Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. febrúar 2018 10:00 Arnar Birkir Hálfdánsson, leikmaður Fram í Olís-deild karla í handbolta, fékk rautt spjald fyrir litlar sakir í leik liðsins gegn Val á sunnudagskvöldið. Bjarni Viggósson, annari dómari leiksins, byrjaði á því að reka rangan mann af velli en Sigurður Örn Þorsteinsson, sem var ekki inn á þegar brotið átti sér stað, fékk reisupassann áður en Valsmenn bentu á réttan mann. „Best finnst mér að Valsararnir bentu dómurunum á því að gefa Arnari Birki rautt. Eru þeir farnir að ráða því hver er rekinn út úr húsinu?“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Það er út í hött að vita ekki hverjum á að gefa rautt. Það er bara kjánalegt,“ bætti Sigfús Sigurðsson við. „Þetta var ekki rautt spjald. Það er alveg deginum ljósara. Við getum bara byrjað þar,“ sagði Gunnar Berg. Leikurinn var mjög harður og höfðu dómararnir lítil sem engin tök á leiknum er gróf brot byrjuðu að líta dagsins ljós hjá báðum liðum. Þrátt fyrir að menn væru togaðir niður í loftinu og aðrir barðir í andlitið var eina rauða spjaldið í leiknum það sem Arnar Birkir fékk. „Dómararnir verða að setja línu þannig að menn séu ekki að ráðast á mótherjann. Menn eiga að vera grimmir og taka á hvorum öðrum en um leið og er verið að kýla menn í andlitið eða að taka þá niður í loftinu þarf að taka í taumana,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Arnar Birkir Hálfdánsson, leikmaður Fram í Olís-deild karla í handbolta, fékk rautt spjald fyrir litlar sakir í leik liðsins gegn Val á sunnudagskvöldið. Bjarni Viggósson, annari dómari leiksins, byrjaði á því að reka rangan mann af velli en Sigurður Örn Þorsteinsson, sem var ekki inn á þegar brotið átti sér stað, fékk reisupassann áður en Valsmenn bentu á réttan mann. „Best finnst mér að Valsararnir bentu dómurunum á því að gefa Arnari Birki rautt. Eru þeir farnir að ráða því hver er rekinn út úr húsinu?“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Það er út í hött að vita ekki hverjum á að gefa rautt. Það er bara kjánalegt,“ bætti Sigfús Sigurðsson við. „Þetta var ekki rautt spjald. Það er alveg deginum ljósara. Við getum bara byrjað þar,“ sagði Gunnar Berg. Leikurinn var mjög harður og höfðu dómararnir lítil sem engin tök á leiknum er gróf brot byrjuðu að líta dagsins ljós hjá báðum liðum. Þrátt fyrir að menn væru togaðir niður í loftinu og aðrir barðir í andlitið var eina rauða spjaldið í leiknum það sem Arnar Birkir fékk. „Dómararnir verða að setja línu þannig að menn séu ekki að ráðast á mótherjann. Menn eiga að vera grimmir og taka á hvorum öðrum en um leið og er verið að kýla menn í andlitið eða að taka þá niður í loftinu þarf að taka í taumana,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira