Mikið að sjá fyrir veiðimenn á Fluguveiðisýningunni í gær. Karl Lúðvíksson skrifar 22. mars 2018 17:25 Jón Þór Ólason, Karl Magnús og Hörður Birgir Hafsteinsson frá SVFR voru á sýningunni í gær Fjölmenni var á Íslensku fluguveiðisýningunni sem fram fór í gær, miðvikudag, í Háskólabíó. Dagskráin var fjölbreytt og má þar nefna að Klaus Frimor kynnti veiðar á steelhead, fluguhnýtarar, þar á meðal Skúli Kristins og Engilbert Jensen, sýndu listir sínar og veiðibúðir og veiðileyfasalar kynntu vörur sínar. Þá var áhugaverð málstofa um sjókvíaeldi og þar var meðal annarra í pallborði Jón Þór Ólason formaður stjórnar SVFR sem var harðorður í garð eldismanna og stjórnvalda og ljóst er að með nýjum formanni mun SVFR verða mikilvæg rödd í þeirri baráttu sem framundan er við þessa miklu vá. Fyrsta Iron Fly fluguhnýtingarkeppnin hér á landi var einnig haldin á hátíðinni og skapaðist mikil stemmning í kringum hana. Þar hnýttu keppendur m.a. með bundið um augu og fluguna Donald Trump. Gunnar Helgason stýrði dagskrá í sal og fór hann eins og ávallt á kostum. Kvöldinu lauk síðan með kvikmyndahátíðinni IF4. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skemmtu gestir sér vel og ljóst er að spennan fyrir komandi veiðitímabili sem hefst eftir aðeins nokkra daga er mikil. Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði
Fjölmenni var á Íslensku fluguveiðisýningunni sem fram fór í gær, miðvikudag, í Háskólabíó. Dagskráin var fjölbreytt og má þar nefna að Klaus Frimor kynnti veiðar á steelhead, fluguhnýtarar, þar á meðal Skúli Kristins og Engilbert Jensen, sýndu listir sínar og veiðibúðir og veiðileyfasalar kynntu vörur sínar. Þá var áhugaverð málstofa um sjókvíaeldi og þar var meðal annarra í pallborði Jón Þór Ólason formaður stjórnar SVFR sem var harðorður í garð eldismanna og stjórnvalda og ljóst er að með nýjum formanni mun SVFR verða mikilvæg rödd í þeirri baráttu sem framundan er við þessa miklu vá. Fyrsta Iron Fly fluguhnýtingarkeppnin hér á landi var einnig haldin á hátíðinni og skapaðist mikil stemmning í kringum hana. Þar hnýttu keppendur m.a. með bundið um augu og fluguna Donald Trump. Gunnar Helgason stýrði dagskrá í sal og fór hann eins og ávallt á kostum. Kvöldinu lauk síðan með kvikmyndahátíðinni IF4. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skemmtu gestir sér vel og ljóst er að spennan fyrir komandi veiðitímabili sem hefst eftir aðeins nokkra daga er mikil.
Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði