Var ráðinn við Háskólann um leið og Ólafur Ragnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 10:15 Þorbjörn ætlar að taka deginum í dag með ró þó stórafmæli sé. Vísir/Eyþór Árnason Þorbjörn Broddason prófessor er ekki ginnkeyptur fyrir afmælisviðtali en lætur þó til leiðast. Það er lumbra í honum og hann ætlar að taka deginum með algerri ró þó 75 ára afmæli teljist stórt. „Ég er annars hraustur og mig hefur sjaldan vantað í vinnu um ævina,“ segir hann og viðurkennir að hafa verið frumkvöðull að því að koma fjölmiðlun inn í akademískt nám á Íslandi. „Jú, það má segja það. Þegar ég byrjaði að kenna í Háskóla Íslands haustið 1970 setti ég upp fyrsta námskeiðið sem sneri að því viðfangsefni, undir yfirskriftinni Félagsfræði fjölmiðla. Það voru tvö störf auglýst við Háskólann það sumar, annars vegar við félagsfræði og hins vegar stjórnmálafræði. Þar vorum við Ólafur Ragnar Grímsson settir hvor í sitt starfið. Haraldur Ólafsson mannfræðingur var kominn þangað stuttu seinna svo við vorum þrír sem fórum af stað með það sem kallað var Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum haustið 1970.“ Þorbjörn segir mikla aðsókn hafa verið að þessari námsbraut strax í upphafi „Það var alveg múgur manns sem byrjaði. Þar var hin svokallaða 68-kynslóð á ferðinni, félagsvísindin pössuðu vel inn í hennar hugmyndir um hvað ætti að fást við í tilverunni. Margt af því fólki hefur síðan sett svip sinn á hin ýmsu svið þjóðlífsins.“ En hvert skyldi Þorbjörn hafa sótt sinn grunn? „Ég fór fyrst til Edinborgar í Skotlandi í félagsfræði og í framhaldsnám til Lundar í Svíþjóð. Meistaraprófsritgerð mín þar fjallaði um börn og sjónvarp á Íslandi. Þá var í Lundi að spretta fram öflugur hópur í rannsóknum á fjölmiðlum sem ég var síðan í góðum tengslum við. En það var ekki fyrr en alllöngu seinna sem ég lauk doktorsprófi í Svíþjóð og þá í fjölmiðlafræði. Um miðjan níunda áratuginn vorum við komin með þá námsgrein í Háskóla Íslands, sem ég ber ábyrgð á, og var líka með í ráðum við uppbyggingu náms í fjölmiðlun, fyrst á diplomastigi og síðar meistarastigi.“ Enn sinnir Þorbjörn verkefnum fyrir HÍ og var formaður dómnefndar við Óslóarháskóla í haust. Auk þess fæst hann við ritstörf og á árinu kemur út bókarkafli eftir hann og Ragnar Karlsson félagsfræðing. Hann snýst um stöðu íslenskra fjölmiðla á lýðveldistímanum.gun@frettabladid.is Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Sjá meira
Þorbjörn Broddason prófessor er ekki ginnkeyptur fyrir afmælisviðtali en lætur þó til leiðast. Það er lumbra í honum og hann ætlar að taka deginum með algerri ró þó 75 ára afmæli teljist stórt. „Ég er annars hraustur og mig hefur sjaldan vantað í vinnu um ævina,“ segir hann og viðurkennir að hafa verið frumkvöðull að því að koma fjölmiðlun inn í akademískt nám á Íslandi. „Jú, það má segja það. Þegar ég byrjaði að kenna í Háskóla Íslands haustið 1970 setti ég upp fyrsta námskeiðið sem sneri að því viðfangsefni, undir yfirskriftinni Félagsfræði fjölmiðla. Það voru tvö störf auglýst við Háskólann það sumar, annars vegar við félagsfræði og hins vegar stjórnmálafræði. Þar vorum við Ólafur Ragnar Grímsson settir hvor í sitt starfið. Haraldur Ólafsson mannfræðingur var kominn þangað stuttu seinna svo við vorum þrír sem fórum af stað með það sem kallað var Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum haustið 1970.“ Þorbjörn segir mikla aðsókn hafa verið að þessari námsbraut strax í upphafi „Það var alveg múgur manns sem byrjaði. Þar var hin svokallaða 68-kynslóð á ferðinni, félagsvísindin pössuðu vel inn í hennar hugmyndir um hvað ætti að fást við í tilverunni. Margt af því fólki hefur síðan sett svip sinn á hin ýmsu svið þjóðlífsins.“ En hvert skyldi Þorbjörn hafa sótt sinn grunn? „Ég fór fyrst til Edinborgar í Skotlandi í félagsfræði og í framhaldsnám til Lundar í Svíþjóð. Meistaraprófsritgerð mín þar fjallaði um börn og sjónvarp á Íslandi. Þá var í Lundi að spretta fram öflugur hópur í rannsóknum á fjölmiðlum sem ég var síðan í góðum tengslum við. En það var ekki fyrr en alllöngu seinna sem ég lauk doktorsprófi í Svíþjóð og þá í fjölmiðlafræði. Um miðjan níunda áratuginn vorum við komin með þá námsgrein í Háskóla Íslands, sem ég ber ábyrgð á, og var líka með í ráðum við uppbyggingu náms í fjölmiðlun, fyrst á diplomastigi og síðar meistarastigi.“ Enn sinnir Þorbjörn verkefnum fyrir HÍ og var formaður dómnefndar við Óslóarháskóla í haust. Auk þess fæst hann við ritstörf og á árinu kemur út bókarkafli eftir hann og Ragnar Karlsson félagsfræðing. Hann snýst um stöðu íslenskra fjölmiðla á lýðveldistímanum.gun@frettabladid.is
Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Sjá meira