49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2018 11:00 Oleg Salenko skorar eitt af fimm mörkum sínum. vísir/getty HM 2018 fer fram í Rússlandi eins og allir vita. Það þýðir að rússneska landsliðið fær sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu sem er gott fyrir það enda komst liðið aðeins á eitt heimsmeistaramót af síðustu þremur. Þrátt fyrir að vera níunda fjölmennasta land heims með ríka fótboltahefð hefur Rússland ekkert getað á alþjóða vettvangi, sérstaklega á stórmótum, síðan að það tók fyrst þátt sem Rússland en ekki Sovétríkin á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Það átti ágætis lið undir lok síðasta áratugar sem komst í undanúrslitin á EM 2008 en annars hefur gengi Rússa á stórmótum, sérstaklega á heimsmeistaramótum, verið langt frá því að hrópa húrra fyrir. Rússar eiga samt eina mjög góða minningu og leikmann sem er minnst á meðal goðsagna. Sá heitir Oleg Salenko sem deildi gullskónum með sjálfum Hristo Stoichkov á HM 1994 í Bandaríkjunum. Salenko skoraði sex mörk á mótinu, þar af fimm í einum og sama leiknum á móti Kamerún.Alltaf í metunum Salenko fæddist í Leníngrad í Sovétríkjunum árið 1969 og var því 25 ára gamall þegar að hann fór með Rússum á HM 1994. Hann spilaði lengst af fyrir Dynamo Kiev en var leikmaður hins lítt þekkta liðs Logrones þegar að hann fór til Bandaríkjanna með Rússunum. Hann var ágætur sem ungur leikmaður og fór á HM U20 ára landsliða með Svoétríkjunum árið 1989 þar sem að hann varð markakóngur með fimm mörk. Hann spilaði aðeins fjóra leiki fyrir U20 ára liðið, alla á HM 1989, og skoraði öll mörkin sín þar. Það sama gerði hann með rússneska landsliðinu. Mörkin sex sem hann skoraði fyrir það í átta landsleikjum komu öll á HM 1994. Fimm á móti Kamerún og eitt úr vítaspyrnu á móti Svíþjóð. Þrátt fyrir að vera með markakóng mótsins í sínu liði fóru Rússar ekki einu sinni upp úr riðli. Salenko spilaði varla landsleik án þess að gera eitthvað eða þá að leikurinn sjálfur væri sögulegur. Hann á nefnilega einn landsleik að baki fyrir Úkraínu sem var spilaður árið 1992. Það var fyrsti opinberi leikur úkraínska landsliðsins eftir að það fékk sjálfstæði.Sá elsti kom Kamerún yfir Met Salenko að skora fimm mörk í einum og sama leiknum stendur enn í dag og er ólíklegt að það verði bætt í bráð. Fimm heimsmeistaramóti eru síðan að Salenko jarðaði Kamerún í Stanford í Kaliforníu og hefur enginn verið líklegur til að skora fimm mörk síðan í einum og sama leiknum. Salenko er í hópi ágætra manna í dag sem hafa skorað að minnsta kosti fimm mörk á einu heimsmeistaramóti. Þar lifir Rússinn í glæstri frægðarhöll með goðsögnum á borð við Hristo Stoichkov, Romário, Jürgen Klinsmann, Roberto Baggio og Kennett Andersson. Annað met var einnig sett í þessum fræga leik Rússa og Kamerún því Roger Milla varð elsti leikmaðurinn í sögunni til að skora þegar að hann minnkaði muninn fyrir Kamerún í 3-1 á fyrstu mínútunni í seinni hálfleik. Milla, sem var þá þegar orðin HM-goðsögn eftir fræbæra frammistöðu á HM fjórum árum áður, var 42 ára, eins mánaða og átta daga gamall þegar að hann skoraði þetta annars þýðingarlausa mark.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
HM 2018 fer fram í Rússlandi eins og allir vita. Það þýðir að rússneska landsliðið fær sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu sem er gott fyrir það enda komst liðið aðeins á eitt heimsmeistaramót af síðustu þremur. Þrátt fyrir að vera níunda fjölmennasta land heims með ríka fótboltahefð hefur Rússland ekkert getað á alþjóða vettvangi, sérstaklega á stórmótum, síðan að það tók fyrst þátt sem Rússland en ekki Sovétríkin á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Það átti ágætis lið undir lok síðasta áratugar sem komst í undanúrslitin á EM 2008 en annars hefur gengi Rússa á stórmótum, sérstaklega á heimsmeistaramótum, verið langt frá því að hrópa húrra fyrir. Rússar eiga samt eina mjög góða minningu og leikmann sem er minnst á meðal goðsagna. Sá heitir Oleg Salenko sem deildi gullskónum með sjálfum Hristo Stoichkov á HM 1994 í Bandaríkjunum. Salenko skoraði sex mörk á mótinu, þar af fimm í einum og sama leiknum á móti Kamerún.Alltaf í metunum Salenko fæddist í Leníngrad í Sovétríkjunum árið 1969 og var því 25 ára gamall þegar að hann fór með Rússum á HM 1994. Hann spilaði lengst af fyrir Dynamo Kiev en var leikmaður hins lítt þekkta liðs Logrones þegar að hann fór til Bandaríkjanna með Rússunum. Hann var ágætur sem ungur leikmaður og fór á HM U20 ára landsliða með Svoétríkjunum árið 1989 þar sem að hann varð markakóngur með fimm mörk. Hann spilaði aðeins fjóra leiki fyrir U20 ára liðið, alla á HM 1989, og skoraði öll mörkin sín þar. Það sama gerði hann með rússneska landsliðinu. Mörkin sex sem hann skoraði fyrir það í átta landsleikjum komu öll á HM 1994. Fimm á móti Kamerún og eitt úr vítaspyrnu á móti Svíþjóð. Þrátt fyrir að vera með markakóng mótsins í sínu liði fóru Rússar ekki einu sinni upp úr riðli. Salenko spilaði varla landsleik án þess að gera eitthvað eða þá að leikurinn sjálfur væri sögulegur. Hann á nefnilega einn landsleik að baki fyrir Úkraínu sem var spilaður árið 1992. Það var fyrsti opinberi leikur úkraínska landsliðsins eftir að það fékk sjálfstæði.Sá elsti kom Kamerún yfir Met Salenko að skora fimm mörk í einum og sama leiknum stendur enn í dag og er ólíklegt að það verði bætt í bráð. Fimm heimsmeistaramóti eru síðan að Salenko jarðaði Kamerún í Stanford í Kaliforníu og hefur enginn verið líklegur til að skora fimm mörk síðan í einum og sama leiknum. Salenko er í hópi ágætra manna í dag sem hafa skorað að minnsta kosti fimm mörk á einu heimsmeistaramóti. Þar lifir Rússinn í glæstri frægðarhöll með goðsögnum á borð við Hristo Stoichkov, Romário, Jürgen Klinsmann, Roberto Baggio og Kennett Andersson. Annað met var einnig sett í þessum fræga leik Rússa og Kamerún því Roger Milla varð elsti leikmaðurinn í sögunni til að skora þegar að hann minnkaði muninn fyrir Kamerún í 3-1 á fyrstu mínútunni í seinni hálfleik. Milla, sem var þá þegar orðin HM-goðsögn eftir fræbæra frammistöðu á HM fjórum árum áður, var 42 ára, eins mánaða og átta daga gamall þegar að hann skoraði þetta annars þýðingarlausa mark.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30