Búa til krúsir í baráttu gegn krabba Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2018 20:00 Vinkonurnar fimm eru í frumkvöðlaáfanga í Verzlunarskólanum þar sem verkefnið er að stofna fyrirtæki og framleiða vöru. Þær ákváðu að búa til hundrað keramikbolla, selja þá á fimm þúsund krónur stykkið og láta ágóðann renna til Krabbameinsfélagsins. Málefnið stendur þeim nærri en móðir einnar þeirra, Önnu Maríu Pálsdóttur, hefur greinst með krabbamein í brjósti tvisvar sinnum. „Svo það sem skýrði að hún fengi krabbamein svona ört er að núna 2017 greindist hún með gallað bracca 1 gen,“ segir Anna María sem er að sjálfsögðu meðvituð um að hún gæti sjálf borið genið. „Ég þarf að vera undir eftirliti og bróðir minn líka.“ Móðir Elfu Falsdóttur háir baráttu við krabbamein þessa dagana og er í erfiðri lyfjameðferð. „Hún er með eitlakrabbamein sem hafði dreift sér í bein sem gerði þetta alvarlegra en það hefði þurft að vera,“ segir Elfa. Stelpunum fannst því við hæfi að láta orðið Von standa á botninum á bollunum. „Þetta er stutt orð en hefur mikla þýðingu fyrir marga, aðstandendur og þá sem eru að kljást við þetta“ segir Anna María.Á botninum stendur Von - sem er eitthvað sem aðstandendur og þeir sem berjast við krabbamein þurfa að hafa nóg af, að mati stúlknanna.vísir/einarSetja hjartað í framleiðsluna Til að gera bolla þarf að gera mót, setja leirinn í, láta þorna, taka úr móti, láta þorna aftur, fínpússa og setja í hrábrennslu. Svo þarf að mála hvern bolla með níu umferðum og setja hann tvisvar í brennslu. Frænka Önnu Maríu, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, starfar við keramikgerð og hefur hjálpað stelpunum við verkefnið. „Við hefðum ekki getað ímyndað okkur hve flókið þetta ferli er og við erum búnar að læra heilmikið af henni," segir Anna María og segist ekki sjá eftir þeim tíma sem verkefnið hefur tekið. „Við stefnum á hálfa milljón og erum að styrkja Krabbameinsfélagið. Þannig að það verður bara geggjað að afhenda þennan pening og þá verður þetta allt þess virði," segir hún. Elfa bætir við að það sé líka huggulegt og gaman að mála og dunda með bestu vinkonum sínum. „Við setjum mikla tilfinningu í að gera þessa bolla og það er mikil einlægni í gangi," segir hún. Nú þegar hafa fjörutíu manns pantað bolla án þess að einn einasti bolli sé tilbúinn. Fólk hefur sent skilaboð á Facebook- eða Instagramsíðu verkefnisins en stelpurnar hafa ekki auglýst bollana. „Við erum smá stressaðar þegar við förum að auglýsa að það sé hægt að kaupa að við eigum ekki nóg af bollum. Við þurfum að spýta í lófana og herða á framleiðslunni. Jafnvel framleiða meira en þessi hundrað stykki," segir Elfa. Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Vinkonurnar fimm eru í frumkvöðlaáfanga í Verzlunarskólanum þar sem verkefnið er að stofna fyrirtæki og framleiða vöru. Þær ákváðu að búa til hundrað keramikbolla, selja þá á fimm þúsund krónur stykkið og láta ágóðann renna til Krabbameinsfélagsins. Málefnið stendur þeim nærri en móðir einnar þeirra, Önnu Maríu Pálsdóttur, hefur greinst með krabbamein í brjósti tvisvar sinnum. „Svo það sem skýrði að hún fengi krabbamein svona ört er að núna 2017 greindist hún með gallað bracca 1 gen,“ segir Anna María sem er að sjálfsögðu meðvituð um að hún gæti sjálf borið genið. „Ég þarf að vera undir eftirliti og bróðir minn líka.“ Móðir Elfu Falsdóttur háir baráttu við krabbamein þessa dagana og er í erfiðri lyfjameðferð. „Hún er með eitlakrabbamein sem hafði dreift sér í bein sem gerði þetta alvarlegra en það hefði þurft að vera,“ segir Elfa. Stelpunum fannst því við hæfi að láta orðið Von standa á botninum á bollunum. „Þetta er stutt orð en hefur mikla þýðingu fyrir marga, aðstandendur og þá sem eru að kljást við þetta“ segir Anna María.Á botninum stendur Von - sem er eitthvað sem aðstandendur og þeir sem berjast við krabbamein þurfa að hafa nóg af, að mati stúlknanna.vísir/einarSetja hjartað í framleiðsluna Til að gera bolla þarf að gera mót, setja leirinn í, láta þorna, taka úr móti, láta þorna aftur, fínpússa og setja í hrábrennslu. Svo þarf að mála hvern bolla með níu umferðum og setja hann tvisvar í brennslu. Frænka Önnu Maríu, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, starfar við keramikgerð og hefur hjálpað stelpunum við verkefnið. „Við hefðum ekki getað ímyndað okkur hve flókið þetta ferli er og við erum búnar að læra heilmikið af henni," segir Anna María og segist ekki sjá eftir þeim tíma sem verkefnið hefur tekið. „Við stefnum á hálfa milljón og erum að styrkja Krabbameinsfélagið. Þannig að það verður bara geggjað að afhenda þennan pening og þá verður þetta allt þess virði," segir hún. Elfa bætir við að það sé líka huggulegt og gaman að mála og dunda með bestu vinkonum sínum. „Við setjum mikla tilfinningu í að gera þessa bolla og það er mikil einlægni í gangi," segir hún. Nú þegar hafa fjörutíu manns pantað bolla án þess að einn einasti bolli sé tilbúinn. Fólk hefur sent skilaboð á Facebook- eða Instagramsíðu verkefnisins en stelpurnar hafa ekki auglýst bollana. „Við erum smá stressaðar þegar við förum að auglýsa að það sé hægt að kaupa að við eigum ekki nóg af bollum. Við þurfum að spýta í lófana og herða á framleiðslunni. Jafnvel framleiða meira en þessi hundrað stykki," segir Elfa.
Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira