Gamalt lag sem fékk nýjan hljóm Benedikt Bóas skrifar 12. mars 2018 10:00 Stefán á rjúpum í Mývatnssveit þar sem hluti textans fæddist við lagið Flóttamaður sem nú hljómar á útvarpsstöðvum landsins. Planið var að gera sólóplötu áður en ég yrði þrítugur. Það er löngu liðið en tímasetningin hentaði og ég ákvað að kýla bara á þetta núna,“ segir Stefán Jakobsson en lagið Flóttamaður byrjaði að hljóma á útvarpsstöðum landsins fyrir helgi. Lagið er fyrsta af áætlaðri sólóplötu sem hann ætlar að gefa út með vorinu. Hann er nánast tilbúinn með 10 lög og ætlar að safna fyrir plötunni á Karolinafund. Stefán er söngvari hljómsveitarinnar Dimmu og þar hefur hann róið öllum árum að því að skapa sér stórt nafn. „Dimma er búin að vera á fullu síðan 2011, gefa út þrjár breiðskífur, taka þátt í tónleikum og fleiru með Bubba Morthens og ýmislegt fleira þannig að núna er skipið á floti og siglir áfram þöndum seglum. Það eru fullt af verkefnum með Dimmu fram undan en mér fannst stundin vera núna að gera þessa plötu.“ Hann segir að sér finnist betra að gera plötu með öðrum og líti á sig frekar sem verkstjóra en einhvern harðstjóra. „Það koma margir að því að móta músíkina. Biggi trommari hefur sitt að segja með trommurnar og sama gildir um Hálfdán með bassann. Þetta eru reynslumiklir menn úr bransanum sem hafa snert á miklu og hafa grunn í að vera skapandi í allar áttir. Ég leyfi þeim að njóta sín því þeirra hugmyndir eru yfirleitt miklu betri en mínar,“ bendir hann á. Fleiri lög eru væntanleg af komandi plötu í spilun en Stefán hefur samið flest sitt í samstarfi með Halldór Á. Björnsson. Birgir Jónsson slær á trommur, Hálfdán Árnason plokkar bassann og Birkir Rafn gítarinn. „Flóttamaður er gamalt lag, um 25 ára. Fyrst ætlaði ég að hafa plötuna á ensku en það var algjör vitleysa að syngja á útlensku.“ Stefán ætlar að fylgja plötunni eftir með því að spila á sem flestum stöðum í sumar. Trúlega eftir að Ísland lyftir HM styttunni í Rússlandi. „Tónlistin er ævintýragjörn, blaut og köld en samt svo falleg og hlý. Þetta eru 10 lög sem eru klár og þau hafa öll sín einkenni. Planið er að fylgja plötunni eftir með því að spila í því bæjarfélagi þar sem maður hefur átt bensín til að drífa í. Ætli það verði ekki eftir HM en fyrir Eistnaflug. Þá verða allir enn í stuði eftir að Ísland hefur orðið heimsmeistari.“ Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Planið var að gera sólóplötu áður en ég yrði þrítugur. Það er löngu liðið en tímasetningin hentaði og ég ákvað að kýla bara á þetta núna,“ segir Stefán Jakobsson en lagið Flóttamaður byrjaði að hljóma á útvarpsstöðum landsins fyrir helgi. Lagið er fyrsta af áætlaðri sólóplötu sem hann ætlar að gefa út með vorinu. Hann er nánast tilbúinn með 10 lög og ætlar að safna fyrir plötunni á Karolinafund. Stefán er söngvari hljómsveitarinnar Dimmu og þar hefur hann róið öllum árum að því að skapa sér stórt nafn. „Dimma er búin að vera á fullu síðan 2011, gefa út þrjár breiðskífur, taka þátt í tónleikum og fleiru með Bubba Morthens og ýmislegt fleira þannig að núna er skipið á floti og siglir áfram þöndum seglum. Það eru fullt af verkefnum með Dimmu fram undan en mér fannst stundin vera núna að gera þessa plötu.“ Hann segir að sér finnist betra að gera plötu með öðrum og líti á sig frekar sem verkstjóra en einhvern harðstjóra. „Það koma margir að því að móta músíkina. Biggi trommari hefur sitt að segja með trommurnar og sama gildir um Hálfdán með bassann. Þetta eru reynslumiklir menn úr bransanum sem hafa snert á miklu og hafa grunn í að vera skapandi í allar áttir. Ég leyfi þeim að njóta sín því þeirra hugmyndir eru yfirleitt miklu betri en mínar,“ bendir hann á. Fleiri lög eru væntanleg af komandi plötu í spilun en Stefán hefur samið flest sitt í samstarfi með Halldór Á. Björnsson. Birgir Jónsson slær á trommur, Hálfdán Árnason plokkar bassann og Birkir Rafn gítarinn. „Flóttamaður er gamalt lag, um 25 ára. Fyrst ætlaði ég að hafa plötuna á ensku en það var algjör vitleysa að syngja á útlensku.“ Stefán ætlar að fylgja plötunni eftir með því að spila á sem flestum stöðum í sumar. Trúlega eftir að Ísland lyftir HM styttunni í Rússlandi. „Tónlistin er ævintýragjörn, blaut og köld en samt svo falleg og hlý. Þetta eru 10 lög sem eru klár og þau hafa öll sín einkenni. Planið er að fylgja plötunni eftir með því að spila í því bæjarfélagi þar sem maður hefur átt bensín til að drífa í. Ætli það verði ekki eftir HM en fyrir Eistnaflug. Þá verða allir enn í stuði eftir að Ísland hefur orðið heimsmeistari.“
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira