Margir sjá þetta sem sama menningarsamfélagið Magnús Guðmundsson skrifar 19. apríl 2018 06:00 Auður Hauksdóttir Það er liðið ár frá því Veröld, stofnun Vigdísar Finnbogadóttir í erlendum tungumálum tók til starfa og á þeim stutta tíma hefur verið ákaflega lífleg starfsemi í húsinu. Auður Hauksdóttir, forstöðumaður stofnunarinnar, segir að það sé líka mikið metnaðarmál að það sé alltaf mikið um að vera og hvetur fólk til þess að fylgjast vel með. „En í dag, sumardaginn fyrsta, ætlum við í senn að gleðjast yfir eins árs afmælinu, hundrað ára afmæli fullveldis Íslands og horfa fram á við,“ segir Auður. Af öllum þessum tilefnum verður efnt til málþings í dag um danskar og íslenskar bókmenntir undir yfirskriftinni Gagnvegir í eina öld. Málþingið er það fyrsta af sjö undir yfirskriftinni Á mótum danskrar og íslenskrar menningar. Auður segir að það hafi verið þeim mikilvægt að gera eitthvað metnaðarfullt á þessum tímamótum. „Sérstaklega vegna þess að dagurinn í fyrra er svo stór í endurminningunni. Þar sem við erum bæði að fagna okkar ársafmæli og aldarafmæli fullveldisins var tilvalið að leggja áherslu á góð tengsl á milli Íslands og Danmerkur. Hingað kemur danski bókmenntafræðingurinn Erik Skyum-Nielsen en hann lærði hérna íslensku alveg ótrúlega vel á sínum tíma og vekur athygli á íslenskri menningu um öll Norðurlöndin enda mikilvirkasti þýðandi Íslendinga á danska tungu. Í dag er hann lektor í dönskum bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla og á málþinginu ætlar hann að fjalla um aðdráttarafl íslenskra bókmennta. Það er eitthvað sem ég held að mörgum eigi eftir að finnast ákaflega forvitnilegt.“ Auður segir að hún hafi í þessu samhengi farið að velta fyrir sér útbreiðslu danskra bókmennta á Íslandi. „Það merkilega er að í mörg ár lásu margar kynslóðir fjórar til sex danskar skáldsögur á ári, allt eðalbókmenntir, en það sem vantar er að einhver sé að skoða þetta. Öll söfn voru full af dönskum bókmenntum og jafnvel alþjóðlegum verkum í dönskum þýðingum en núna er þetta því miður dáldið á undanhaldi þó að danskan standi okkur enn nærri. Tökum til að mynda höfund eins og Leif Panduro sem fjölmargir Íslendingar þekkja og hefur ótvírætt haft heilmikil áhrif á íslenskar bókmenntir. Þessi áhrif væri gaman að skoða nánar.“Stór hópur sem les dönsku Auður bendir á að þó að þarna getum við gert betur þá búum við hins vegar vel þegar kemur að öðrum þáttum. Á málþinginu mun dr. Sveinn Einarsson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, fjalla um dönsk verk á íslensku leiksviði. „Það er spennandi fyrirlestur því að dönsk leikhúsverk hafa haft mikil áhrif á íslenskt leikhús og svo eru það líka revíurnar og revíusöngur. Una Margrét Jónsdóttir ætlar að fjalla um revíurnar og í lok dagskrár mun Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona flytja nokkur revíulög við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur píanóleikara. Una Margrét hefur unnið gríðarlega rannsóknarvinnu og þetta verður mjög forvitnilegt.“ Þó að samgangurinn á milli Íslands og Danmerkur sé eðlilega ekki sá hinn sami og áður er hann þó enn mikill. Auður segir að það sé talsvert stór hópur Íslendinga sem enn lesi mikið af dönskum bókmenntum og vinsældir þeirra íslensku miklar í Danmörku. „Það er fjöldi manns sem lítur á þetta sem sama menningarsamfélagið og það gildir líka um samtímahöfundana. Það er líka mikil vinátta á milli fólks í þessum geira á milli þessara tveggja landa og ég á ekki von á öðru en að hún eigi eftir að halda áfram að blómstra um ókomna tíð.