Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 13. apríl 2018 21:13 Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. „Mér fannst dómararnir dæma ágætlega en ég er orðinn ansi þreyttur á þessum leikaraskap í ÍBV. Þeir henda sér í jörðina við hvert einasta tilefni og þeir fá ekki einu sinni gult eða tvær eða neitt,” sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, er rætt var við hann í leikslok. „Þetta er búið að viðgangast í þrjú fjögur ár og ég er orðinn verulega þreyttur á þessu,” sagði Bjarni sem var langt því frá hættur að senda Eyjamönnum tóninn: „Sama og þegar Maggi (Magnús Stefánsson, leikmaður ÍBV) tekur Svein Andra út um leiknum, dúndrar í andlitið á honum og Sveinn getur ekkert spilað meira. Hann verður pottþétt ekki með í næsta leik.” „Þetta er Maggi búinn að stunda í ansi mörg ár og það er ansi leiðinlegt að hann fái að komast upp með það að slasa leikmenn viljandi til að vinna leiki.” „Hann fór út í hann og bombaði í andlitið á honum. Það er náttúrlega bara þriggja eða fimm leikja bann. Þetta er hluti sem við í handboltanum viljum útrýma og dómararnir líka. Þess vegna fannst mér kjarkleysi hjá þeim að taka ekki á þessu broti.” „Mér fannst dómararnir fínir og þeir eiga pottþétt eftir að endurskoða þetta. Maggi fer pottþétt í bann fyrir þetta. Ég hef ekki trú á neinu öðru,” en allt viðtalið við Bjarna má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, heyrði þessi orð Bjarna og hann var verulega ósáttur við þessi orð kollega síns hjá ÍR. „Mér finnst þetta til skammar. Fáránlegt að hlusta á þetta og honum ekki til sóma,” sagði Arnar í leikslok. „ÍR er með hörkulið og spiluðu fanta vörn. Þeir slógu okkur aðeins út af laginu og við náðum að vinna þetta mjög vel.” „Það kom mér á óvart hvað við vorum lengi að ná tökum á þessu. Ég skil að Bjarni (Fritzson, þjálfari ÍR) hafi verið ánægður með línuna. Þeir fengu að spila og hlusta á þá væla þarna, jesús minn kristur. Þetta er honum til minnkunar.” „Ef að þetta er línan sem er þá önnur en í deildinni þá komust þeir vel frá þessu. Ef að þetta á að vera svona þá komust þeir vel frá þessu en línan er allt önnur. Menn eru að fá að komast upp með meira hér en áður og ef það á að vera þannig þá komust þeir vel frá þessu.” Nánar er rætt við bæði Bjarna og Arnar í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni. Olís-deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. „Mér fannst dómararnir dæma ágætlega en ég er orðinn ansi þreyttur á þessum leikaraskap í ÍBV. Þeir henda sér í jörðina við hvert einasta tilefni og þeir fá ekki einu sinni gult eða tvær eða neitt,” sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, er rætt var við hann í leikslok. „Þetta er búið að viðgangast í þrjú fjögur ár og ég er orðinn verulega þreyttur á þessu,” sagði Bjarni sem var langt því frá hættur að senda Eyjamönnum tóninn: „Sama og þegar Maggi (Magnús Stefánsson, leikmaður ÍBV) tekur Svein Andra út um leiknum, dúndrar í andlitið á honum og Sveinn getur ekkert spilað meira. Hann verður pottþétt ekki með í næsta leik.” „Þetta er Maggi búinn að stunda í ansi mörg ár og það er ansi leiðinlegt að hann fái að komast upp með það að slasa leikmenn viljandi til að vinna leiki.” „Hann fór út í hann og bombaði í andlitið á honum. Það er náttúrlega bara þriggja eða fimm leikja bann. Þetta er hluti sem við í handboltanum viljum útrýma og dómararnir líka. Þess vegna fannst mér kjarkleysi hjá þeim að taka ekki á þessu broti.” „Mér fannst dómararnir fínir og þeir eiga pottþétt eftir að endurskoða þetta. Maggi fer pottþétt í bann fyrir þetta. Ég hef ekki trú á neinu öðru,” en allt viðtalið við Bjarna má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, heyrði þessi orð Bjarna og hann var verulega ósáttur við þessi orð kollega síns hjá ÍR. „Mér finnst þetta til skammar. Fáránlegt að hlusta á þetta og honum ekki til sóma,” sagði Arnar í leikslok. „ÍR er með hörkulið og spiluðu fanta vörn. Þeir slógu okkur aðeins út af laginu og við náðum að vinna þetta mjög vel.” „Það kom mér á óvart hvað við vorum lengi að ná tökum á þessu. Ég skil að Bjarni (Fritzson, þjálfari ÍR) hafi verið ánægður með línuna. Þeir fengu að spila og hlusta á þá væla þarna, jesús minn kristur. Þetta er honum til minnkunar.” „Ef að þetta er línan sem er þá önnur en í deildinni þá komust þeir vel frá þessu. Ef að þetta á að vera svona þá komust þeir vel frá þessu en línan er allt önnur. Menn eru að fá að komast upp með meira hér en áður og ef það á að vera þannig þá komust þeir vel frá þessu.” Nánar er rætt við bæði Bjarna og Arnar í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni.
Olís-deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira