Stjórinn leggur hann í einelti en liðsfélagi telur hann geta orðið einn sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 08:00 Luke Shaw. Vísir/Getty Framtíð Luke Shaw hjá Manchester United er í mikilli óvissu eftir harða meðferð frá knattspyrnustjóranum Jose Mourinho sem hefur verið sakaður um að leggja leikmanninn hreinlega í einelti. Liðsfélagi Shaw hjá Manchester United hefur aftur á móti mikla trú á honum. Ashley Young hefur haldið Luke Shaw út úr liðinu stærsta hluta tímabilsins og vann sér sæti í enska landsliðinu á kostnað Shaw fyrir vináttuleikina við Holland og Ítalíu. „Hann er frábær leikmaður,“ sagði Ashley Young um Luke Shaw. Luke Shaw á sjö landsleiki en hefur ekki spilað með enska landsliðinu síðan í mars 2017. „Ég vil að Luke gangi vel. Hann verður bara að koma hausnum í lag og vina vinnuna sína,“ sagði Young og það er ekki hægt að lesa annað út um þeim ummælum að fleirum en Mourinho finnist Shaw þurfa að gera meira á æfingunum. Mourinho hefur gagnrýnt sérstaklega hugarfarið hjá Luke Shaw og það að leikmaðurinn virðist ekki vera tilbúinn að leggja nógu mikið á sig á æfingavellinum. Shaw fékk að heyra það eftir síðasta leik, fyrst inn á vellinum, þá þegar hann var tekinn af velli í hálfleik og loks þegar Mourinho gagnrýndi hann eftir leikinn.Manchester United defender Luke Shaw can be "one of the best in the world" Here's why Ashley Young reckons there's a lot more to come from the out of favour left-backhttps://t.co/eOhZfqrP4I#MUFCpic.twitter.com/HA7YDUbW2X — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2018 Luke Shaw kom til Manchester United frá Southampton árið 2014 og er með samning til ársins 2019. Hann gæti þó farið í sumar enda líklegt að Jose Mourinho reyni þá að selja hann. „Mér finnst sjálfum eins og hann geti orðið einn sá besti í heimi,“ sagði Ashley Young. Young er 32 ára og tíu árum eldri en Luke Shaw. Ashley Young talar annars vel um Jose Mourinho. „Stjórinn hefur náð árangri hjá öllum félögum sem hann hefur verið hjá. Ég er viss um að það hefði ekki tekist hjá honum nema af því að hann kann að meðhöndla leikmennina sína,“ sagði Young. „Við vitum sem leikmenn að við þurfum að leggja okkur fram á æfingunum en stjórinn er alveg til í grín og smá léttleika inn á milli. Við fáum báðar hliðarnar á honum og það er besta leiðin fyrir stjóra að fara,“ sagði Young. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Framtíð Luke Shaw hjá Manchester United er í mikilli óvissu eftir harða meðferð frá knattspyrnustjóranum Jose Mourinho sem hefur verið sakaður um að leggja leikmanninn hreinlega í einelti. Liðsfélagi Shaw hjá Manchester United hefur aftur á móti mikla trú á honum. Ashley Young hefur haldið Luke Shaw út úr liðinu stærsta hluta tímabilsins og vann sér sæti í enska landsliðinu á kostnað Shaw fyrir vináttuleikina við Holland og Ítalíu. „Hann er frábær leikmaður,“ sagði Ashley Young um Luke Shaw. Luke Shaw á sjö landsleiki en hefur ekki spilað með enska landsliðinu síðan í mars 2017. „Ég vil að Luke gangi vel. Hann verður bara að koma hausnum í lag og vina vinnuna sína,“ sagði Young og það er ekki hægt að lesa annað út um þeim ummælum að fleirum en Mourinho finnist Shaw þurfa að gera meira á æfingunum. Mourinho hefur gagnrýnt sérstaklega hugarfarið hjá Luke Shaw og það að leikmaðurinn virðist ekki vera tilbúinn að leggja nógu mikið á sig á æfingavellinum. Shaw fékk að heyra það eftir síðasta leik, fyrst inn á vellinum, þá þegar hann var tekinn af velli í hálfleik og loks þegar Mourinho gagnrýndi hann eftir leikinn.Manchester United defender Luke Shaw can be "one of the best in the world" Here's why Ashley Young reckons there's a lot more to come from the out of favour left-backhttps://t.co/eOhZfqrP4I#MUFCpic.twitter.com/HA7YDUbW2X — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2018 Luke Shaw kom til Manchester United frá Southampton árið 2014 og er með samning til ársins 2019. Hann gæti þó farið í sumar enda líklegt að Jose Mourinho reyni þá að selja hann. „Mér finnst sjálfum eins og hann geti orðið einn sá besti í heimi,“ sagði Ashley Young. Young er 32 ára og tíu árum eldri en Luke Shaw. Ashley Young talar annars vel um Jose Mourinho. „Stjórinn hefur náð árangri hjá öllum félögum sem hann hefur verið hjá. Ég er viss um að það hefði ekki tekist hjá honum nema af því að hann kann að meðhöndla leikmennina sína,“ sagði Young. „Við vitum sem leikmenn að við þurfum að leggja okkur fram á æfingunum en stjórinn er alveg til í grín og smá léttleika inn á milli. Við fáum báðar hliðarnar á honum og það er besta leiðin fyrir stjóra að fara,“ sagði Young.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira