„Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. apríl 2018 21:30 Sigvaldi er faðir pilts á átjánda ári og segir hann kerfið hafa brugðist honum og fjölskyldunni síðustu ár vísir Foreldrar pilts á átjánda ári sendu opið bréf á alla þingmenn í dag þar sem þau benda á misbresti í barnaverndarkerfinu. Sonur þeirra hefur verið í miklum vímuefnavanda síðustu fjögur ár. „Okkar barn hefði þurft aðstoð en ekki geymslu eins og mörg þessi úrræði eru. Það er frábært starfsfólk í kerfinu sem eru því miður að vinna í kerfi sem erfitt er að vinna í. Við erum að blanda saman börnum með ólíkar þarfir og ólík vandamál og blanda saman börnum frá tólf til átján ára, sem eiga enga samleið," segir Sigvaldi Sigurbjörnsson, faðir piltsins. Hann segir síðustu fjögur ár hafa verið afar erfið og að fleiri líf séu í húfi en barnsins sem sé í vanda, enda taki úrræðaleysi sinn toll af allri fjölskyldunni. „Sérstaklega á systkinin. Þau vita aldrei hvort systkini sitt komi heim aftur, lifandi.“ Í bréfinu gagnrýna foreldrarnir Barnaverndarstofu harðlega og úrræðaleysi þar en í fréttum síðustu daga hefur verið sagt frá því að átta af tíu meðferðarheimilum hafi lokað á síðustu árum. Það er þó ekki alveg rétt. Á síðustu 18 árum hefur meðferðarheimilum sannarlega fækkað, úr níu í þrjú. Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs hjá Barnaverndarstofu, segir fækkunina einfaldlega skýrast af minni eftirspurn. Það sé til að mynda laus pláss á tveimur meðferðarheimilum úti á landi í dag þrátt fyrir að það sé yfirfullt á neyðarvistun Stuðla. „Við hörmum það mjög að hafa þurft að vísa börnum frá neyðarvistuninni og við erum núna að fara yfir það með Stuðlum og barnaverndarnefndum hvenær sé verið að vista endurtekið sömu börn, börn sem gætu fengið vistun á meðferðarheimili,“ segir Halldór. „Af einhverjum ástæðum dregur annað hvort úr áhuga barnaverndarnefnda á að sækjast eftir plássum á meðferðarheimilum eða að þau komast ekki yfir það að vinna málin til enda. Við vitum það ekki.“Halldór Hauksson hjá Barnaverndarstofu segir hugmyndir fólks um meðferð hafa breyst og nú fari þær meira fram á heimili barnsins eða að minnsta kosti í nærumhverfi en lóð fáist ekki fyrir nýtt meðferðarheimili í Reykjavíkvísir/skjáskotStrandar á lóðinni Um 80% barnaverndarmála koma upp á Suðvesturhorninu og hefur eftirspurn um meðferð í nærumhverfi aukist verulega síðustu ár. Halldór segir að því sé mætt með meðferðarúrræði á Stuðlum og MST-meðferð sem fer fram á heimili barnsins. En að þörf fyrir meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu sé sannarlega til staðar en nýtt heimili hefur verið í smíðum frá haustinu 2015. „Við erum búin að gera alla heimavinnu sem að okkur snýr en þetta hefur verið fast annars staðar í kerfinu. Og nú er það þannig að við leitum að lóð og höfum leitað til sveitarfélaga eftir lóðum, fáum góðar undirtektir en því miður hefur ekkert gerst ennþá," segir Halldór.Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Foreldrar pilts á átjánda ári sendu opið bréf á alla þingmenn í dag þar sem þau benda á misbresti í barnaverndarkerfinu. Sonur þeirra hefur verið í miklum vímuefnavanda síðustu fjögur ár. „Okkar barn hefði þurft aðstoð en ekki geymslu eins og mörg þessi úrræði eru. Það er frábært starfsfólk í kerfinu sem eru því miður að vinna í kerfi sem erfitt er að vinna í. Við erum að blanda saman börnum með ólíkar þarfir og ólík vandamál og blanda saman börnum frá tólf til átján ára, sem eiga enga samleið," segir Sigvaldi Sigurbjörnsson, faðir piltsins. Hann segir síðustu fjögur ár hafa verið afar erfið og að fleiri líf séu í húfi en barnsins sem sé í vanda, enda taki úrræðaleysi sinn toll af allri fjölskyldunni. „Sérstaklega á systkinin. Þau vita aldrei hvort systkini sitt komi heim aftur, lifandi.“ Í bréfinu gagnrýna foreldrarnir Barnaverndarstofu harðlega og úrræðaleysi þar en í fréttum síðustu daga hefur verið sagt frá því að átta af tíu meðferðarheimilum hafi lokað á síðustu árum. Það er þó ekki alveg rétt. Á síðustu 18 árum hefur meðferðarheimilum sannarlega fækkað, úr níu í þrjú. Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs hjá Barnaverndarstofu, segir fækkunina einfaldlega skýrast af minni eftirspurn. Það sé til að mynda laus pláss á tveimur meðferðarheimilum úti á landi í dag þrátt fyrir að það sé yfirfullt á neyðarvistun Stuðla. „Við hörmum það mjög að hafa þurft að vísa börnum frá neyðarvistuninni og við erum núna að fara yfir það með Stuðlum og barnaverndarnefndum hvenær sé verið að vista endurtekið sömu börn, börn sem gætu fengið vistun á meðferðarheimili,“ segir Halldór. „Af einhverjum ástæðum dregur annað hvort úr áhuga barnaverndarnefnda á að sækjast eftir plássum á meðferðarheimilum eða að þau komast ekki yfir það að vinna málin til enda. Við vitum það ekki.“Halldór Hauksson hjá Barnaverndarstofu segir hugmyndir fólks um meðferð hafa breyst og nú fari þær meira fram á heimili barnsins eða að minnsta kosti í nærumhverfi en lóð fáist ekki fyrir nýtt meðferðarheimili í Reykjavíkvísir/skjáskotStrandar á lóðinni Um 80% barnaverndarmála koma upp á Suðvesturhorninu og hefur eftirspurn um meðferð í nærumhverfi aukist verulega síðustu ár. Halldór segir að því sé mætt með meðferðarúrræði á Stuðlum og MST-meðferð sem fer fram á heimili barnsins. En að þörf fyrir meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu sé sannarlega til staðar en nýtt heimili hefur verið í smíðum frá haustinu 2015. „Við erum búin að gera alla heimavinnu sem að okkur snýr en þetta hefur verið fast annars staðar í kerfinu. Og nú er það þannig að við leitum að lóð og höfum leitað til sveitarfélaga eftir lóðum, fáum góðar undirtektir en því miður hefur ekkert gerst ennþá," segir Halldór.Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16