Eric Cantona: Auðmýktin einkennir íslenska landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2018 19:45 Auðmýkt einkennir íslenska landsliðið í fótbolta og er lykill að árangri þess segir goðsögnin Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Fjórfaldi Englandsmeistarinn var hér á landi í síðustu viku að taka upp efni fyrir heimildamynd sína sem ber heitið The Kings Road. Hún fjallar um þrjú öðruvísi lið, ef svo má segja, sem keppa á HM í sumar; Perú, Senegal og Ísland. Cantona fór aðrar leiðir og talaði ekki bara við fótboltamenn og þjálfara heldur hitti hann einnig Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn, Jón Gnarr, grínista, og Guðna Th. Jóhannesson, forseta lýðveldisins. „Það er margt sem ég hef lært. Ég hef hitt fólk sem kemur frá öðrum heimi. Þetta var frábært. Við lærðum margt, meira en við bjuggumst við,“ segir Cantona í einkaviðtali við íþróttadeild. Markmið Cantona var að reyna að komast í skilning um hvernig í veröldinni 340.000 manna þjóð, sú minnsta í sögu HM, væri svona öflug og á leið á stærsta fótboltamót heims. Það er allavega eitt sem hann segir einkenna strákana okkar og íslensku þjóðina. „Ég tel það vera auðmýktina og hversu mikið þið leggið á ykkur og auðvitað baráttuandinn. Þetta einkennir liðið. Íslenska liðið veit hvað það er. Það veit að það verður að vinna eftir sínu einkenni. Það virðir mótherjann en virðist sig líka fyrst og fremst,“ segir Cantona Franska goðsögnin var mjög hrifinn af fótboltahöllunum sem Íslendingar hafa byggt og segir þær lykilatriði í að halda áfram uppbyggingunni. „Það er verið að vinna í næstu kynslóð líka. Það er búið að fjárfesta miklu í fótboltahallir þannig að fleiri ungir leikmenn eru að koma upp. Hér eru margir góðir þjálfarar sem vinna í komandi kynslóðum. Ísland er með frábært lið í dag en það er líka verið að passa upp á næstu kynslóð,“ segir hann. Cantona naut dvalarinnar á Íslandi og segir ekki sjá fyrir endann á velgengni strákanna okkar. Íslendingar hugsa vel um ungu fótboltakrakkana og það skiptir öllu máli. „Þið eruð með frábært landslið. Það sem hefur verið áhugavert er að reyna að komast að því hvernig ykkur tókst þetta. Ég tel Ísland líka vera að undirbúa allt fyrir komandi kynslóðir. Það sem skiptir öllu máli er að vera við öllu búinn. Ísland tel ég vera tilbúið fyrir komandi ár,“ segir Eric Cantona.Hér fyrir neðan má sjá upptöku með öllu viðtalinu við Cantona. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira
Auðmýkt einkennir íslenska landsliðið í fótbolta og er lykill að árangri þess segir goðsögnin Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Fjórfaldi Englandsmeistarinn var hér á landi í síðustu viku að taka upp efni fyrir heimildamynd sína sem ber heitið The Kings Road. Hún fjallar um þrjú öðruvísi lið, ef svo má segja, sem keppa á HM í sumar; Perú, Senegal og Ísland. Cantona fór aðrar leiðir og talaði ekki bara við fótboltamenn og þjálfara heldur hitti hann einnig Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn, Jón Gnarr, grínista, og Guðna Th. Jóhannesson, forseta lýðveldisins. „Það er margt sem ég hef lært. Ég hef hitt fólk sem kemur frá öðrum heimi. Þetta var frábært. Við lærðum margt, meira en við bjuggumst við,“ segir Cantona í einkaviðtali við íþróttadeild. Markmið Cantona var að reyna að komast í skilning um hvernig í veröldinni 340.000 manna þjóð, sú minnsta í sögu HM, væri svona öflug og á leið á stærsta fótboltamót heims. Það er allavega eitt sem hann segir einkenna strákana okkar og íslensku þjóðina. „Ég tel það vera auðmýktina og hversu mikið þið leggið á ykkur og auðvitað baráttuandinn. Þetta einkennir liðið. Íslenska liðið veit hvað það er. Það veit að það verður að vinna eftir sínu einkenni. Það virðir mótherjann en virðist sig líka fyrst og fremst,“ segir Cantona Franska goðsögnin var mjög hrifinn af fótboltahöllunum sem Íslendingar hafa byggt og segir þær lykilatriði í að halda áfram uppbyggingunni. „Það er verið að vinna í næstu kynslóð líka. Það er búið að fjárfesta miklu í fótboltahallir þannig að fleiri ungir leikmenn eru að koma upp. Hér eru margir góðir þjálfarar sem vinna í komandi kynslóðum. Ísland er með frábært lið í dag en það er líka verið að passa upp á næstu kynslóð,“ segir hann. Cantona naut dvalarinnar á Íslandi og segir ekki sjá fyrir endann á velgengni strákanna okkar. Íslendingar hugsa vel um ungu fótboltakrakkana og það skiptir öllu máli. „Þið eruð með frábært landslið. Það sem hefur verið áhugavert er að reyna að komast að því hvernig ykkur tókst þetta. Ég tel Ísland líka vera að undirbúa allt fyrir komandi kynslóðir. Það sem skiptir öllu máli er að vera við öllu búinn. Ísland tel ég vera tilbúið fyrir komandi ár,“ segir Eric Cantona.Hér fyrir neðan má sjá upptöku með öllu viðtalinu við Cantona.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira