„Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 08:30 Gianni Infantino, forseti FIFA og Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/Getty Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær og það má búast við því að deilur Breta og Rússa magnist upp enn frekar eftir þessa yfirlýsingu hjá háttsettum ráðamanni í Bretlandi. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi er framundan en þar mun íslenska fótboltalandsliðið taka þátt í fyrsta sinn. Það verður þó engin lognmolla í kringum þetta heimsmeistaramóti á pólítíska sviðinu og ráðamenn þjóða þegar farnir að lýsa því yfir að þeir ætli ekki að mæta til Rússlands í sumar. Boris Johnson, áðurnefndur utanríkisráðherra Breta, hefur verið óhræddur að ráðast á Rússa í orði eftir að í ljós kom að eitrað hafði verið fyrir Sergei Skripal á enskri grundu. Skripal er maður sem hafði njósnað hjá Rússum á árum áður og hafði um tíma setið í fangelsi fyrir það í Rússlandi.Boris Johnson says President Putin will use the 2018 World Cup as a 'PR exercise', similar to how Hitler used the 1936 Olympics https://t.co/GvY2ra7xKVpic.twitter.com/iXf7OzML8h — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2018 Adolf Hitler notaði Ólympíuleikanna í Berlín 1936 sem áróðurstæki en þýski einræðisherran hóf í kjölfarið að yfirtaka löndin í kringum Þýskaland sem endaði með að seinni heimsstyrjöldin hófst þremur árum seinna. Hitler bar ábyrgð á dauða milljóna manna og er eitt mesta illmenni sögunnar. Boris Johnson tók þarna undir orð þingmannsins Ian Austin og sagði það vera fullkomlega rétt hjá honum að segja það að Putin muni nota HM í Rússlandi sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936. BBC segir frá. Johnson telur líka þörf á því að hefja viðræður strax við Rússa um öryggi breskra stuðningsmanna á HM í Rússlandi í sumar. Talsmaður rússneska sendiráðsins svaraði orðum breska utanríkisráðherrans með því að segja að hann hugsaði ekki skýrt fyrir hatri.UK Foreign Secretary Boris Johnson compares World Cup in Russia to Hitler’s Olympics pic.twitter.com/QdlPyMZhOH — Ruptly (@Ruptly) March 21, 2018 „Aðeins“ 24 þúsund Englendingar sóttu um miða á leiki á HM í Rússlandi sem er lítil tala miðað við það að 94 þúsund vildu fá miða á HM í Brasilíu 2014. „Þetta eru mun færri en áður en það breytir ekki því að við höfum miklar áhyggjur af því hvernig tekið verður á móti okkar fólki,“ sagði Boris Johnson. Bretar brugðust mjög hart við því þegar eitrað var fyrir rússneska njósnararnum Sergei Skripal og dóttir hans með taugaeitri í Bretlandi. Bretar sökuðu Rússa um að standa fyrir árásinni og vísuðu 23 rússneskum erindrekum úr landi. Rússar svöruðu síðan í sömu mynt eða með því að vísa breskum erindrekum úr landi. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var leystur úr haldi árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Rússnesk yfirvöld hafa þvertekið fyrir að eiga nokkra hlutdeild í tilræðinu en Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, hefur áður ýjað að því að England muni mögulega draga sig úr HM í fótbolta. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær og það má búast við því að deilur Breta og Rússa magnist upp enn frekar eftir þessa yfirlýsingu hjá háttsettum ráðamanni í Bretlandi. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi er framundan en þar mun íslenska fótboltalandsliðið taka þátt í fyrsta sinn. Það verður þó engin lognmolla í kringum þetta heimsmeistaramóti á pólítíska sviðinu og ráðamenn þjóða þegar farnir að lýsa því yfir að þeir ætli ekki að mæta til Rússlands í sumar. Boris Johnson, áðurnefndur utanríkisráðherra Breta, hefur verið óhræddur að ráðast á Rússa í orði eftir að í ljós kom að eitrað hafði verið fyrir Sergei Skripal á enskri grundu. Skripal er maður sem hafði njósnað hjá Rússum á árum áður og hafði um tíma setið í fangelsi fyrir það í Rússlandi.Boris Johnson says President Putin will use the 2018 World Cup as a 'PR exercise', similar to how Hitler used the 1936 Olympics https://t.co/GvY2ra7xKVpic.twitter.com/iXf7OzML8h — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2018 Adolf Hitler notaði Ólympíuleikanna í Berlín 1936 sem áróðurstæki en þýski einræðisherran hóf í kjölfarið að yfirtaka löndin í kringum Þýskaland sem endaði með að seinni heimsstyrjöldin hófst þremur árum seinna. Hitler bar ábyrgð á dauða milljóna manna og er eitt mesta illmenni sögunnar. Boris Johnson tók þarna undir orð þingmannsins Ian Austin og sagði það vera fullkomlega rétt hjá honum að segja það að Putin muni nota HM í Rússlandi sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936. BBC segir frá. Johnson telur líka þörf á því að hefja viðræður strax við Rússa um öryggi breskra stuðningsmanna á HM í Rússlandi í sumar. Talsmaður rússneska sendiráðsins svaraði orðum breska utanríkisráðherrans með því að segja að hann hugsaði ekki skýrt fyrir hatri.UK Foreign Secretary Boris Johnson compares World Cup in Russia to Hitler’s Olympics pic.twitter.com/QdlPyMZhOH — Ruptly (@Ruptly) March 21, 2018 „Aðeins“ 24 þúsund Englendingar sóttu um miða á leiki á HM í Rússlandi sem er lítil tala miðað við það að 94 þúsund vildu fá miða á HM í Brasilíu 2014. „Þetta eru mun færri en áður en það breytir ekki því að við höfum miklar áhyggjur af því hvernig tekið verður á móti okkar fólki,“ sagði Boris Johnson. Bretar brugðust mjög hart við því þegar eitrað var fyrir rússneska njósnararnum Sergei Skripal og dóttir hans með taugaeitri í Bretlandi. Bretar sökuðu Rússa um að standa fyrir árásinni og vísuðu 23 rússneskum erindrekum úr landi. Rússar svöruðu síðan í sömu mynt eða með því að vísa breskum erindrekum úr landi. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var leystur úr haldi árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Rússnesk yfirvöld hafa þvertekið fyrir að eiga nokkra hlutdeild í tilræðinu en Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, hefur áður ýjað að því að England muni mögulega draga sig úr HM í fótbolta.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira