Eiður Smári: Þegar við komum heim frá Frakklandi var næstum því eins og við hefðum unnið EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2018 11:30 Eiður Smári Guðjohnsen á EM 2016. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen er kominn til Indónesíu frá Kína og hann hélt í dag blaðamannafund á vegum Knattspyrnsambands Indónesíu í tilefni af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Indónesíu. Indónesíska knattspyrnusambandið bauð Eiði Smára til landsins í tilefni af leikjunum en hann er líklega þekktasti fótboltamaður Íslands frá upphafi enda varð hann á sínum tíma enskur meistari með Chelsea og vann þrefalt með Barcelona. Eiður Smári var spurður út í ýmislegt á blaðamannfundinum en að sjálfsögðu mest út í íslenska landsliðið og frábæran árangur þess á síðustu árum. Eiður Smári var með liðinu þegar liðið komst í átta liða úrslitin á EM 2016 en fylgdist með úr fjarlægð þegar liðið tryggði sér þátttökurétt á HM í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá tengil á blaðamannafund Eiðs Smára Guðjohnsen í dag.Press Conference: PSSI, Mediapro Asia & Eidur Gudjohnsen https://t.co/dhemfQVxWk — PSSI - FAI (@pssi__fai) January 10, 2018Vísir/GettyEiður Smári var meðal annars spurður út í möguleika Íslands á HM í Rússlands næsta sumar: „Þetta snýst svolítið um hvaða möguleika við erum að tala því við þurfum að horfa raunhæft á stöðuna. Það eru ekki miklar líkur á því að við verðum heimsmeistarar en ég vil svara þessari spurningu á sama hátt og ég gerði þegar við fórum á EM,“ sagði Eiður Smári. „Okkar markmið á að vera það að þegar leikmennirnir koma heim þá á þeim að líða eins og þeir hafi gefið allt sitt í þetta, skilið allt eftir á vellinum. Þeirra markmið er að geta gengið af velli eftir síðasta flautið með höfuðið hátt. Það gerðum við á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi,“ sagði Eiður Smári.Vísir/AFP„Þegar við komum heim til Íslands eftir EM í Fraklandi þá var næstum því eins og við hefðum unnið mótið. Við gáfum fólkinu okkar svo mikla gleði ekki bara þeim sem komu til Frakklands heldur einnig fólkinu heima,“ sagði Eiður Smári. „Okkur finnst við hafa gefið heiminum mjög jákvæða mynd af Íslandi og það ætti líka að vera markmiðið okkar núna,“ sagði Eiður Smári. EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er kominn til Indónesíu frá Kína og hann hélt í dag blaðamannafund á vegum Knattspyrnsambands Indónesíu í tilefni af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Indónesíu. Indónesíska knattspyrnusambandið bauð Eiði Smára til landsins í tilefni af leikjunum en hann er líklega þekktasti fótboltamaður Íslands frá upphafi enda varð hann á sínum tíma enskur meistari með Chelsea og vann þrefalt með Barcelona. Eiður Smári var spurður út í ýmislegt á blaðamannfundinum en að sjálfsögðu mest út í íslenska landsliðið og frábæran árangur þess á síðustu árum. Eiður Smári var með liðinu þegar liðið komst í átta liða úrslitin á EM 2016 en fylgdist með úr fjarlægð þegar liðið tryggði sér þátttökurétt á HM í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá tengil á blaðamannafund Eiðs Smára Guðjohnsen í dag.Press Conference: PSSI, Mediapro Asia & Eidur Gudjohnsen https://t.co/dhemfQVxWk — PSSI - FAI (@pssi__fai) January 10, 2018Vísir/GettyEiður Smári var meðal annars spurður út í möguleika Íslands á HM í Rússlands næsta sumar: „Þetta snýst svolítið um hvaða möguleika við erum að tala því við þurfum að horfa raunhæft á stöðuna. Það eru ekki miklar líkur á því að við verðum heimsmeistarar en ég vil svara þessari spurningu á sama hátt og ég gerði þegar við fórum á EM,“ sagði Eiður Smári. „Okkar markmið á að vera það að þegar leikmennirnir koma heim þá á þeim að líða eins og þeir hafi gefið allt sitt í þetta, skilið allt eftir á vellinum. Þeirra markmið er að geta gengið af velli eftir síðasta flautið með höfuðið hátt. Það gerðum við á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi,“ sagði Eiður Smári.Vísir/AFP„Þegar við komum heim til Íslands eftir EM í Fraklandi þá var næstum því eins og við hefðum unnið mótið. Við gáfum fólkinu okkar svo mikla gleði ekki bara þeim sem komu til Frakklands heldur einnig fólkinu heima,“ sagði Eiður Smári. „Okkur finnst við hafa gefið heiminum mjög jákvæða mynd af Íslandi og það ætti líka að vera markmiðið okkar núna,“ sagði Eiður Smári.
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira