Guðmundur: „Barein spurði hvort ég gæti þjálfað bæði liðin á HM“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. maí 2018 16:30 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, kíkti í heimsókn í Seinni bylgjuna fyrir leik FH og ÍBV í lokaúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöldi. Guðmundur valdi í gær 30 manna hóp til undirbúnings fyrir leikina á móti Litháen í umspili um sæti á HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi en í hópnum eru 16 leikmenn úr Olís-deildinni. „Þetta er ótrúlegt, alveg stórkostlegt. Ég ákvað að velja svona stóran hóp núna þannig ég verð að vinna með 20 leikmenn núna og svo breytist hópurinn eftir því sem nær dregur leikjunum við Litháen,“ segir Guðmundur sem fagnar því að svona margir í hópnum spili hér heima. „Það er stórkostlegt að sjá þetta. Margir þessara leikmanna eru líka mjög ungir en á uppleið. Nokkrir hafa nú þegar fengið að spreyta sig með landsliðinu nú þegar. Ég er að horfa til framtíðar og mér finnst allir þessir menn á listanum gera tilkall til að komast inn í landsliðið á einhverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur.30 manna hópurinngrafík/gvendurGuðmundur á að fá tíma til að byggja upp nýtt og öflugt landslið með nýrri kynslóð. Hann segist þó ekki geta slakað á og hugsað um það þar sem leikirnir við Litháen eru handan við hornið. „Ég sef nú ekkert mjög vel núna. Ég er bara að bíða eftir Litháen. Mig dreymir Litháen núna. Ég er ekki alveg sultuslakur,“ segir Guðmundur sem er þekktur fyrir að vanmeta ekki nokkurn einasta mótherja. Guðmundur þjálfaði áður landslið Barein og kom því á HM með því að hafna í öðru sæti á Asíuleikunum. Hann mun því eiga tvö lið á HM. „Ég er kominn með eitt lið á HM, Barein. Ef okkur tekst að komast með Íslandi á HM verð ég eini þjálfarinn í heiminum með tvö lið á heimsmeistaramóti,“ segir Guðmundur sem fékk skemmtilega spurningu frá handknattleikssambandinu í Barein. „Þeir spurðu mig að því í Barein hvort ég væri ekki til í að taka bæði liðin. Því miður sá ég það ekki gerast,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, kíkti í heimsókn í Seinni bylgjuna fyrir leik FH og ÍBV í lokaúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöldi. Guðmundur valdi í gær 30 manna hóp til undirbúnings fyrir leikina á móti Litháen í umspili um sæti á HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi en í hópnum eru 16 leikmenn úr Olís-deildinni. „Þetta er ótrúlegt, alveg stórkostlegt. Ég ákvað að velja svona stóran hóp núna þannig ég verð að vinna með 20 leikmenn núna og svo breytist hópurinn eftir því sem nær dregur leikjunum við Litháen,“ segir Guðmundur sem fagnar því að svona margir í hópnum spili hér heima. „Það er stórkostlegt að sjá þetta. Margir þessara leikmanna eru líka mjög ungir en á uppleið. Nokkrir hafa nú þegar fengið að spreyta sig með landsliðinu nú þegar. Ég er að horfa til framtíðar og mér finnst allir þessir menn á listanum gera tilkall til að komast inn í landsliðið á einhverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur.30 manna hópurinngrafík/gvendurGuðmundur á að fá tíma til að byggja upp nýtt og öflugt landslið með nýrri kynslóð. Hann segist þó ekki geta slakað á og hugsað um það þar sem leikirnir við Litháen eru handan við hornið. „Ég sef nú ekkert mjög vel núna. Ég er bara að bíða eftir Litháen. Mig dreymir Litháen núna. Ég er ekki alveg sultuslakur,“ segir Guðmundur sem er þekktur fyrir að vanmeta ekki nokkurn einasta mótherja. Guðmundur þjálfaði áður landslið Barein og kom því á HM með því að hafna í öðru sæti á Asíuleikunum. Hann mun því eiga tvö lið á HM. „Ég er kominn með eitt lið á HM, Barein. Ef okkur tekst að komast með Íslandi á HM verð ég eini þjálfarinn í heiminum með tvö lið á heimsmeistaramóti,“ segir Guðmundur sem fékk skemmtilega spurningu frá handknattleikssambandinu í Barein. „Þeir spurðu mig að því í Barein hvort ég væri ekki til í að taka bæði liðin. Því miður sá ég það ekki gerast,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira