Matthías fær samkeppni frá tveimur landsliðsframherjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 17:00 Matthías Vilhjálmsson. Vísir/Getty Matthías Vilhjálmsson stóð sig frábærlega með Rosenborg á síðustu leiktíð en nú verður enn erfiðara fyrir íslenska framherjann að fá mínútur hjá norsku meisturunum á komandi tímabili þegar Matthías kemur til baka eftir krossbandaslitið. Samkeppni jókst nefnilega til mikilla muna í gær þegar Rosenborg keypti norska landsliðsframherjann Alexander Söderlund frá Saint-Etienne. Fyrir er danski landsliðsframherjinn Nicklas Bendtner. Alexander Söderlund skrifaði undir þriggja ára samning við Rosenborg. „Það er ótrúlega gott að koma til baka. Nú hlakka ég aftur til að fara á æfingar,“ sagði Söderlund við heimasíðu Rosenborg. „Ég hef heyrt að Nicklas sé mjög góður gaur og ég hlakka til að hitta hann á æfingum og spila með hinum,“ sagði Söderlund en hann minntist samt ekkert á Matthías. Matthías hefur sjálfur sett stefnuna að koma til baka um mitt sumar.#velkommenhjemhttps://t.co/hHVwhMQ603pic.twitter.com/8qgkwcG3xf — Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) February 1, 2018 Alexander Söderlund skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Lars Lagerback í 1-1 jafntefli á móti Tékkum í undankeppni HM í júní síðastliðnum en Bendtner hefur skorað 30 mörk fyrir danska landsliðið og það síðasta kom þegar Danir tryggði sér sæti í úrslitakeppni HM í Rússlandi. Söderlund er að koma aftur til Rosenborg þar sem hann skoraði 38 mörk í 63 deildarleikjum frá 2013 til 2015. Matthías Vilhjálmsson kom til Rosenborg frá Start á miðju sumri 2015 og lék fyrsta hálfa tímabilið með Söderlund. Þeir höfðu einnig leikið saman hjá FH sumarið 2009. Matthías meiddist á hné í ágústlok á síðasta tímabili eftir að hafa skorað 15 mörk í 23 deildar- og bikarleikjum fram að því. Hann var þá markahæsti leikmaður Rosenborg en eftir að íslenski framherjinn meiddist þá fór Nicklas Bendtner í gang. Nicklas Bendtner skoraði 10 mörk í síðustu 10 deildarleikjum tímabilsins og endaði sem markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
Matthías Vilhjálmsson stóð sig frábærlega með Rosenborg á síðustu leiktíð en nú verður enn erfiðara fyrir íslenska framherjann að fá mínútur hjá norsku meisturunum á komandi tímabili þegar Matthías kemur til baka eftir krossbandaslitið. Samkeppni jókst nefnilega til mikilla muna í gær þegar Rosenborg keypti norska landsliðsframherjann Alexander Söderlund frá Saint-Etienne. Fyrir er danski landsliðsframherjinn Nicklas Bendtner. Alexander Söderlund skrifaði undir þriggja ára samning við Rosenborg. „Það er ótrúlega gott að koma til baka. Nú hlakka ég aftur til að fara á æfingar,“ sagði Söderlund við heimasíðu Rosenborg. „Ég hef heyrt að Nicklas sé mjög góður gaur og ég hlakka til að hitta hann á æfingum og spila með hinum,“ sagði Söderlund en hann minntist samt ekkert á Matthías. Matthías hefur sjálfur sett stefnuna að koma til baka um mitt sumar.#velkommenhjemhttps://t.co/hHVwhMQ603pic.twitter.com/8qgkwcG3xf — Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) February 1, 2018 Alexander Söderlund skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Lars Lagerback í 1-1 jafntefli á móti Tékkum í undankeppni HM í júní síðastliðnum en Bendtner hefur skorað 30 mörk fyrir danska landsliðið og það síðasta kom þegar Danir tryggði sér sæti í úrslitakeppni HM í Rússlandi. Söderlund er að koma aftur til Rosenborg þar sem hann skoraði 38 mörk í 63 deildarleikjum frá 2013 til 2015. Matthías Vilhjálmsson kom til Rosenborg frá Start á miðju sumri 2015 og lék fyrsta hálfa tímabilið með Söderlund. Þeir höfðu einnig leikið saman hjá FH sumarið 2009. Matthías meiddist á hné í ágústlok á síðasta tímabili eftir að hafa skorað 15 mörk í 23 deildar- og bikarleikjum fram að því. Hann var þá markahæsti leikmaður Rosenborg en eftir að íslenski framherjinn meiddist þá fór Nicklas Bendtner í gang. Nicklas Bendtner skoraði 10 mörk í síðustu 10 deildarleikjum tímabilsins og endaði sem markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira