Rannveig Edda: Svo ætti fólk að planta fleiri trjám því bílar dæla frá sér eiturefni en trén taka efnið að sér og búa til úr því súrefni, svo við getum andað. Hvað geta venjulegar fjölskyldur gert dagsdaglega til að minnka mengun? Rannveig Edda: Ekki fá sér meira á diskinn en maður borðar til að sóa ekki mat. Ólöf Birna: Og klára það sem búið er að kaupa í matinn áður en það rennur út á tíma svo það þurfi ekki að henda neinu. Rannveig Edda: Fólk ætti að kaupa minna og nota það sem það á, meðal annars föt. Ólöf Birna: Að ferðast skynsamlega er eitt. Sumt fólk fer svo oft til útlanda og flugvélarnar menga mikið við að flytja það milli landa. Rannveig Edda: Það er sniðugra að velja vel ferðirnar og fara færri og betri ferðir. Til dæmis með alla fjölskylduna. Funduð þið upp á þessum pælingum sjálfar? Ólöf Birna: Já, aðallega. Wall-E myndin hafði líka áhrif á okkur. Rannveig Edda: Við byrjuðum samt að hugsa um þetta áður en við sáum hana.
Krakkar Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira