Stjórnin hjartfólgin Bræðslustjóranum Benedikt Bóas skrifar 7. apríl 2018 09:30 Bræðslan er ein allra skemmtilegasta hátíð landsins og verður haldin í 14. sinn í sumar. Í fyrra var óhappatalan 13 og þá rigndi. Magni lofar sól og sumri á hátíðinni í ár. „Stjórnin ber ábyrgð á fjórum frænkum mínum og gríðarlega góðu hjónabandi því Heiðar bróðir kynntist konunni sinni á balli með hljómsveitinni,“ segir Magni Ásgeirsson en þeir bræður standa að Bræðslunni í 14. sinn í sumar. Eftir 12 veðurgóðar hátíðir þar sem sólin skein stöðugt opnuðust einhverjar flóðgáttir í fyrra og gestum og gangandi var í fyrsta sinn kalt á hátíðinni. „Kannski spilaði inn í að þetta var 13. árið. Það voru búnar að vera 12 sólir í röð en við stefnum ótrauð á að byrja aftur á númer eitt í ár,“ segir hann. Magni spilaði með Á móti sól á Aldrei fór ég suður hátíðinni á Ísafirði um páskana en þetta var í fyrsta sinn sem hann fer. „Djöfull kunna Vestfirðingar að skemmta sér og öðrum,“ segir hann glaður. „Við erum að halda okkar hátíð í 14. sinn og Aldrei fór ég suður, LungA, Eistnaflug og meira að segja Blúshátíðin eru allar á svipuðum aldri. Það virðist eitthvað hafa gerst árin 2004-2006 þar sem mörgum datt í hug að blása í hátíðarlúðrana. Það voru margir í góðu skapi þarna rétt fyrir kreppu en það sem þetta er allt enn fallegra núna, svona nokkrum árum síðar.“ Fyrir utan Stjórnina munu Emmsjé Gauti, Agent Fresco, Between Mountains, Daði Freyr, og Atomstation, kæta lýðinn. „Þetta er eitthvað fyrir alla. Við erum með góða styrktaraðila sem gera okkur kleift að halda viðburð af þessari stærðargráðu á ekki stærri stað en Borgarfjörður eystri er, auk þess sem íbúar Borgarfjarðar eru ótrúlega jákvæðir út í þetta.“ Hann segir að það sé einhver fegurð yfir hátíðinni enda séu Íslendingar vaxnir upp úr því að mæta til að slást. „Það er ekkert vesen. Það hefur ekki komið upp lögreglumál á Bræðslunni að mér vitandi. Það sást best í fyrra þegar byrjaði að rigna að þá voru allir boðnir og búnir að opna dyrnar hjá sér og hjálpuðust að. Það væsti ekki um neinn. Sem betur fer eru Íslendingar vaxnir upp úr því að fara á ball og slást. Það eru allir í sama liði og ein stór fjölskylda sem er svo fallegt. Þetta er stemning sem við erum mjög stolt af og ég fann einmitt líka fyrir vestan.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Eistnaflug Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Sjá meira
„Stjórnin ber ábyrgð á fjórum frænkum mínum og gríðarlega góðu hjónabandi því Heiðar bróðir kynntist konunni sinni á balli með hljómsveitinni,“ segir Magni Ásgeirsson en þeir bræður standa að Bræðslunni í 14. sinn í sumar. Eftir 12 veðurgóðar hátíðir þar sem sólin skein stöðugt opnuðust einhverjar flóðgáttir í fyrra og gestum og gangandi var í fyrsta sinn kalt á hátíðinni. „Kannski spilaði inn í að þetta var 13. árið. Það voru búnar að vera 12 sólir í röð en við stefnum ótrauð á að byrja aftur á númer eitt í ár,“ segir hann. Magni spilaði með Á móti sól á Aldrei fór ég suður hátíðinni á Ísafirði um páskana en þetta var í fyrsta sinn sem hann fer. „Djöfull kunna Vestfirðingar að skemmta sér og öðrum,“ segir hann glaður. „Við erum að halda okkar hátíð í 14. sinn og Aldrei fór ég suður, LungA, Eistnaflug og meira að segja Blúshátíðin eru allar á svipuðum aldri. Það virðist eitthvað hafa gerst árin 2004-2006 þar sem mörgum datt í hug að blása í hátíðarlúðrana. Það voru margir í góðu skapi þarna rétt fyrir kreppu en það sem þetta er allt enn fallegra núna, svona nokkrum árum síðar.“ Fyrir utan Stjórnina munu Emmsjé Gauti, Agent Fresco, Between Mountains, Daði Freyr, og Atomstation, kæta lýðinn. „Þetta er eitthvað fyrir alla. Við erum með góða styrktaraðila sem gera okkur kleift að halda viðburð af þessari stærðargráðu á ekki stærri stað en Borgarfjörður eystri er, auk þess sem íbúar Borgarfjarðar eru ótrúlega jákvæðir út í þetta.“ Hann segir að það sé einhver fegurð yfir hátíðinni enda séu Íslendingar vaxnir upp úr því að mæta til að slást. „Það er ekkert vesen. Það hefur ekki komið upp lögreglumál á Bræðslunni að mér vitandi. Það sást best í fyrra þegar byrjaði að rigna að þá voru allir boðnir og búnir að opna dyrnar hjá sér og hjálpuðust að. Það væsti ekki um neinn. Sem betur fer eru Íslendingar vaxnir upp úr því að fara á ball og slást. Það eru allir í sama liði og ein stór fjölskylda sem er svo fallegt. Þetta er stemning sem við erum mjög stolt af og ég fann einmitt líka fyrir vestan.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Eistnaflug Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Sjá meira