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Það er liðið ár frá því Veröld, stofnun Vigdísar Finnbogadóttir í erlendum tungumálum tók til starfa og á þeim stutta tíma hefur verið ákaflega lífleg starfsemi í húsinu. Auður Hauksdóttir, forstöðumaður stofnunarinnar, segir að það sé líka mikið metnaðarmál að það sé alltaf mikið um að vera og hvetur fólk til þess að fylgjast vel með. „En í dag, sumardaginn fyrsta, ætlum við í senn að gleðjast yfir eins árs afmælinu, hundrað ára afmæli fullveldis Íslands og horfa fram á við,“ segir Auður. Af öllum þessum tilefnum verður efnt til málþings í dag um danskar og íslenskar bókmenntir undir yfirskriftinni Gagnvegir í eina öld. Málþingið er það fyrsta af sjö undir yfirskriftinni Á mótum danskrar og íslenskrar menningar. Auður segir að það hafi verið þeim mikilvægt að gera eitthvað metnaðarfullt á þessum tímamótum. „Sérstaklega vegna þess að dagurinn í fyrra er svo stór í endurminningunni. Þar sem við erum bæði að fagna okkar ársafmæli og aldarafmæli fullveldisins var tilvalið að leggja áherslu á góð tengsl á milli Íslands og Danmerkur. Hingað kemur danski bókmenntafræðingurinn Erik Skyum-Nielsen en hann lærði hérna íslensku alveg ótrúlega vel á sínum tíma og vekur athygli á íslenskri menningu um öll Norðurlöndin enda mikilvirkasti þýðandi Íslendinga á danska tungu. Í dag er hann lektor í dönskum bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla og á málþinginu ætlar hann að fjalla um aðdráttarafl íslenskra bókmennta. Það er eitthvað sem ég held að mörgum eigi eftir að finnast ákaflega forvitnilegt.“ Auður segir að hún hafi í þessu samhengi farið að velta fyrir sér útbreiðslu danskra bókmennta á Íslandi. „Það merkilega er að í mörg ár lásu margar kynslóðir fjórar til sex danskar skáldsögur á ári, allt eðalbókmenntir, en það sem vantar er að einhver sé að skoða þetta. Öll söfn voru full af dönskum bókmenntum og jafnvel alþjóðlegum verkum í dönskum þýðingum en núna er þetta því miður dáldið á undanhaldi þó að danskan standi okkur enn nærri. Tökum til að mynda höfund eins og Leif Panduro sem fjölmargir Íslendingar þekkja og hefur ótvírætt haft heilmikil áhrif á íslenskar bókmenntir. Þessi áhrif væri gaman að skoða nánar.“Stór hópur sem les dönsku Auður bendir á að þó að þarna getum við gert betur þá búum við hins vegar vel þegar kemur að öðrum þáttum. Á málþinginu mun dr. Sveinn Einarsson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, fjalla um dönsk verk á íslensku leiksviði. „Það er spennandi fyrirlestur því að dönsk leikhúsverk hafa haft mikil áhrif á íslenskt leikhús og svo eru það líka revíurnar og revíusöngur. Una Margrét Jónsdóttir ætlar að fjalla um revíurnar og í lok dagskrár mun Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona flytja nokkur revíulög við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur píanóleikara. Una Margrét hefur unnið gríðarlega rannsóknarvinnu og þetta verður mjög forvitnilegt.“ Þó að samgangurinn á milli Íslands og Danmerkur sé eðlilega ekki sá hinn sami og áður er hann þó enn mikill. Auður segir að það sé talsvert stór hópur Íslendinga sem enn lesi mikið af dönskum bókmenntum og vinsældir þeirra íslensku miklar í Danmörku. „Það er fjöldi manns sem lítur á þetta sem sama menningarsamfélagið og það gildir líka um samtímahöfundana. Það er líka mikil vinátta á milli fólks í þessum geira á milli þessara tveggja landa og ég á ekki von á öðru en að hún eigi eftir að halda áfram að blómstra um ókomna tíð.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp