Heimir: Áhættan fyrir mig er að íslenska landsliðið er risastórt og eftirsóknarvert þjálfarastarf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 13:45 Heimir Hallgrímsson ræðir málin við Carlos Quiroz sem þjálfar nú Íran. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fylgist með. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar að halda öllu opnu eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Hann vill sjá hvaða starfstilboð bjóðast honum fyrir utan íslenska landsliðið. „Áhættan fyrir mig er að íslenska landsliðið er risastórt og eftirsóknarvert þjálfarastarf. Það verða þjálfarar sem hafa samband og segjast vera tilbúnir að þjálfa íslenska landsliðið,“ sagði Heimir Hallgrímsson í netþættonum „Í Návígi með Gunnlaugi Jónssyni“ sem birtist á Fótbolta.net í dag. „Ég er í leiðinni að segja við Knattspyrnusambandið að því sé frjálst að skoða eitthvað annað. Ég er að setja mitt starf í hættu. Ég get ekki ætlast til þess að ég ráði því hvað Knattspyrnusambandið gerir,“ sagði Heimir. „Ég er búinn að vera lengi í þessu starfi en ég er langt í frá þreyttur á þessu. Mig langar að halda áfram. Framhaldið hjá karlalandsliðinu er geðveikt næstu ár," sagði Heimir ennfremur en hann segir að íslenska landsliðið hafi aldrei verið í betri stöðu hvað varðar að komast í lokakeppni Evrópukeppninnar. Heimir segist í viðtalinu að hann muni taka ákvörðun innan tveggja vikna eftir að HM í Rússlandi lýkur í sumar. Hann telur sig vera nú í stöðu til að taka skref erlendis sem ekki margir íslenskir þjálfarar hafa náð að taka. „Ég er í þeirri stöðu að kannski verður einhver eftirspurn og mig langar til að sjá hvað verður í boði,“ segir Heimir. „Mig langar að vera áfram og auðvitað myndi ég vilja hafa það þannig að ég gæti bara ákveðið það sjálfur eftir HM hvort ég verði áfram eða ekki. Samningurinn minn væri tilbúinn og enginn ráðinn í staðinn. Ég veit að þannig er þetta ekki í dag. Ég er að taka smá áhættu með því að fá að biðja um það að fá að bíða með þetta,“ segir Heimir en það er hægt að sjá allt viðtalið hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar að halda öllu opnu eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Hann vill sjá hvaða starfstilboð bjóðast honum fyrir utan íslenska landsliðið. „Áhættan fyrir mig er að íslenska landsliðið er risastórt og eftirsóknarvert þjálfarastarf. Það verða þjálfarar sem hafa samband og segjast vera tilbúnir að þjálfa íslenska landsliðið,“ sagði Heimir Hallgrímsson í netþættonum „Í Návígi með Gunnlaugi Jónssyni“ sem birtist á Fótbolta.net í dag. „Ég er í leiðinni að segja við Knattspyrnusambandið að því sé frjálst að skoða eitthvað annað. Ég er að setja mitt starf í hættu. Ég get ekki ætlast til þess að ég ráði því hvað Knattspyrnusambandið gerir,“ sagði Heimir. „Ég er búinn að vera lengi í þessu starfi en ég er langt í frá þreyttur á þessu. Mig langar að halda áfram. Framhaldið hjá karlalandsliðinu er geðveikt næstu ár," sagði Heimir ennfremur en hann segir að íslenska landsliðið hafi aldrei verið í betri stöðu hvað varðar að komast í lokakeppni Evrópukeppninnar. Heimir segist í viðtalinu að hann muni taka ákvörðun innan tveggja vikna eftir að HM í Rússlandi lýkur í sumar. Hann telur sig vera nú í stöðu til að taka skref erlendis sem ekki margir íslenskir þjálfarar hafa náð að taka. „Ég er í þeirri stöðu að kannski verður einhver eftirspurn og mig langar til að sjá hvað verður í boði,“ segir Heimir. „Mig langar að vera áfram og auðvitað myndi ég vilja hafa það þannig að ég gæti bara ákveðið það sjálfur eftir HM hvort ég verði áfram eða ekki. Samningurinn minn væri tilbúinn og enginn ráðinn í staðinn. Ég veit að þannig er þetta ekki í dag. Ég er að taka smá áhættu með því að fá að biðja um það að fá að bíða með þetta,“ segir Heimir en það er hægt að sjá allt viðtalið hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira