Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. maí 2018 08:05 Aron Einar ætlar ekki að missa af HM í Rússlandi vísir/hanna Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. Liðþófi rifnaði í hægra hné Arons Einars í leik með félagsliði hans Cardiff City um helgina og varð hann að fara í uppskurð eins fljótt og hægt var. „Tíminn frá því að ég meiddist og fram að því að ég fékk niðurstöður um hversu alvarlegt þetta væri var einhver sá óþægilegasti sem ég hef lifað. Ég var farinn að búa mig undir það versta en sem betur fer þá voru meiðslin ekki jafn slæm og ég óttaðist,“ sagði Aron Einar í tilkynningu sem send var fjölmiðlum nú í morgun. „Ég er þakklátur fyrir þann kraft sem settur hefur verið í að meðhöndla mig. Stjórnendur Cardiff sem og þeir sem starfa hjá íslenska landsliðinu eru búnir að slá í takt undangengna daga og það eru allir að gera sitt besta til að tryggja að ég nái sem skjótustum bata. Aðgerðin á mánudaginn heppnaðist vel og í dag byrjar ferlið þar sem ég vinn mig smám saman aftur af stað. Þetta verður hvorki þægilegt né skemmtilegt, en það breytir mig engu. Ég er bjartsýnn og ég geri bara það sem ég þarf að gera til að vera klár í tæka tíð.“ Aðeins 45 dagar eru í fyrsta leik á HM þar sem Ísland mætir Argentíu í Moskvu og er enginn vafi í huga Arons að hann muni verða þar með landsliðinu. „Ég ætla mér á HM, svo einfalt er það,“ sagði Aron. Aron er ekki eina íslenska íþróttastjarnan sem hefur orðið fyrir áfalli vegna meiðsla en Gunnar Nelson þurfti að hætta við bardaga sinn sem átti að fara fram í Liverpool í maí vegna meiðsla. Hann tók til samfélagsmiðla og lýsti yfir stuðningi við fyrirliðann.Góðan bata kafteinn. Hlakka til að sjá þig á HM í Rússlandi. Ef þú vilt kíkja í kaffi þá er ég heima líka með fótinn uppí loftið — Gunnar Nelson (@GunniNelson) May 1, 2018Haha hljómar vel, ég er pro á hjólastól #wheelies — Gunnar Nelson (@GunniNelson) May 1, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar í aðgerð á morgun: „Bjartsýnn fyrir HM“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands og leikmaður Cardiff, mun undirgangast aðgerð á morgun vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Cardiff og Hull í gærkvöldi en Aron Einar fór af velli eftir níu mínútna leik. 29. apríl 2018 17:40 Aron Einar meiddur á hné og ökkla | Fer í myndatöku á morgun Neil Warnock staðfestir að Aron Einar hafði meiðst á hné og ökkla en alvarleiki meiðslanna er óljós og kemur betur í ljós á morgun þegar landsliðsfyrirliðinn fer í myndatöku. 28. apríl 2018 17:53 Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. Liðþófi rifnaði í hægra hné Arons Einars í leik með félagsliði hans Cardiff City um helgina og varð hann að fara í uppskurð eins fljótt og hægt var. „Tíminn frá því að ég meiddist og fram að því að ég fékk niðurstöður um hversu alvarlegt þetta væri var einhver sá óþægilegasti sem ég hef lifað. Ég var farinn að búa mig undir það versta en sem betur fer þá voru meiðslin ekki jafn slæm og ég óttaðist,“ sagði Aron Einar í tilkynningu sem send var fjölmiðlum nú í morgun. „Ég er þakklátur fyrir þann kraft sem settur hefur verið í að meðhöndla mig. Stjórnendur Cardiff sem og þeir sem starfa hjá íslenska landsliðinu eru búnir að slá í takt undangengna daga og það eru allir að gera sitt besta til að tryggja að ég nái sem skjótustum bata. Aðgerðin á mánudaginn heppnaðist vel og í dag byrjar ferlið þar sem ég vinn mig smám saman aftur af stað. Þetta verður hvorki þægilegt né skemmtilegt, en það breytir mig engu. Ég er bjartsýnn og ég geri bara það sem ég þarf að gera til að vera klár í tæka tíð.“ Aðeins 45 dagar eru í fyrsta leik á HM þar sem Ísland mætir Argentíu í Moskvu og er enginn vafi í huga Arons að hann muni verða þar með landsliðinu. „Ég ætla mér á HM, svo einfalt er það,“ sagði Aron. Aron er ekki eina íslenska íþróttastjarnan sem hefur orðið fyrir áfalli vegna meiðsla en Gunnar Nelson þurfti að hætta við bardaga sinn sem átti að fara fram í Liverpool í maí vegna meiðsla. Hann tók til samfélagsmiðla og lýsti yfir stuðningi við fyrirliðann.Góðan bata kafteinn. Hlakka til að sjá þig á HM í Rússlandi. Ef þú vilt kíkja í kaffi þá er ég heima líka með fótinn uppí loftið — Gunnar Nelson (@GunniNelson) May 1, 2018Haha hljómar vel, ég er pro á hjólastól #wheelies — Gunnar Nelson (@GunniNelson) May 1, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar í aðgerð á morgun: „Bjartsýnn fyrir HM“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands og leikmaður Cardiff, mun undirgangast aðgerð á morgun vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Cardiff og Hull í gærkvöldi en Aron Einar fór af velli eftir níu mínútna leik. 29. apríl 2018 17:40 Aron Einar meiddur á hné og ökkla | Fer í myndatöku á morgun Neil Warnock staðfestir að Aron Einar hafði meiðst á hné og ökkla en alvarleiki meiðslanna er óljós og kemur betur í ljós á morgun þegar landsliðsfyrirliðinn fer í myndatöku. 28. apríl 2018 17:53 Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Aron Einar í aðgerð á morgun: „Bjartsýnn fyrir HM“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands og leikmaður Cardiff, mun undirgangast aðgerð á morgun vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Cardiff og Hull í gærkvöldi en Aron Einar fór af velli eftir níu mínútna leik. 29. apríl 2018 17:40
Aron Einar meiddur á hné og ökkla | Fer í myndatöku á morgun Neil Warnock staðfestir að Aron Einar hafði meiðst á hné og ökkla en alvarleiki meiðslanna er óljós og kemur betur í ljós á morgun þegar landsliðsfyrirliðinn fer í myndatöku. 28. apríl 2018 17:53
Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42