Gunnar: Úrslitaleikir framundan Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2018 18:59 Gunnar Magnússon þjálfari Hauka. vísir/anton „Við kláruðum leikinn eins og menn og náðum í þessi tvö stig sem eru í boði og það er það sem skiptir máli,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir þrettán marka sigur á Víkingum í Olís-deildinni í dag. Haukar leiddu 13-12 í hálfleik eftir að hafa verið komnir með fimm marka forystu í stöðunni 13-8. „Um leið og við náðum forskoti í fyrri hálfleik þá slökuðum við á. Þeir refsuðu okkur og við vorum fljótir að missa forystuna niður. Fyrir utan þennan tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik þá er ég ánægður með strákana. Menn sáu það í hálfleik að þeir gátu ekki sparað sig eins og þeir ætluðu sér. Við þurftum að gefa í og við kláruðum þetta á fyrstu 10-15 mínútunum í seinni hálfleik,“ bætti Gunnar við. Haukar eiga í harðri baráttu um heimavallarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar nú þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. „Þetta eru bara allt úrslitaleikir framundan. Við erum komnir á þann tíma ársins þar sem leikirnir skipta miklu máli og við megum ekkert misstíga okkur frekar en aðrir. Við förum í hvern leik sem úrslitaleik og ætlum okkur að ná eins mörgum stigum og við getum. Við þurfum að vera klárir í leikina framundan.“ Tjörvi Þorgeirsson leikstjórnandi Hauka var ekki með í dag en Gunnar sagði hann vera meiddan á hné og að hann hefði spilað meiddur í síðasta leik gegn Selfyssingum. „Við ákváðum að hvíla hann núna og sjá hvort við náum ekki að koma honum í stand aftur. Við sjáum til hvernig hann verður og skouðum stöðuna aftur á morgun.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Víkingur 32-19 | Haukur stungu af í síðari hálfleik Haukar unnu þrettán marka sigur á Víkingum þegar liðin mættust í Olís-deildinni á Ásvöllum í dag. Lokatölur urðu 32-19 eftir að staðan í hálfleik var 13-12. Haukar stungu af í seinni hálfleik og unnu sanngjarnan sigur. 25. febrúar 2018 19:15 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
„Við kláruðum leikinn eins og menn og náðum í þessi tvö stig sem eru í boði og það er það sem skiptir máli,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir þrettán marka sigur á Víkingum í Olís-deildinni í dag. Haukar leiddu 13-12 í hálfleik eftir að hafa verið komnir með fimm marka forystu í stöðunni 13-8. „Um leið og við náðum forskoti í fyrri hálfleik þá slökuðum við á. Þeir refsuðu okkur og við vorum fljótir að missa forystuna niður. Fyrir utan þennan tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik þá er ég ánægður með strákana. Menn sáu það í hálfleik að þeir gátu ekki sparað sig eins og þeir ætluðu sér. Við þurftum að gefa í og við kláruðum þetta á fyrstu 10-15 mínútunum í seinni hálfleik,“ bætti Gunnar við. Haukar eiga í harðri baráttu um heimavallarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar nú þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. „Þetta eru bara allt úrslitaleikir framundan. Við erum komnir á þann tíma ársins þar sem leikirnir skipta miklu máli og við megum ekkert misstíga okkur frekar en aðrir. Við förum í hvern leik sem úrslitaleik og ætlum okkur að ná eins mörgum stigum og við getum. Við þurfum að vera klárir í leikina framundan.“ Tjörvi Þorgeirsson leikstjórnandi Hauka var ekki með í dag en Gunnar sagði hann vera meiddan á hné og að hann hefði spilað meiddur í síðasta leik gegn Selfyssingum. „Við ákváðum að hvíla hann núna og sjá hvort við náum ekki að koma honum í stand aftur. Við sjáum til hvernig hann verður og skouðum stöðuna aftur á morgun.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Víkingur 32-19 | Haukur stungu af í síðari hálfleik Haukar unnu þrettán marka sigur á Víkingum þegar liðin mættust í Olís-deildinni á Ásvöllum í dag. Lokatölur urðu 32-19 eftir að staðan í hálfleik var 13-12. Haukar stungu af í seinni hálfleik og unnu sanngjarnan sigur. 25. febrúar 2018 19:15 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - Víkingur 32-19 | Haukur stungu af í síðari hálfleik Haukar unnu þrettán marka sigur á Víkingum þegar liðin mættust í Olís-deildinni á Ásvöllum í dag. Lokatölur urðu 32-19 eftir að staðan í hálfleik var 13-12. Haukar stungu af í seinni hálfleik og unnu sanngjarnan sigur. 25. febrúar 2018 19:15