VAR gæti ráðið örlögum íslensku strákanna á HM í sumar: „Er bara eins og lítið barn ennþá“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 13:30 Frá leik Íslands og Frakklands á EM 2016. Vísir/Getty Myndbandadómararnir hafa komið með látum inn í alþjóðlega fótboltann í vetur og boðið upp á umdeilda dóma og skrýtnar ákvarðanir sem hafa oft ruglað áhorfendur, leikmenn og þjálfara í ríminu. Fyrir vikið hefur komið upp hávær umræða um hvort að það sé eitthvað vit í því að vera nota myndbandadómara nú þegar þeir gera hver mistökin á fætur öðrum. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, mun þó ekki láta þessa byrjunarerfiðleika stoppa sig í því að innleiða myndbandadómarakerfið strax á heimsmeistaramótinu í ár. Framundan er HM í Rússlandi í sumar og þar verða myndbandadómarar. VAR kerfið var kynnt fyrir þátttakendunum frá þjóðunum 32 í sérstakri HM-vinnustofu sem fór fram í Sotsjí í vikunni. Með því er ljóst að það er aðeins formsatriði að staðfesta veru VAR á HM 2018. Meðal gesta á vinnustofunni var Heimir Hallgrímsson sem gæti lent í því í sumar að myndbandadómari verði örlagavaldur íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi.Premier League clubs are not expected to introduce VAR next season, even if football's lawmakers approve them on Saturday. Full story: https://t.co/4h2Kjq2wfhpic.twitter.com/b8XLot3ez1 — BBC Sport (@BBCSport) March 2, 2018 Það er búist við því að FIFA gefi það formlega út á morgun laugardag eftir fund IFAB sem er nefndin sem ræður leikreglum fótboltans. Fulltrúar ensku úrvalsdeildarinnar hafa meiri áhyggjur en margir aðrir enda hefur tilraunin í ensku bikarkeppninni ekki gengið vel. Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins og fyrrum starfsmaður Manchester United, segir að myndbandakerfið sé táknmynd þess að heimurinn er að þróast og breytast. Tæknin er nú allstaðar og líka í fótobltanum. „Það er augljóst að fótboltinn getur ekki farið inn í framtíðina með lokuð augun fyrir tækninýjungum og því sem er í gangi í kringum okkur,“ sagði Carlos Queiroz í viðtali við Dagbladet. „VAR er bara eins og lítið barn ennþá en fótboltinn er búinn að vera til í meira en hundrað ár. VAR fæddist fyrir fimm árum. Þetta mun líta miklu betur út eftir tíu eða fimmtán ár,“ sagði Queiroz og bendir á hvernig myndbandatæknin hefur verið notuð í tennis. Mesta gagnrýnin á VAR hefur verið í kringum upplýsingaflæðið og útskýringarnar og auðvitað þarf líka að stytta tímann sem það tekur að fara yfir ákveðin atriði. Það má búast við því að FIFA kynni kerfið betur í aðdraganda HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira
Myndbandadómararnir hafa komið með látum inn í alþjóðlega fótboltann í vetur og boðið upp á umdeilda dóma og skrýtnar ákvarðanir sem hafa oft ruglað áhorfendur, leikmenn og þjálfara í ríminu. Fyrir vikið hefur komið upp hávær umræða um hvort að það sé eitthvað vit í því að vera nota myndbandadómara nú þegar þeir gera hver mistökin á fætur öðrum. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, mun þó ekki láta þessa byrjunarerfiðleika stoppa sig í því að innleiða myndbandadómarakerfið strax á heimsmeistaramótinu í ár. Framundan er HM í Rússlandi í sumar og þar verða myndbandadómarar. VAR kerfið var kynnt fyrir þátttakendunum frá þjóðunum 32 í sérstakri HM-vinnustofu sem fór fram í Sotsjí í vikunni. Með því er ljóst að það er aðeins formsatriði að staðfesta veru VAR á HM 2018. Meðal gesta á vinnustofunni var Heimir Hallgrímsson sem gæti lent í því í sumar að myndbandadómari verði örlagavaldur íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi.Premier League clubs are not expected to introduce VAR next season, even if football's lawmakers approve them on Saturday. Full story: https://t.co/4h2Kjq2wfhpic.twitter.com/b8XLot3ez1 — BBC Sport (@BBCSport) March 2, 2018 Það er búist við því að FIFA gefi það formlega út á morgun laugardag eftir fund IFAB sem er nefndin sem ræður leikreglum fótboltans. Fulltrúar ensku úrvalsdeildarinnar hafa meiri áhyggjur en margir aðrir enda hefur tilraunin í ensku bikarkeppninni ekki gengið vel. Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins og fyrrum starfsmaður Manchester United, segir að myndbandakerfið sé táknmynd þess að heimurinn er að þróast og breytast. Tæknin er nú allstaðar og líka í fótobltanum. „Það er augljóst að fótboltinn getur ekki farið inn í framtíðina með lokuð augun fyrir tækninýjungum og því sem er í gangi í kringum okkur,“ sagði Carlos Queiroz í viðtali við Dagbladet. „VAR er bara eins og lítið barn ennþá en fótboltinn er búinn að vera til í meira en hundrað ár. VAR fæddist fyrir fimm árum. Þetta mun líta miklu betur út eftir tíu eða fimmtán ár,“ sagði Queiroz og bendir á hvernig myndbandatæknin hefur verið notuð í tennis. Mesta gagnrýnin á VAR hefur verið í kringum upplýsingaflæðið og útskýringarnar og auðvitað þarf líka að stytta tímann sem það tekur að fara yfir ákveðin atriði. Það má búast við því að FIFA kynni kerfið betur í aðdraganda HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira