Gamalt lag sem fékk nýjan hljóm Benedikt Bóas skrifar 12. mars 2018 10:00 Stefán á rjúpum í Mývatnssveit þar sem hluti textans fæddist við lagið Flóttamaður sem nú hljómar á útvarpsstöðvum landsins. Planið var að gera sólóplötu áður en ég yrði þrítugur. Það er löngu liðið en tímasetningin hentaði og ég ákvað að kýla bara á þetta núna,“ segir Stefán Jakobsson en lagið Flóttamaður byrjaði að hljóma á útvarpsstöðum landsins fyrir helgi. Lagið er fyrsta af áætlaðri sólóplötu sem hann ætlar að gefa út með vorinu. Hann er nánast tilbúinn með 10 lög og ætlar að safna fyrir plötunni á Karolinafund. Stefán er söngvari hljómsveitarinnar Dimmu og þar hefur hann róið öllum árum að því að skapa sér stórt nafn. „Dimma er búin að vera á fullu síðan 2011, gefa út þrjár breiðskífur, taka þátt í tónleikum og fleiru með Bubba Morthens og ýmislegt fleira þannig að núna er skipið á floti og siglir áfram þöndum seglum. Það eru fullt af verkefnum með Dimmu fram undan en mér fannst stundin vera núna að gera þessa plötu.“ Hann segir að sér finnist betra að gera plötu með öðrum og líti á sig frekar sem verkstjóra en einhvern harðstjóra. „Það koma margir að því að móta músíkina. Biggi trommari hefur sitt að segja með trommurnar og sama gildir um Hálfdán með bassann. Þetta eru reynslumiklir menn úr bransanum sem hafa snert á miklu og hafa grunn í að vera skapandi í allar áttir. Ég leyfi þeim að njóta sín því þeirra hugmyndir eru yfirleitt miklu betri en mínar,“ bendir hann á. Fleiri lög eru væntanleg af komandi plötu í spilun en Stefán hefur samið flest sitt í samstarfi með Halldór Á. Björnsson. Birgir Jónsson slær á trommur, Hálfdán Árnason plokkar bassann og Birkir Rafn gítarinn. „Flóttamaður er gamalt lag, um 25 ára. Fyrst ætlaði ég að hafa plötuna á ensku en það var algjör vitleysa að syngja á útlensku.“ Stefán ætlar að fylgja plötunni eftir með því að spila á sem flestum stöðum í sumar. Trúlega eftir að Ísland lyftir HM styttunni í Rússlandi. „Tónlistin er ævintýragjörn, blaut og köld en samt svo falleg og hlý. Þetta eru 10 lög sem eru klár og þau hafa öll sín einkenni. Planið er að fylgja plötunni eftir með því að spila í því bæjarfélagi þar sem maður hefur átt bensín til að drífa í. Ætli það verði ekki eftir HM en fyrir Eistnaflug. Þá verða allir enn í stuði eftir að Ísland hefur orðið heimsmeistari.“ Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Planið var að gera sólóplötu áður en ég yrði þrítugur. Það er löngu liðið en tímasetningin hentaði og ég ákvað að kýla bara á þetta núna,“ segir Stefán Jakobsson en lagið Flóttamaður byrjaði að hljóma á útvarpsstöðum landsins fyrir helgi. Lagið er fyrsta af áætlaðri sólóplötu sem hann ætlar að gefa út með vorinu. Hann er nánast tilbúinn með 10 lög og ætlar að safna fyrir plötunni á Karolinafund. Stefán er söngvari hljómsveitarinnar Dimmu og þar hefur hann róið öllum árum að því að skapa sér stórt nafn. „Dimma er búin að vera á fullu síðan 2011, gefa út þrjár breiðskífur, taka þátt í tónleikum og fleiru með Bubba Morthens og ýmislegt fleira þannig að núna er skipið á floti og siglir áfram þöndum seglum. Það eru fullt af verkefnum með Dimmu fram undan en mér fannst stundin vera núna að gera þessa plötu.“ Hann segir að sér finnist betra að gera plötu með öðrum og líti á sig frekar sem verkstjóra en einhvern harðstjóra. „Það koma margir að því að móta músíkina. Biggi trommari hefur sitt að segja með trommurnar og sama gildir um Hálfdán með bassann. Þetta eru reynslumiklir menn úr bransanum sem hafa snert á miklu og hafa grunn í að vera skapandi í allar áttir. Ég leyfi þeim að njóta sín því þeirra hugmyndir eru yfirleitt miklu betri en mínar,“ bendir hann á. Fleiri lög eru væntanleg af komandi plötu í spilun en Stefán hefur samið flest sitt í samstarfi með Halldór Á. Björnsson. Birgir Jónsson slær á trommur, Hálfdán Árnason plokkar bassann og Birkir Rafn gítarinn. „Flóttamaður er gamalt lag, um 25 ára. Fyrst ætlaði ég að hafa plötuna á ensku en það var algjör vitleysa að syngja á útlensku.“ Stefán ætlar að fylgja plötunni eftir með því að spila á sem flestum stöðum í sumar. Trúlega eftir að Ísland lyftir HM styttunni í Rússlandi. „Tónlistin er ævintýragjörn, blaut og köld en samt svo falleg og hlý. Þetta eru 10 lög sem eru klár og þau hafa öll sín einkenni. Planið er að fylgja plötunni eftir með því að spila í því bæjarfélagi þar sem maður hefur átt bensín til að drífa í. Ætli það verði ekki eftir HM en fyrir Eistnaflug. Þá verða allir enn í stuði eftir að Ísland hefur orðið heimsmeistari.“
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira