Audi frumsýndi nýjan A6 Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2018 08:00 Audi A6 mun bjóðast með 201 hestafls og 2,0 lítra dísilvél og 3,0 lítra V6 dísilvél í bæði 228 og 286 hestafla útgáfum. Audi fylgdi eftir nýjum A8 og A7 bílum með frumsýningu á nýjum Audi A6 og fær hann greinilega talsvert lánað frá ytra útliti A8 bílsins, enda hönnuður bílanna allra hinn nýi hönnuður Audi, Marc Lichte. Það er ekki leiðum að líkjast þar og vakti gripurinn eðlilega mikla athygli. Einna athygliverðast við nýjan Audi A6 er að allar gerðir hans fá svokallað „mild-hybrid“ kerfi sem hjálpar brunavélunum og minnkar eyðslu og mengun. Audi A6 mun bjóðast með 201 hestafls og 2,0 lítra dísilvél og 3,0 lítra V6 dísilvél í bæði 228 og 286 hestafla útgáfum. Hann verður líka í boði með 335 hestafla og 3,0 lítra V6 bensínvél. Seinna meir mun A6 líka bjóðast með 2,0 lítra bensínvél að sögn Audi manna í Genf. Það eru ekki bara mikil umskipti í vélaframboði því undirvagninn er nýr og gerður að miklu leyti úr áli og bíllinn mun einnig bjóðast á loftpúðafjöðrun. Þá mun hann einnig bjóðast með fjórhjólastýringu sem minnkar snúningshring bílsins um 1,1 metra og eykur stöðugleika hans á miklum hraða. Að innan minnir einnig margt á nýjan Audi A8 og mikið af nýrri tækni í bílnum er frá hinum stærri komið. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent
Audi fylgdi eftir nýjum A8 og A7 bílum með frumsýningu á nýjum Audi A6 og fær hann greinilega talsvert lánað frá ytra útliti A8 bílsins, enda hönnuður bílanna allra hinn nýi hönnuður Audi, Marc Lichte. Það er ekki leiðum að líkjast þar og vakti gripurinn eðlilega mikla athygli. Einna athygliverðast við nýjan Audi A6 er að allar gerðir hans fá svokallað „mild-hybrid“ kerfi sem hjálpar brunavélunum og minnkar eyðslu og mengun. Audi A6 mun bjóðast með 201 hestafls og 2,0 lítra dísilvél og 3,0 lítra V6 dísilvél í bæði 228 og 286 hestafla útgáfum. Hann verður líka í boði með 335 hestafla og 3,0 lítra V6 bensínvél. Seinna meir mun A6 líka bjóðast með 2,0 lítra bensínvél að sögn Audi manna í Genf. Það eru ekki bara mikil umskipti í vélaframboði því undirvagninn er nýr og gerður að miklu leyti úr áli og bíllinn mun einnig bjóðast á loftpúðafjöðrun. Þá mun hann einnig bjóðast með fjórhjólastýringu sem minnkar snúningshring bílsins um 1,1 metra og eykur stöðugleika hans á miklum hraða. Að innan minnir einnig margt á nýjan Audi A8 og mikið af nýrri tækni í bílnum er frá hinum stærri komið.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent