Handtekinn grunaður um að hafa stolið Óskarsstyttu Frances McDormand Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2018 22:15 Frances McDormand á Óskarnum í gær en styttan góða er við hlið hennar. vísir/getty Terry Bryant, 47 ára gamall maður, var handtekinn í morgun grunaður um að hafa stolið Óskarsverðlaunastyttu leikkonunnar Frances McDormand. McDormand fékk styttuna á Óskarsverðlaununum í nótt en hún var valin besta leikkona ársins í aðalhlutverki. Í frétt Guardian segir að maðurinn hafi sett mynd af sér með styttuna á Facebook þar sem hann gortaði sig af því að hafa unnið Óskarinn fyrir bestu tónlist. Hann var skömmu síðar handtekinn grunaður um meiriháttar þjófnað í Governors Ball-veislunni sem ávallt er haldin eftir Óskarsverðlaunin. Lögreglan í Los Angeles segir að Bryant hafi keypt miða í veisluna. Bryant setti inn myndband á Facebook-síðuna þar sem hann sýndi styttuna „sína“ og tók við hamingjuóskum. Talið er að hann hafi stolið styttu McDormand af borðinu hennar þegar hún var annars staðar í veislunni að fagna með vinum og vandamönnum. Blaðamaður New York Times, Cara Buckley, setti síðan mynd af Bryant á Twitter og sagði að ljósmyndari í veislunni hefði stoppað manninn og tekið af honum styttuna. „Eftir stuttan aðskilnað eru Frances og Óskarinn hennar nú hamingjusöm saman á ný. Þau fögnuðu endurfundunum með tvöföldum ostborgara frá In-N-Out Burger,“ sagði talsmaður McDormand, Simon Halls. Þetta er í annað sinn sem McDormand vinnur Óskar fyrir bestu leikkonuna en fyrra skiptið var fyrir myndina Fargo árið 1996. Kraftmikil ræða hennar þegar hún tók við verðlaununum hefur vakið mikla athygli en þar kallaði hún eftir jafnrétti í Hollywood, ekki bara í orði heldur á borði.Security at the Governors Ball are looking for this guy, who grabbed Frances McDormand's Oscar and ran out with it. Wolfgang Puck's photographer stopped him, got the Oscar back, and the guy disappeared back into the ball. Apparently Frances has said to let him go. #Oscars #Drama pic.twitter.com/5tlsx4Ulwt— Cara Buckley (@caraNYT) March 5, 2018 Óskarinn Tengdar fréttir Kimmel fór á kostum í upphafsræðunni: „Þurfum fleiri typpalausa karlmenn“ Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 11:00 Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
Terry Bryant, 47 ára gamall maður, var handtekinn í morgun grunaður um að hafa stolið Óskarsverðlaunastyttu leikkonunnar Frances McDormand. McDormand fékk styttuna á Óskarsverðlaununum í nótt en hún var valin besta leikkona ársins í aðalhlutverki. Í frétt Guardian segir að maðurinn hafi sett mynd af sér með styttuna á Facebook þar sem hann gortaði sig af því að hafa unnið Óskarinn fyrir bestu tónlist. Hann var skömmu síðar handtekinn grunaður um meiriháttar þjófnað í Governors Ball-veislunni sem ávallt er haldin eftir Óskarsverðlaunin. Lögreglan í Los Angeles segir að Bryant hafi keypt miða í veisluna. Bryant setti inn myndband á Facebook-síðuna þar sem hann sýndi styttuna „sína“ og tók við hamingjuóskum. Talið er að hann hafi stolið styttu McDormand af borðinu hennar þegar hún var annars staðar í veislunni að fagna með vinum og vandamönnum. Blaðamaður New York Times, Cara Buckley, setti síðan mynd af Bryant á Twitter og sagði að ljósmyndari í veislunni hefði stoppað manninn og tekið af honum styttuna. „Eftir stuttan aðskilnað eru Frances og Óskarinn hennar nú hamingjusöm saman á ný. Þau fögnuðu endurfundunum með tvöföldum ostborgara frá In-N-Out Burger,“ sagði talsmaður McDormand, Simon Halls. Þetta er í annað sinn sem McDormand vinnur Óskar fyrir bestu leikkonuna en fyrra skiptið var fyrir myndina Fargo árið 1996. Kraftmikil ræða hennar þegar hún tók við verðlaununum hefur vakið mikla athygli en þar kallaði hún eftir jafnrétti í Hollywood, ekki bara í orði heldur á borði.Security at the Governors Ball are looking for this guy, who grabbed Frances McDormand's Oscar and ran out with it. Wolfgang Puck's photographer stopped him, got the Oscar back, and the guy disappeared back into the ball. Apparently Frances has said to let him go. #Oscars #Drama pic.twitter.com/5tlsx4Ulwt— Cara Buckley (@caraNYT) March 5, 2018
Óskarinn Tengdar fréttir Kimmel fór á kostum í upphafsræðunni: „Þurfum fleiri typpalausa karlmenn“ Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 11:00 Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
Kimmel fór á kostum í upphafsræðunni: „Þurfum fleiri typpalausa karlmenn“ Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 11:00
Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15