Sögðu skilið við plaströr um helgina Guðný Hrönn skrifar 5. mars 2018 07:00 Geoffrey Þór Huntington-Williams hefur umsjón með rekstri Priksins, Húrra og Bravó. Margt fólk og fyrirtæki reyna nú að draga úr plastnotkun með ýmsum hætti til að sporna gegn plastmengun sem er stórt vandamál víða um heim. Sem dæmi um fyrirtæki sem tók nýverið skref í átt að minni plastnotkun má nefna Mjólkursamsöluna. „Nú tökum við aftur jákvætt skref í umhverfismálum og drögum úr plastnotkun með því að hætta að setja rör á G-mjólkina. Minna plast og enn auðveldara að skila til endurvinnslu,“ sagði í tilkynningu MS sem birtist seint í síðasta mánuð. Dæmi um önnur fyrirtæki sem vinna nú að því að minnka plast eru veitinga- og skemmtistaðirnir Prikið, Húrra og Bravó en um helgina var tilkynnt að á þeim stöðum væri hætt að bjóða viðskiptavinum upp á sogrör úr plasti. Áætlað er að áður hafi um 20.000 plaströr endað í ruslinu á mánuði á þessum stöðum. „Ef við tökum bara Prikið, þá eru það um 1.500-2.000 rör sem sparast á viku,“ segir Geoffrey Þór Huntington-Williams, framkvæmdastjóri Priksins. „Og ef við tökum Bravó og Húrra með í dæmið líka, þá er þetta rosalegt magn sogröra á mánuði,“ segir Geoffrey sem hefur einnig yfirumsjón með rekstri Bravó og Húrra.Ógrynni einnota sogröra úr plasti fer í ruslið á degi hverjum. Vonandi munu slík plaströr heyra sögunni til í framtíðinni.Vísir/gettyGeoffrey segir starfsfólk Priksins stöðugt vera að leita leiða til þess að minnka sorp. „Við erum alltaf að reyna að taka skref í rétta átt og þetta er mjög eðlileg þróun,“ útskýrir hann. Hann segir fyrstu viðbrögð vera góð. „Viðbrögðin hafa verið vægast sagt góð, þetta er eitthvað sem fólk vill.“ Geoffrey bætir við að það fólk sem þarf á sogrörum að halda geti fengið papparör. „Auðvitað verða einhver rör í boði fyrir það fólk með vantar nauðsynlega rör, til dæmis ung börn og annað fólk sem á erfitt með að drekka úr glasi, þá bjóðum við upp á papparör í staðinn. Svo hefur fólk sagt okkur frá fjölnota málmrörum og við erum að skoða þetta allt saman. En við tökum allavega plastið út.“ Spurður út í hvort hann sjái fyrir sér að aðrar og svipaðar breytingar verði gerðar á þessum stöðum á næstu misserum segir hann: „Það er ekkert ákveðið en við höldum alltaf áfram því þetta eru kannski litlir hlutir og litlar ákvarðanir sem geta skilað miklu.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Margt fólk og fyrirtæki reyna nú að draga úr plastnotkun með ýmsum hætti til að sporna gegn plastmengun sem er stórt vandamál víða um heim. Sem dæmi um fyrirtæki sem tók nýverið skref í átt að minni plastnotkun má nefna Mjólkursamsöluna. „Nú tökum við aftur jákvætt skref í umhverfismálum og drögum úr plastnotkun með því að hætta að setja rör á G-mjólkina. Minna plast og enn auðveldara að skila til endurvinnslu,“ sagði í tilkynningu MS sem birtist seint í síðasta mánuð. Dæmi um önnur fyrirtæki sem vinna nú að því að minnka plast eru veitinga- og skemmtistaðirnir Prikið, Húrra og Bravó en um helgina var tilkynnt að á þeim stöðum væri hætt að bjóða viðskiptavinum upp á sogrör úr plasti. Áætlað er að áður hafi um 20.000 plaströr endað í ruslinu á mánuði á þessum stöðum. „Ef við tökum bara Prikið, þá eru það um 1.500-2.000 rör sem sparast á viku,“ segir Geoffrey Þór Huntington-Williams, framkvæmdastjóri Priksins. „Og ef við tökum Bravó og Húrra með í dæmið líka, þá er þetta rosalegt magn sogröra á mánuði,“ segir Geoffrey sem hefur einnig yfirumsjón með rekstri Bravó og Húrra.Ógrynni einnota sogröra úr plasti fer í ruslið á degi hverjum. Vonandi munu slík plaströr heyra sögunni til í framtíðinni.Vísir/gettyGeoffrey segir starfsfólk Priksins stöðugt vera að leita leiða til þess að minnka sorp. „Við erum alltaf að reyna að taka skref í rétta átt og þetta er mjög eðlileg þróun,“ útskýrir hann. Hann segir fyrstu viðbrögð vera góð. „Viðbrögðin hafa verið vægast sagt góð, þetta er eitthvað sem fólk vill.“ Geoffrey bætir við að það fólk sem þarf á sogrörum að halda geti fengið papparör. „Auðvitað verða einhver rör í boði fyrir það fólk með vantar nauðsynlega rör, til dæmis ung börn og annað fólk sem á erfitt með að drekka úr glasi, þá bjóðum við upp á papparör í staðinn. Svo hefur fólk sagt okkur frá fjölnota málmrörum og við erum að skoða þetta allt saman. En við tökum allavega plastið út.“ Spurður út í hvort hann sjái fyrir sér að aðrar og svipaðar breytingar verði gerðar á þessum stöðum á næstu misserum segir hann: „Það er ekkert ákveðið en við höldum alltaf áfram því þetta eru kannski litlir hlutir og litlar ákvarðanir sem geta skilað miklu.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira