Þjálfari ÍBV: Árás starfsmanns HSÍ sennilega haft áhrif á aðra starfsmenn HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2018 11:13 Arnar segir sínum mönnum til. vísir/eyþór Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, vandar Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, ekki kveðjurnar í pistli á Facebook í morgun. Arnar er afar ósáttur við að leikmaður hans, Magnús Stefánsson, hafi fengið tveggja leikja bann fyrir brot í leik ÍBV og Hauka á dögunum. Þjálfarinn bendir á að Magnús hafi leikið yfir 500 leiki á ferlinum og aldrei fengið rautt spjald áður.„Það er því með ólíkindum að þegar Maggi Stef fær sitt fyrsta beina rauða spjald skuli HSÍ dæma hann í tveggja leikja bann og það að mér vitandi, fyrstan af öllum í Olís deild karla þetta árið fyrir brot. Þið vitið Olísdeildinni þar sem spilaður er handbolti og einn sló annan í punginn um daginn og fékk einn leik í bann! Deildin þar sem við höfum fengið að sjá þau nokkur rauðu spjöldin eftir að menn hafi farið í andlitið á andstæðingum sínum og í fæstu tilfellum fengið bann,“ skrifar Arnar í pistli sínum. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét Magnús heyra það á dögunum eftir leik ÍBV og ÍR. Sakaði Magnús um að meiða menn viljandi og Arnar ýjar að því að orð Bjarna hafi haft áhrif á HSÍ. Bjarni er þjálfari 20 ára landsliðs Íslands og því á launaskrá hjá HSÍ.„Sennilega hefur þessu árás starfsmanns HSI haft áhrif á aðra starsmenn HSÍ því dómarar leiksins á þriðjudaginn mátu það þannig að Maggi hafi kýlt annan leikmann á kjaftinn með krepptum hnefa! Sem er engan veginn hægt að sjá á upptökum af leiknum þó horft sé á klippurnar 1.000.000 sinnum.Gæti verið að ágætir dómarar leiksins hafi verið undir áhrifum af ummælum samstarfsaðila síns innan HSÍ? Ég held það og sennilega þekkja þeir ekki sögu Magnúsar betur, svo ungir eru þeir. Magnús fer klárlega með hendina í andlitið á leikmanninum og átti skilið að fá rautt spjald en með krepptum hnefa, aldrei! Og með þeim tilgangi að meiða leikmanninn, aldrei, Maggi er ekki þannig leikmaður og hefur aldrei verið,“ skrifar Arnar en færsluna má sjá í heild hér að neðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13 Einum leik bætt við bann Magnúsar Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hann fékk rautt spjald gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. 26. apríl 2018 19:23 Bjarni: Sum lið hafa þá taktík að boxa menn Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð ánægður með sitt lið að leik loknum gegn ÍBV í Olís-deildinni en vandaði leikmönnum ÍBV ekki kveðjurnar. 15. apríl 2018 21:30 Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, vandar Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, ekki kveðjurnar í pistli á Facebook í morgun. Arnar er afar ósáttur við að leikmaður hans, Magnús Stefánsson, hafi fengið tveggja leikja bann fyrir brot í leik ÍBV og Hauka á dögunum. Þjálfarinn bendir á að Magnús hafi leikið yfir 500 leiki á ferlinum og aldrei fengið rautt spjald áður.„Það er því með ólíkindum að þegar Maggi Stef fær sitt fyrsta beina rauða spjald skuli HSÍ dæma hann í tveggja leikja bann og það að mér vitandi, fyrstan af öllum í Olís deild karla þetta árið fyrir brot. Þið vitið Olísdeildinni þar sem spilaður er handbolti og einn sló annan í punginn um daginn og fékk einn leik í bann! Deildin þar sem við höfum fengið að sjá þau nokkur rauðu spjöldin eftir að menn hafi farið í andlitið á andstæðingum sínum og í fæstu tilfellum fengið bann,“ skrifar Arnar í pistli sínum. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét Magnús heyra það á dögunum eftir leik ÍBV og ÍR. Sakaði Magnús um að meiða menn viljandi og Arnar ýjar að því að orð Bjarna hafi haft áhrif á HSÍ. Bjarni er þjálfari 20 ára landsliðs Íslands og því á launaskrá hjá HSÍ.„Sennilega hefur þessu árás starfsmanns HSI haft áhrif á aðra starsmenn HSÍ því dómarar leiksins á þriðjudaginn mátu það þannig að Maggi hafi kýlt annan leikmann á kjaftinn með krepptum hnefa! Sem er engan veginn hægt að sjá á upptökum af leiknum þó horft sé á klippurnar 1.000.000 sinnum.Gæti verið að ágætir dómarar leiksins hafi verið undir áhrifum af ummælum samstarfsaðila síns innan HSÍ? Ég held það og sennilega þekkja þeir ekki sögu Magnúsar betur, svo ungir eru þeir. Magnús fer klárlega með hendina í andlitið á leikmanninum og átti skilið að fá rautt spjald en með krepptum hnefa, aldrei! Og með þeim tilgangi að meiða leikmanninn, aldrei, Maggi er ekki þannig leikmaður og hefur aldrei verið,“ skrifar Arnar en færsluna má sjá í heild hér að neðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13 Einum leik bætt við bann Magnúsar Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hann fékk rautt spjald gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. 26. apríl 2018 19:23 Bjarni: Sum lið hafa þá taktík að boxa menn Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð ánægður með sitt lið að leik loknum gegn ÍBV í Olís-deildinni en vandaði leikmönnum ÍBV ekki kveðjurnar. 15. apríl 2018 21:30 Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13
Einum leik bætt við bann Magnúsar Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hann fékk rautt spjald gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. 26. apríl 2018 19:23
Bjarni: Sum lið hafa þá taktík að boxa menn Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð ánægður með sitt lið að leik loknum gegn ÍBV í Olís-deildinni en vandaði leikmönnum ÍBV ekki kveðjurnar. 15. apríl 2018 21:30
Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15