Stefna á mikla fjölgun rafbíla Grétar Þór Sigurðsson skrifar 26. apríl 2018 07:00 Rafbíllinn Porche Mission E. Porsche hefur sett stefnuna á að allt að helmingur framleiddra Porsche-bíla árið 2025 verði knúnir rafmagni, annaðhvort að hluta til eða að öllu leyti. Hlutfallið er tvöfalt hærra heldur en fyrirtækið spáði um í síðasta mánuði að því er fram kemur á vef Bloomberg. Í viðtali við Detlev von Platen, framkvæmdastjóra hjá Porsche, kemur fram að söluaukninguna í þessum flokki megi fyrst og fremst rekja til kínverska markaðarins. Aðgerðir stjórnvalda þar í landi til þess að draga úr mengun hafi haft þau áhrif að sala rafmagnsbíla sé að aukast og muni halda því áfram. Þar að auki sé verið að breyta lúxusskatti á dýra bíla sem mun ýta undir sölu fyrirtækisins í Kína. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent
Porsche hefur sett stefnuna á að allt að helmingur framleiddra Porsche-bíla árið 2025 verði knúnir rafmagni, annaðhvort að hluta til eða að öllu leyti. Hlutfallið er tvöfalt hærra heldur en fyrirtækið spáði um í síðasta mánuði að því er fram kemur á vef Bloomberg. Í viðtali við Detlev von Platen, framkvæmdastjóra hjá Porsche, kemur fram að söluaukninguna í þessum flokki megi fyrst og fremst rekja til kínverska markaðarins. Aðgerðir stjórnvalda þar í landi til þess að draga úr mengun hafi haft þau áhrif að sala rafmagnsbíla sé að aukast og muni halda því áfram. Þar að auki sé verið að breyta lúxusskatti á dýra bíla sem mun ýta undir sölu fyrirtækisins í Kína.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent