Lék í fræga 1-1 jafnteflinu á Íslandi 1998 og mætir nú með HM-styttuna til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 08:00 Christian Karembeu með HM-styttuna. Instagram/trophytour Haustið 1998 mættu nýkrýndir heimsmeistarar Frakka á Laugardalsvöllinn og náðu bara 1-1 jafntefli á móti litla Íslandi. Nú mætir einn af byrjunarliðsmönnum liðsins aftur til Íslands. Þann 25. mars næstkomandi mun hinn eina sanna HM-stytta koma til Íslands í boði Coca-Cola en íslenska keppir í fyrsta sinn um hana á HM í Rússlandi í sumar. KSÍ segir frá. HM-styttan fór í þaulskipulagt ferðalag til yfir 50 landa og er þetta í fjórða skiptið sem bikarinn fer í slíka reisu í aðdraganda heimsmeistaramóts. Íslenskir aðdáendur fá því tækifæri til að virða fyrir sér eftirsóttasta verðlaunagrip knattspyrnunnar. Með í för er fyrrum franski landsliðsmaðurinn Christian Karembeu sem lék 53 landsleiki fyrir Frakka og var í liði Frakka sem hampaði títtnefndum bikar árið 1998 sem og varð Evrópumeistari árið 2000. Karembau verður ásamt bikarnum í Smáralindinni, sunnudaginn 25. mars á milli kl. 14 - 18. Name a better date. Happy Valentine’s Day! A post shared by Trophy Tour (@trophytour) on Feb 14, 2018 at 10:41am PST Karembau er ekki að koma í fyrsta sinn til Íslands á vegum fótboltans. Hann var líka hér á landi vegna sögulegs leiks Íslands og Frakklands fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Leikur franska landsliðsins á móti Íslandi 5. september 1998 var fyrsti leikur Frakka og Íslendinga í undankeppni EM 2000 og fyrsti keppnisleikur Frakka eftir að þeir unnu sinn fyrsta og eina heimsmeistaratitil sumarið 1998. Karembeu var í byrjunarliði Frakka í 3-0 sigri á Brasilíu í úrslitaleiknum á Stade de France 12. júlí 1998 og hann var líka í byrjunarliðinu tæpum tveimur mánuðum síðar. Christian Karembeu var þarna leikmaður Real Madrid og spilaði allan leikinn á móti Íslandi. Hann var nálægt þegar Ríkharður Daðason stakk sér framfyrir markvörðinn Fabien Barthez á 32. mínútu og skallaði boltann í markið. Christophe Dugarry náði að jafna metin fyrir Frakka fjórum mínútum síðar en lengra komust þeir ekki. Íslenska þjóðin fagnaði eins og um sigur hafði verið að ræða og í seinni leiknum út í Frakklandi ári seinna þá þurftu Frakkar að hafa mikið fyrir 3-2 sigri. Frakkar fóru hinsvegar á EM 2000 og unnu annað stórmótið í röð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Haustið 1998 mættu nýkrýndir heimsmeistarar Frakka á Laugardalsvöllinn og náðu bara 1-1 jafntefli á móti litla Íslandi. Nú mætir einn af byrjunarliðsmönnum liðsins aftur til Íslands. Þann 25. mars næstkomandi mun hinn eina sanna HM-stytta koma til Íslands í boði Coca-Cola en íslenska keppir í fyrsta sinn um hana á HM í Rússlandi í sumar. KSÍ segir frá. HM-styttan fór í þaulskipulagt ferðalag til yfir 50 landa og er þetta í fjórða skiptið sem bikarinn fer í slíka reisu í aðdraganda heimsmeistaramóts. Íslenskir aðdáendur fá því tækifæri til að virða fyrir sér eftirsóttasta verðlaunagrip knattspyrnunnar. Með í för er fyrrum franski landsliðsmaðurinn Christian Karembeu sem lék 53 landsleiki fyrir Frakka og var í liði Frakka sem hampaði títtnefndum bikar árið 1998 sem og varð Evrópumeistari árið 2000. Karembau verður ásamt bikarnum í Smáralindinni, sunnudaginn 25. mars á milli kl. 14 - 18. Name a better date. Happy Valentine’s Day! A post shared by Trophy Tour (@trophytour) on Feb 14, 2018 at 10:41am PST Karembau er ekki að koma í fyrsta sinn til Íslands á vegum fótboltans. Hann var líka hér á landi vegna sögulegs leiks Íslands og Frakklands fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Leikur franska landsliðsins á móti Íslandi 5. september 1998 var fyrsti leikur Frakka og Íslendinga í undankeppni EM 2000 og fyrsti keppnisleikur Frakka eftir að þeir unnu sinn fyrsta og eina heimsmeistaratitil sumarið 1998. Karembeu var í byrjunarliði Frakka í 3-0 sigri á Brasilíu í úrslitaleiknum á Stade de France 12. júlí 1998 og hann var líka í byrjunarliðinu tæpum tveimur mánuðum síðar. Christian Karembeu var þarna leikmaður Real Madrid og spilaði allan leikinn á móti Íslandi. Hann var nálægt þegar Ríkharður Daðason stakk sér framfyrir markvörðinn Fabien Barthez á 32. mínútu og skallaði boltann í markið. Christophe Dugarry náði að jafna metin fyrir Frakka fjórum mínútum síðar en lengra komust þeir ekki. Íslenska þjóðin fagnaði eins og um sigur hafði verið að ræða og í seinni leiknum út í Frakklandi ári seinna þá þurftu Frakkar að hafa mikið fyrir 3-2 sigri. Frakkar fóru hinsvegar á EM 2000 og unnu annað stórmótið í röð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira