Raheem Sterling kallar eftir smá ást frá ensku þjóðinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2018 09:00 Raheem Sterling vill meiri jákvæðni fyrir HM. vísir/getty Raheem Sterling, framherji Manchester City og enska landsliðsins í fótbolta, kallar eftir aðeins meiri ást í garð landsliðsins í aðdraganda HM 2018 í Rússlandi. Enska liðið á eftir þrjá vináttuleiki eftir áður en það fer á HM en Ljónin mæta Ítalíu á Wembley í kvöld eftir að vinna Holland, 1-0, á föstudaginn. „Mér finnst oft of mikil neikvæðni í garð landsliðsins. Ég myndi elska að heyra eitthvað á jákvæðu nótunum svona rétt til að strákarnir fá að vita að allir styðja við bakið á okkur,“ segir Sterling í viðtali við BBC. Enska liðið rúllaði yfir sinn riðil í undankeppni HM og mætir Túnis, Panama og Belgíu í riðlakeppninni í Rússlandi. Liðið hefur verið á fínum skriði en oft breytist andrúmsloftið á Englandi þegar á stórmótin er komið. Sjálfur hefur Sterling upplifað baul úr stúkunni frá stuðningsmönnum enska liðsins sem hann segir ekki gott að ganga í gegnum. „Ef þú vilt að landinu þínu gangi vel þarftu að tala um það svolítið jákvætt. Það þarf að senda okkur strákana á HM með hreinan huga þannig að við vitum að allir eru með okkur í liði. Ef það gerist lofa ég að þið sjáið betra landslið,“ segir hann. „Ég held að ef við styðjum okkar stráka og gefum þeim smá ást mun það hjálpa liðinu. Það mun auka sjálfstraust liðsins,“ segir Raheem Sterling. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Raheem Sterling, framherji Manchester City og enska landsliðsins í fótbolta, kallar eftir aðeins meiri ást í garð landsliðsins í aðdraganda HM 2018 í Rússlandi. Enska liðið á eftir þrjá vináttuleiki eftir áður en það fer á HM en Ljónin mæta Ítalíu á Wembley í kvöld eftir að vinna Holland, 1-0, á föstudaginn. „Mér finnst oft of mikil neikvæðni í garð landsliðsins. Ég myndi elska að heyra eitthvað á jákvæðu nótunum svona rétt til að strákarnir fá að vita að allir styðja við bakið á okkur,“ segir Sterling í viðtali við BBC. Enska liðið rúllaði yfir sinn riðil í undankeppni HM og mætir Túnis, Panama og Belgíu í riðlakeppninni í Rússlandi. Liðið hefur verið á fínum skriði en oft breytist andrúmsloftið á Englandi þegar á stórmótin er komið. Sjálfur hefur Sterling upplifað baul úr stúkunni frá stuðningsmönnum enska liðsins sem hann segir ekki gott að ganga í gegnum. „Ef þú vilt að landinu þínu gangi vel þarftu að tala um það svolítið jákvætt. Það þarf að senda okkur strákana á HM með hreinan huga þannig að við vitum að allir eru með okkur í liði. Ef það gerist lofa ég að þið sjáið betra landslið,“ segir hann. „Ég held að ef við styðjum okkar stráka og gefum þeim smá ást mun það hjálpa liðinu. Það mun auka sjálfstraust liðsins,“ segir Raheem Sterling.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira