30 dagar í HM: Orustan um Santiago Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. maí 2018 13:30 Leikmenn lágu óvígir um allan völl vísir/getty Enski dómarinn Ken Aston var frumkvöðullinn sem fann upp á því að nota gul og rauð spjöld við dómgæslu í fótbolta. Hugmyndin skall í kollinn á honum þegar hann var að keyra um Lundúnaborg og þurfti að stoppa á umferðarljósum. Spjöldin voru tekin í notkun á heimsmeistaramótinu 1970 í Mexíkó, fjórum árum eftir að Aston datt þetta í hug.Lituðu spjöldin voru lausn Aston við samskiptaörðugleikum inn á vellinum, hugmyndin kviknaði eftir að leikmaður hafði ekki skilið að dómarinn væri að reka hann út af í leik Englands og Argentínu á HM 1966skjáskot/fifa tvAston var formaður dómaranefndar heimsmeistaramótanna 1966, 1970 og 1974. Áður en hann tók við þeirri stöðu var hann háttvirtur dómari og var hann einn af átta dómurum sem dæmdu heimsmeistarakeppnina í Síle árið 1962. Þar var hann fenginn til þess að dæma leik gestgjafanna Síle og Ítalíu í Santiago í riðlakeppninni. Sá leikur hefur seinna fengið viðurnefnið orustan um Santiago og er af mörgum talinn einn ofbeldisfullasti fótboltaleikur allra tíma. „Góða kvöldið. Leikurinn sem þið eruð í þann mund að sjá er sá heimskulegasti og ógeðslegasti í fótboltasögunni. Þetta er í fyrsta skipti sem þessar þjóðir mættust og vonandi það síðasta,“ svo heilsaði lýsandinn David Coleman útsendingu breska ríkissjónvarpsins af leiknum tveimur dögum eftir að hann fór fram.Aston rekur Mario David af velli í Santiagovísir/gettyFyrir leikinn höfðu fjölmiðlar á Ítalíu skrifað greinar um Síle og Santiago sem voru vægast sagt niðrandi. Fyrirsagnir á borð við „Santiago er hörmung“ og „Heilt hverfi undirtekið af vændi“ litu dagsins ljós og voru stuðningsmenn og leikmenn Síle allt annað en ánægðir með þessar greinar og mættu með hefndarhug inn í leikinn. Strax frá fyrsta flauti var hrækt, potað, sparkað og kýlt. Aðeins 12 sekúndur voru liðnar af leiknum áður en Aston dæmdi fyrstu aukaspyrnuna. Ítalir misstu Giorgio Ferrini af velli á 12. mínútu, hann streittist svo á móti að lögreglan þurfti að draga hann út af vellinum. Leonel Sanchez kýldi Mario David án refsingar en þegar David sparkaði í hausinn á Sacnhez nokkrum mínútum seinna var hann sendur í sturtu. Sanchez hélt áfram og nefbraut Humberto Maschio með vinstri handar neglu en enn hékk hann á vellinum. Þrisvar til viðbótar þurfit að kalla til lögregluyfirvöld. Þrátt fyrir að leikurinn væri frekar hópslagsmál heldur en fótboltaleikur þá fóru tvö mörk í netið, þau voru Chilemanna sem héldu áfram og unnu bronsverðlaun á heimavelli á meðan Ítalir sátu eftir.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Enski dómarinn Ken Aston var frumkvöðullinn sem fann upp á því að nota gul og rauð spjöld við dómgæslu í fótbolta. Hugmyndin skall í kollinn á honum þegar hann var að keyra um Lundúnaborg og þurfti að stoppa á umferðarljósum. Spjöldin voru tekin í notkun á heimsmeistaramótinu 1970 í Mexíkó, fjórum árum eftir að Aston datt þetta í hug.Lituðu spjöldin voru lausn Aston við samskiptaörðugleikum inn á vellinum, hugmyndin kviknaði eftir að leikmaður hafði ekki skilið að dómarinn væri að reka hann út af í leik Englands og Argentínu á HM 1966skjáskot/fifa tvAston var formaður dómaranefndar heimsmeistaramótanna 1966, 1970 og 1974. Áður en hann tók við þeirri stöðu var hann háttvirtur dómari og var hann einn af átta dómurum sem dæmdu heimsmeistarakeppnina í Síle árið 1962. Þar var hann fenginn til þess að dæma leik gestgjafanna Síle og Ítalíu í Santiago í riðlakeppninni. Sá leikur hefur seinna fengið viðurnefnið orustan um Santiago og er af mörgum talinn einn ofbeldisfullasti fótboltaleikur allra tíma. „Góða kvöldið. Leikurinn sem þið eruð í þann mund að sjá er sá heimskulegasti og ógeðslegasti í fótboltasögunni. Þetta er í fyrsta skipti sem þessar þjóðir mættust og vonandi það síðasta,“ svo heilsaði lýsandinn David Coleman útsendingu breska ríkissjónvarpsins af leiknum tveimur dögum eftir að hann fór fram.Aston rekur Mario David af velli í Santiagovísir/gettyFyrir leikinn höfðu fjölmiðlar á Ítalíu skrifað greinar um Síle og Santiago sem voru vægast sagt niðrandi. Fyrirsagnir á borð við „Santiago er hörmung“ og „Heilt hverfi undirtekið af vændi“ litu dagsins ljós og voru stuðningsmenn og leikmenn Síle allt annað en ánægðir með þessar greinar og mættu með hefndarhug inn í leikinn. Strax frá fyrsta flauti var hrækt, potað, sparkað og kýlt. Aðeins 12 sekúndur voru liðnar af leiknum áður en Aston dæmdi fyrstu aukaspyrnuna. Ítalir misstu Giorgio Ferrini af velli á 12. mínútu, hann streittist svo á móti að lögreglan þurfti að draga hann út af vellinum. Leonel Sanchez kýldi Mario David án refsingar en þegar David sparkaði í hausinn á Sacnhez nokkrum mínútum seinna var hann sendur í sturtu. Sanchez hélt áfram og nefbraut Humberto Maschio með vinstri handar neglu en enn hékk hann á vellinum. Þrisvar til viðbótar þurfit að kalla til lögregluyfirvöld. Þrátt fyrir að leikurinn væri frekar hópslagsmál heldur en fótboltaleikur þá fóru tvö mörk í netið, þau voru Chilemanna sem héldu áfram og unnu bronsverðlaun á heimavelli á meðan Ítalir sátu eftir.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00
34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30
31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00