Leyndarmálið um God of War afhjúpað Benedikt Bóas skrifar 10. apríl 2018 05:15 Schola cantorum á heimavelli sem er Hallgrímskirkja. Kórinn syngur á forníslensku í God of War sem kemur út 20. apríl. Gunnar Freyr Steinsson „Þetta er búið að vera mikið leyndarmál og við máttum ekkert segja frá þessu,“ segir Hörður Áskelsson, stofnandi og stjórnandi kammerkórsins Schola cantorum, en í gær upplýstist að kórinn syngur í nýjasta God of War tölvuleiknum. Tölvuleikurinn er gríðarlega vinsæll og er nýjasta leiksins beðið með gríðarlegri eftirvæntingu. Um 19 milljónir hafa horft á stikluna úr leiknum sem gefin var út fyrir rúmlega ári. Leikurinn mun koma í búðarhillur hér á landi þann 20. apríl og segist Hörður ætla að hringja í barnabörnin og monta sig aðeins af því að vera í leiknum. Sony gefur leikinn út og er þetta áttundi leikurinn í seríunni sem fjallar um Kratos en nú birtist sonur hans Atreus einnig. Stóru breytingarnar eru að Kratos notast nú við exi en áður óð hann um með keðjur. Þá hefur sjónarhorni spilarans hefur verið breytt svo fátt eitt sé nefnt.Sjá einnig: Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Bear McCreary semur tónlistina en hann hefur einnig samið tónlistina við sjónvarpsþættina Battlestar Galactica og The Walking Dead sem og tölvuleikinn SOCOM 4. Auk Schola cantorum er færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir einnig í stóru hlutverki í God of War. „Tengsl okkar við þennan leik koma í gegnum Veigar Margeirsson, tónskáld í Bandaríkjunum. Fram að þessum leik hafði Sony skipt við kóra í London og Prag. Við fórum í Stúdíó Sýrland og sungum fyrir þá prufur með allt liðið í Ameríku fyrir framan okkur á skjá. Þá var músíkin ekki tilbúin. En þeir voru ánægðir enda stóð kórinn sig vel. Næst þegar við hittumst, þá var tónskáldið með í för hér á landi og þá sagði hann við mig að hann hefði lært mikið eftir að hafa unnið með kórnum, og samið músíkina öðruvísi. Við fengum risastóran skammt að syngja inn og vorum í strangri törn,“ segir Hörður. Teymið frá Ameríku fór af landi brott glatt í bragði með tóndæmin og fagmennskuna í kórnum. „Við sungum á forníslensku. Björn Thorarensen, meðlimur í kórnum, varð þeirra þýðandi og samdi þessa texta upp úr ensku og setti á forníslensku. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og allt öðruvísi en það sem við erum að fást við dagsdaglega, bæði músíkin og þetta umhverfi.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Íslenski kammerkórinn Schola cantorum sér til þess að spilendur nýjasta leiksins í God of War-tölvuleikjabálknum fái víkingaandann beint í æð. 9. apríl 2018 06:53 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Þetta er búið að vera mikið leyndarmál og við máttum ekkert segja frá þessu,“ segir Hörður Áskelsson, stofnandi og stjórnandi kammerkórsins Schola cantorum, en í gær upplýstist að kórinn syngur í nýjasta God of War tölvuleiknum. Tölvuleikurinn er gríðarlega vinsæll og er nýjasta leiksins beðið með gríðarlegri eftirvæntingu. Um 19 milljónir hafa horft á stikluna úr leiknum sem gefin var út fyrir rúmlega ári. Leikurinn mun koma í búðarhillur hér á landi þann 20. apríl og segist Hörður ætla að hringja í barnabörnin og monta sig aðeins af því að vera í leiknum. Sony gefur leikinn út og er þetta áttundi leikurinn í seríunni sem fjallar um Kratos en nú birtist sonur hans Atreus einnig. Stóru breytingarnar eru að Kratos notast nú við exi en áður óð hann um með keðjur. Þá hefur sjónarhorni spilarans hefur verið breytt svo fátt eitt sé nefnt.Sjá einnig: Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Bear McCreary semur tónlistina en hann hefur einnig samið tónlistina við sjónvarpsþættina Battlestar Galactica og The Walking Dead sem og tölvuleikinn SOCOM 4. Auk Schola cantorum er færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir einnig í stóru hlutverki í God of War. „Tengsl okkar við þennan leik koma í gegnum Veigar Margeirsson, tónskáld í Bandaríkjunum. Fram að þessum leik hafði Sony skipt við kóra í London og Prag. Við fórum í Stúdíó Sýrland og sungum fyrir þá prufur með allt liðið í Ameríku fyrir framan okkur á skjá. Þá var músíkin ekki tilbúin. En þeir voru ánægðir enda stóð kórinn sig vel. Næst þegar við hittumst, þá var tónskáldið með í för hér á landi og þá sagði hann við mig að hann hefði lært mikið eftir að hafa unnið með kórnum, og samið músíkina öðruvísi. Við fengum risastóran skammt að syngja inn og vorum í strangri törn,“ segir Hörður. Teymið frá Ameríku fór af landi brott glatt í bragði með tóndæmin og fagmennskuna í kórnum. „Við sungum á forníslensku. Björn Thorarensen, meðlimur í kórnum, varð þeirra þýðandi og samdi þessa texta upp úr ensku og setti á forníslensku. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og allt öðruvísi en það sem við erum að fást við dagsdaglega, bæði músíkin og þetta umhverfi.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Íslenski kammerkórinn Schola cantorum sér til þess að spilendur nýjasta leiksins í God of War-tölvuleikjabálknum fái víkingaandann beint í æð. 9. apríl 2018 06:53 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Íslenski kammerkórinn Schola cantorum sér til þess að spilendur nýjasta leiksins í God of War-tölvuleikjabálknum fái víkingaandann beint í æð. 9. apríl 2018 06:53