Heimir: Áhættan fyrir mig er að íslenska landsliðið er risastórt og eftirsóknarvert þjálfarastarf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 13:45 Heimir Hallgrímsson ræðir málin við Carlos Quiroz sem þjálfar nú Íran. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fylgist með. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar að halda öllu opnu eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Hann vill sjá hvaða starfstilboð bjóðast honum fyrir utan íslenska landsliðið. „Áhættan fyrir mig er að íslenska landsliðið er risastórt og eftirsóknarvert þjálfarastarf. Það verða þjálfarar sem hafa samband og segjast vera tilbúnir að þjálfa íslenska landsliðið,“ sagði Heimir Hallgrímsson í netþættonum „Í Návígi með Gunnlaugi Jónssyni“ sem birtist á Fótbolta.net í dag. „Ég er í leiðinni að segja við Knattspyrnusambandið að því sé frjálst að skoða eitthvað annað. Ég er að setja mitt starf í hættu. Ég get ekki ætlast til þess að ég ráði því hvað Knattspyrnusambandið gerir,“ sagði Heimir. „Ég er búinn að vera lengi í þessu starfi en ég er langt í frá þreyttur á þessu. Mig langar að halda áfram. Framhaldið hjá karlalandsliðinu er geðveikt næstu ár," sagði Heimir ennfremur en hann segir að íslenska landsliðið hafi aldrei verið í betri stöðu hvað varðar að komast í lokakeppni Evrópukeppninnar. Heimir segist í viðtalinu að hann muni taka ákvörðun innan tveggja vikna eftir að HM í Rússlandi lýkur í sumar. Hann telur sig vera nú í stöðu til að taka skref erlendis sem ekki margir íslenskir þjálfarar hafa náð að taka. „Ég er í þeirri stöðu að kannski verður einhver eftirspurn og mig langar til að sjá hvað verður í boði,“ segir Heimir. „Mig langar að vera áfram og auðvitað myndi ég vilja hafa það þannig að ég gæti bara ákveðið það sjálfur eftir HM hvort ég verði áfram eða ekki. Samningurinn minn væri tilbúinn og enginn ráðinn í staðinn. Ég veit að þannig er þetta ekki í dag. Ég er að taka smá áhættu með því að fá að biðja um það að fá að bíða með þetta,“ segir Heimir en það er hægt að sjá allt viðtalið hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar að halda öllu opnu eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Hann vill sjá hvaða starfstilboð bjóðast honum fyrir utan íslenska landsliðið. „Áhættan fyrir mig er að íslenska landsliðið er risastórt og eftirsóknarvert þjálfarastarf. Það verða þjálfarar sem hafa samband og segjast vera tilbúnir að þjálfa íslenska landsliðið,“ sagði Heimir Hallgrímsson í netþættonum „Í Návígi með Gunnlaugi Jónssyni“ sem birtist á Fótbolta.net í dag. „Ég er í leiðinni að segja við Knattspyrnusambandið að því sé frjálst að skoða eitthvað annað. Ég er að setja mitt starf í hættu. Ég get ekki ætlast til þess að ég ráði því hvað Knattspyrnusambandið gerir,“ sagði Heimir. „Ég er búinn að vera lengi í þessu starfi en ég er langt í frá þreyttur á þessu. Mig langar að halda áfram. Framhaldið hjá karlalandsliðinu er geðveikt næstu ár," sagði Heimir ennfremur en hann segir að íslenska landsliðið hafi aldrei verið í betri stöðu hvað varðar að komast í lokakeppni Evrópukeppninnar. Heimir segist í viðtalinu að hann muni taka ákvörðun innan tveggja vikna eftir að HM í Rússlandi lýkur í sumar. Hann telur sig vera nú í stöðu til að taka skref erlendis sem ekki margir íslenskir þjálfarar hafa náð að taka. „Ég er í þeirri stöðu að kannski verður einhver eftirspurn og mig langar til að sjá hvað verður í boði,“ segir Heimir. „Mig langar að vera áfram og auðvitað myndi ég vilja hafa það þannig að ég gæti bara ákveðið það sjálfur eftir HM hvort ég verði áfram eða ekki. Samningurinn minn væri tilbúinn og enginn ráðinn í staðinn. Ég veit að þannig er þetta ekki í dag. Ég er að taka smá áhættu með því að fá að biðja um það að fá að bíða með þetta,“ segir Heimir en það er hægt að sjá allt viðtalið hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira