Bíltúr með Gumma Ben og Jóa Berg: „Fáránlegt að vera að fara á HM með Íslandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2018 14:00 Jóhann Berg Guðmundsson verður vafalítið í byrjunarliði Íslands á HM 2018 í Rússlandi þegar að strákarnir okkar mæta Argentínu í fyrsta leik 16. júní. Hópurinn verður valinn á föstudaginn.Jóhann er aðalviðtalsefnið í Fyrir Ísland sem er á dagskrá á Stöð 2 klukkan 20.05 í kvöld en þar heimsækir Guðmundur Benediktsson strákana okkar og tekur púlsinn á þeim þegar styttist í stærstu stund íslenskrar fótboltasögu. Hér að ofan má sjá seinni hlutann af bíltúrnum sem Gummi Ben tók með Jóhanni Berg er hann var á leið í leik á móti Manchester United. Í fyrri hlutanum, sem má sjá með því að smella hér, var rætt um ensku úrvalsdeildina og atvinnumennskuna. Í þessum hluta af þessu óséða efni sem ekki verður í þættinum ræða þeir Gummi og Jói Berg um heimsmeistaramótið og hvað Ísland getur lært eftir að hafa verið á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. „Þú ferð ekkert hærra en á HM. Það er bara skrítið að hugsa til þess að litla Ísland sé á leiðinni á HM. Maður er ekkert alveg búinn að átta sig á þessu og ég held að þjóðin sé ekki alveg búin að átta sig á þessu heldur,“ segir Jóhann Berg. „Ég held að það gerist ekkert fyrr en allir verða mættir á svæðið. Ég man bara þegar að við vorum að fara í fyrsta leikinn á móti Portúgal í rútunni og þyrlan var fyrir ofan okkur. Þá áttaði maður sig á að þetta væri alvaran,“ segir Jóhann, en hélt hann einhvern tímann að Ísland myndi komast á HM? „Nei, ég held ekki. Auðvitað horfði maður alltaf á HM og langaði að spila á mótinu en aldrei hugsaði ég að maður gæti spilað þarna með Íslandi. Við vorum alltaf í smá basli og aldrei nálægt þessu. Að ímynda sér að maður væri að fara þarna með Íslandi var alveg fáránlegt,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Bransasögur í bíltúr með Gumma Ben og Jóa Berg á leið í leik gegn United Guðmundur Benediktsson keyrði með Jóhanni Berg Guðmundssyni í leik á móti Manchester United. 4. maí 2018 10:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson verður vafalítið í byrjunarliði Íslands á HM 2018 í Rússlandi þegar að strákarnir okkar mæta Argentínu í fyrsta leik 16. júní. Hópurinn verður valinn á föstudaginn.Jóhann er aðalviðtalsefnið í Fyrir Ísland sem er á dagskrá á Stöð 2 klukkan 20.05 í kvöld en þar heimsækir Guðmundur Benediktsson strákana okkar og tekur púlsinn á þeim þegar styttist í stærstu stund íslenskrar fótboltasögu. Hér að ofan má sjá seinni hlutann af bíltúrnum sem Gummi Ben tók með Jóhanni Berg er hann var á leið í leik á móti Manchester United. Í fyrri hlutanum, sem má sjá með því að smella hér, var rætt um ensku úrvalsdeildina og atvinnumennskuna. Í þessum hluta af þessu óséða efni sem ekki verður í þættinum ræða þeir Gummi og Jói Berg um heimsmeistaramótið og hvað Ísland getur lært eftir að hafa verið á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. „Þú ferð ekkert hærra en á HM. Það er bara skrítið að hugsa til þess að litla Ísland sé á leiðinni á HM. Maður er ekkert alveg búinn að átta sig á þessu og ég held að þjóðin sé ekki alveg búin að átta sig á þessu heldur,“ segir Jóhann Berg. „Ég held að það gerist ekkert fyrr en allir verða mættir á svæðið. Ég man bara þegar að við vorum að fara í fyrsta leikinn á móti Portúgal í rútunni og þyrlan var fyrir ofan okkur. Þá áttaði maður sig á að þetta væri alvaran,“ segir Jóhann, en hélt hann einhvern tímann að Ísland myndi komast á HM? „Nei, ég held ekki. Auðvitað horfði maður alltaf á HM og langaði að spila á mótinu en aldrei hugsaði ég að maður gæti spilað þarna með Íslandi. Við vorum alltaf í smá basli og aldrei nálægt þessu. Að ímynda sér að maður væri að fara þarna með Íslandi var alveg fáránlegt,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Bransasögur í bíltúr með Gumma Ben og Jóa Berg á leið í leik gegn United Guðmundur Benediktsson keyrði með Jóhanni Berg Guðmundssyni í leik á móti Manchester United. 4. maí 2018 10:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira
Bransasögur í bíltúr með Gumma Ben og Jóa Berg á leið í leik gegn United Guðmundur Benediktsson keyrði með Jóhanni Berg Guðmundssyni í leik á móti Manchester United. 4. maí 2018 10:00