Enski og skoski landsliðsþjálfarinn berjast um leikmann Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 11:30 Scott McTominay. Vísir/Getty Scott McTominay hefur stimplað sig inn í lið Manchester United á þessu tímabili en þessi 21 árs gamli strákur er uppalinn hjá United og hefur verið þar í sextán ár. Jose Mourinho hefur notað hann inn á miðju Manchester United að undanförnu og nú vilja bæði landsliðsþjálfari Englands og landsliðsþjálfari Skotlands fá strákinn í sitt landslið. Það lítur úr fyrir að landsliðsþjálfarnir séu nú báðir að hefja herferð með það markmið að sannfæra strákinn um að velja frekar sitt landslið. Enska landsliðið er á leiðinni á HM í Rússlandi í sumar en Skotar sátu eftir með sárt ennið. Scott McTominay mun hitta Alex McLeish, þjálfara skoska landsliðsins, á fimmtudaginn kemur og þá ætlar Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, að mæta á æfingasvæði Manchester United í dag til að ræða við McTominay.or? Man Utd's Scott McTominay met Scotland boss Alex McLeish on Thursday with Gareth Southgate poised to meet with him today. Read morehttps://t.co/J4aGOlLhvF#MUFCpic.twitter.com/hKpwwpkglR — BBC Sport (@BBCSport) March 2, 2018 Scott McTominay hefur ekki leikið landsleik á ferlinum. Hann er fæddur í Lancaster í Englandi en faðir hans er skoskur sem gefur honum tækifæri til að spila frekar fyrir skoska landsliðið. Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Scott McTominay var frekar í byrjunarliði Manchester United heldur en 89 milljón punda maðurinn Paul Pogba þegar liðið spilaði sinn fyrri leik á móti Sevilla í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Scott McTominay hefur leikið alls 17 leiki á leiktíðinni en hann hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu þremur leikjum. Jose Mourinho lét hann fylgja eftir Eden Hazard í leiknum á móti Chelsea um síðustu helgi. Scott McTominay kom til Manchester United þegar hann var aðeins fimm ára en í október skrifaði hann undir nýjan samning sem heldur honum hjá félaginu til ársins 2021. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira
Scott McTominay hefur stimplað sig inn í lið Manchester United á þessu tímabili en þessi 21 árs gamli strákur er uppalinn hjá United og hefur verið þar í sextán ár. Jose Mourinho hefur notað hann inn á miðju Manchester United að undanförnu og nú vilja bæði landsliðsþjálfari Englands og landsliðsþjálfari Skotlands fá strákinn í sitt landslið. Það lítur úr fyrir að landsliðsþjálfarnir séu nú báðir að hefja herferð með það markmið að sannfæra strákinn um að velja frekar sitt landslið. Enska landsliðið er á leiðinni á HM í Rússlandi í sumar en Skotar sátu eftir með sárt ennið. Scott McTominay mun hitta Alex McLeish, þjálfara skoska landsliðsins, á fimmtudaginn kemur og þá ætlar Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, að mæta á æfingasvæði Manchester United í dag til að ræða við McTominay.or? Man Utd's Scott McTominay met Scotland boss Alex McLeish on Thursday with Gareth Southgate poised to meet with him today. Read morehttps://t.co/J4aGOlLhvF#MUFCpic.twitter.com/hKpwwpkglR — BBC Sport (@BBCSport) March 2, 2018 Scott McTominay hefur ekki leikið landsleik á ferlinum. Hann er fæddur í Lancaster í Englandi en faðir hans er skoskur sem gefur honum tækifæri til að spila frekar fyrir skoska landsliðið. Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Scott McTominay var frekar í byrjunarliði Manchester United heldur en 89 milljón punda maðurinn Paul Pogba þegar liðið spilaði sinn fyrri leik á móti Sevilla í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Scott McTominay hefur leikið alls 17 leiki á leiktíðinni en hann hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu þremur leikjum. Jose Mourinho lét hann fylgja eftir Eden Hazard í leiknum á móti Chelsea um síðustu helgi. Scott McTominay kom til Manchester United þegar hann var aðeins fimm ára en í október skrifaði hann undir nýjan samning sem heldur honum hjá félaginu til ársins 2021.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira