Nokkrar veirur í hámarki þessa dagana Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2018 14:41 Flensunni fylgir hiti, hausverkur, hálsbólga og beinverkir meðal annars. Vísir/Getty Vísbendingar eru um að flensusprautan sé aðeins 10% virk gegn þeim stofni inflúensu sem hefur helst herjað á Íslendinga í vetur, að sögn Bryndísar Sigurðardóttur, smitsjúkdómalæknis. Nokkrar veirur eru nú í hámarki en bóluefni gegn inflúensu kláraðist í vetur. Bryndís ræddi um flensufaraldur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún að bólusetningin í haust gagnist lítið gegn inflúensu B-stofninum sem hafi verið algengur í vetur. Þá veiti bóluefnið líklega aðeins 10% vernd gegn inflúensu A. Þannig veikist jafnvel þeir sem hafi látið sprauta sig í haust. Vísbendingar séu þó um að bóluefnið veiti einhverja vörn. Bólusettir einstaklingar verði minna veikir og smitandi en aðrir. Bryndís segir að meðgöngutími flensunnar sé stuttur, aðeins einn til tveir dagar þar til einstaklingur veikist eftir smit. Einkenni hennar séu hiti, beinverkir, höfuðverkur, hálsbólga og verkir við að hreyfa augun. „Aðallega hiti, beinverkir og gífurlegur slappleikur. Ef þú ert með alvöru inflúensuna eru þetta veikindi í fimm til tíu daga,“ segir hún.70.000 skammtar af bóluefni kláruðustLyf er til við inflúensunni en Bryndís segir að rannsóknir hafi sýnt að byrja þurfi að taka það innan sólahrings eftir smit til að það hafi áhrif á framgang veikindanna. Fáir leiti svo snemma til læknis. Auk A- og B-stofna inflúensunnar gangi fleiri veirur nú um en bólusetningar eru ekki til fyrir þær. Þar á meðal sé svonefnd RS-veira sem er algengust í börnum en getur einnig lagst þungt á eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sérstaklega lungnasjúkdóma. Henni fylgir hósti og hiti. Alls voru 65.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensunni pantaðir til landsins í haust. Bryndís segir að þeir hafi hins vegar klárast strax. Sömuleiðis fimm þúsund skammtar til viðbótar sem landlæknir pantaði í kjölfarið. Þrátt fyrir að inflúensan sé ekki beint hættuleg að sögn Bryndísar bendir hún á að upp undir hálf milljón manna láti lífið af völdum hennar á ári, þar á meðal tuttugu til fimmtíu þúsund í Bandaríkjunum einum. „Þannig að það má segja að inflúensan sé ein skæðasta veirupestin sem við þekkjum,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Vísbendingar eru um að flensusprautan sé aðeins 10% virk gegn þeim stofni inflúensu sem hefur helst herjað á Íslendinga í vetur, að sögn Bryndísar Sigurðardóttur, smitsjúkdómalæknis. Nokkrar veirur eru nú í hámarki en bóluefni gegn inflúensu kláraðist í vetur. Bryndís ræddi um flensufaraldur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún að bólusetningin í haust gagnist lítið gegn inflúensu B-stofninum sem hafi verið algengur í vetur. Þá veiti bóluefnið líklega aðeins 10% vernd gegn inflúensu A. Þannig veikist jafnvel þeir sem hafi látið sprauta sig í haust. Vísbendingar séu þó um að bóluefnið veiti einhverja vörn. Bólusettir einstaklingar verði minna veikir og smitandi en aðrir. Bryndís segir að meðgöngutími flensunnar sé stuttur, aðeins einn til tveir dagar þar til einstaklingur veikist eftir smit. Einkenni hennar séu hiti, beinverkir, höfuðverkur, hálsbólga og verkir við að hreyfa augun. „Aðallega hiti, beinverkir og gífurlegur slappleikur. Ef þú ert með alvöru inflúensuna eru þetta veikindi í fimm til tíu daga,“ segir hún.70.000 skammtar af bóluefni kláruðustLyf er til við inflúensunni en Bryndís segir að rannsóknir hafi sýnt að byrja þurfi að taka það innan sólahrings eftir smit til að það hafi áhrif á framgang veikindanna. Fáir leiti svo snemma til læknis. Auk A- og B-stofna inflúensunnar gangi fleiri veirur nú um en bólusetningar eru ekki til fyrir þær. Þar á meðal sé svonefnd RS-veira sem er algengust í börnum en getur einnig lagst þungt á eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sérstaklega lungnasjúkdóma. Henni fylgir hósti og hiti. Alls voru 65.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensunni pantaðir til landsins í haust. Bryndís segir að þeir hafi hins vegar klárast strax. Sömuleiðis fimm þúsund skammtar til viðbótar sem landlæknir pantaði í kjölfarið. Þrátt fyrir að inflúensan sé ekki beint hættuleg að sögn Bryndísar bendir hún á að upp undir hálf milljón manna láti lífið af völdum hennar á ári, þar á meðal tuttugu til fimmtíu þúsund í Bandaríkjunum einum. „Þannig að það má segja að inflúensan sé ein skæðasta veirupestin sem við þekkjum,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira