Tæpir fjörutíu milljarðar skildir eftir heima Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. maí 2018 14:15 Benzema gæti hafa klæðst frönsku landsliðstreyjunni í síððasta skipti vísir/getty Frakkar hafa valið lokahóp sinn fyrir HM en Didier Deschamps, landsliðsþjálfari, valdi sinn 23 manna hóp í gær. Mörg stór nöfn fá ekki að fara með til Rússlands, eins og Anthony Martial og Alexandre Lacazette. Enska blaðið Daily Mail tók saman byrjunarlið sterkra manna sem ekki fá að fara til Rússlands og er virði þess liðs tæpir fjörtíu milljarðar íslenskra króna, eða 280 milljón pund. Varnarmaður Manchester City, Aymeric Laporte, er einn þeirra sem var skilinn eftir. Hann kostaði City 57 milljónir punda í janúar og er dýrasti leikmaður í heimi sem ekki á einn landsleik að baki. Með honum í vörninni eru Mamadou Sakho, Lucas Digne og Mathieu Debuchy sem hefur verið úti í kuldanum hjá Arsenal. Þrefaldur Þýskalandsmeistari Kingsley Coman fékk ekki náðir undir augum Deschamps líkt og Alexandre Lacazette sem endaði tímabilið með Arsenal á fimm mörkum í sex leikjum. Þeir eru á miðjunni með Adrien Rabiot og Dimitri Payet. Þar er líka vængmaður Manchester United, Anthony Martial, sem kostaði 54 milljónir punda. Martial hefur ekki átt sjö dagana sæla í Manchester að undanförnu og hefur ekki skorað né lagt upp síðan í febrúar. Í framlínunni er tvöfaldur Evrópumeistari sem getur bætt þeim þriðja í röð við í lok mánaðarins, framherji Real Madrid Karim Benzema. Það er þó talið að hann fái ekki að fara af HM af pólitískum ástæðum, ekki frammistöðu á fótboltavellinum. Benzema var talinn hafa átt hlut í að kúga fjár út úr liðsfélaganum Mathieu Valbuena, en hefur síðan verið hreinsaður af þeim grun. Þrátt fyrir það mun þetta mál líklegast koma í veg fyrir það að hann muni spila aftur fyrir Frakkland.280 milljón punda lið Daily Mailmynd/daily mail HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið Segir að Karim Benzema hafi brugðist sér með því að vera tengiliður við aðila sem beittu hann fjárkúgun. 27. nóvember 2015 11:00 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Frakkar hafa valið lokahóp sinn fyrir HM en Didier Deschamps, landsliðsþjálfari, valdi sinn 23 manna hóp í gær. Mörg stór nöfn fá ekki að fara með til Rússlands, eins og Anthony Martial og Alexandre Lacazette. Enska blaðið Daily Mail tók saman byrjunarlið sterkra manna sem ekki fá að fara til Rússlands og er virði þess liðs tæpir fjörtíu milljarðar íslenskra króna, eða 280 milljón pund. Varnarmaður Manchester City, Aymeric Laporte, er einn þeirra sem var skilinn eftir. Hann kostaði City 57 milljónir punda í janúar og er dýrasti leikmaður í heimi sem ekki á einn landsleik að baki. Með honum í vörninni eru Mamadou Sakho, Lucas Digne og Mathieu Debuchy sem hefur verið úti í kuldanum hjá Arsenal. Þrefaldur Þýskalandsmeistari Kingsley Coman fékk ekki náðir undir augum Deschamps líkt og Alexandre Lacazette sem endaði tímabilið með Arsenal á fimm mörkum í sex leikjum. Þeir eru á miðjunni með Adrien Rabiot og Dimitri Payet. Þar er líka vængmaður Manchester United, Anthony Martial, sem kostaði 54 milljónir punda. Martial hefur ekki átt sjö dagana sæla í Manchester að undanförnu og hefur ekki skorað né lagt upp síðan í febrúar. Í framlínunni er tvöfaldur Evrópumeistari sem getur bætt þeim þriðja í röð við í lok mánaðarins, framherji Real Madrid Karim Benzema. Það er þó talið að hann fái ekki að fara af HM af pólitískum ástæðum, ekki frammistöðu á fótboltavellinum. Benzema var talinn hafa átt hlut í að kúga fjár út úr liðsfélaganum Mathieu Valbuena, en hefur síðan verið hreinsaður af þeim grun. Þrátt fyrir það mun þetta mál líklegast koma í veg fyrir það að hann muni spila aftur fyrir Frakkland.280 milljón punda lið Daily Mailmynd/daily mail
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið Segir að Karim Benzema hafi brugðist sér með því að vera tengiliður við aðila sem beittu hann fjárkúgun. 27. nóvember 2015 11:00 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið Segir að Karim Benzema hafi brugðist sér með því að vera tengiliður við aðila sem beittu hann fjárkúgun. 27. nóvember 2015 11:00