Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2018 06:02 Meghan Markle er lýst sem mikilli pabbastelpu. Daily Mail Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Faðir hennar, Thomas Markle, lét hafa eftir sér í samtali við dægurmálarisann TMZ að myndi halda sig heima - en ljósmyndahneyksli og orðrómar um lélegt heilsufar föðurins hafa farið hátt í breskum fjölmiðlum að undanförnu. Í tilkynningu frá Kensington-höll sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir að Thomas Markle sé talinn vera frekar feiminn og mikill einfari. Þá hefur gulu pressunni í Bretlandi þótt hann heldur luralegur og ýjað að því hann sé ekki þess verðugur að vera tengdapabbi Bretaprinsins.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan MarkleFyrrnefnt ljósmyndahneyksli laut þannig að tilraunum Thomas Markle til að bæta ímynd sína í breskum blöðum. Ráðinn var paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af pabbanum, sem látnar voru líta út eins og þær væru teknar í laumi, og þeim dreift til fjölmiðla sem greiddu háar upphæðir fyrir. Á myndunum sást Thomas sýsla ýmislegt í aðdraganda brúðkaupsins; máta jakkaföt, lesa greinar um brúðkaupið og koma sér í form fyrir stóra daginn. Mail on Sunday greindi síðan frá því um helgina að myndirnar væru uppstilltar og í raun algjört plat. Það olli skiljanlega miklu fjaðrafoki. Hálfsystir Meghan Markle, Samantha, sagðist bera ábyrgð á myndatökunni. Pressan í Bretlandi hafi teiknað upp ljóta mynd af pabba hennar og því hafi hún hvatt hann til að láta taka af sér „jákvæðar myndir“ eins og segir í tísti hennar hér að neðan.Þá er jafnframt talið að Thomas Markle hafi fengið hjartaáfall fyrir skömmu - og einhverjir vilja rekja það til áreitisins sem hann hefur mátt þola af hendi breskra fjölmiðla. Það hefur þó ekki fengist staðfest og tilkynningar frá bresku krúnunni ekki borið það með sér. Thomas Markel starfaði á árum áður við uppsetningu ljósabúnaðar fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti, til að mynda fyrir þættina Married with Children og General Hospital. Þótti lýsing hans svo góð að Thomas og teymi hans hlutu tvenn Emmy-verðlaun fyrir vikið. Thomas og móðir Meghan, Doria Ragland, skildu þegar Meghan var sex ára gömul. Thomas, sem á tvö börn úr fyrra hjónabandi - til að mynda fyrrnefnda Samönthu - fór fram á gjaldþrot fyrir tveimur árum síðan. Meghan er sögð vera í öngum sínum vegna umfjöllunarinnar um föður hennar en á vef breska ríkisútvarpsins segir að hún sé mikil „pabbastelpa.“ Brúðkaup Meghan Markle og Harry Bretaprins fer fram laugardaginn næstkomandi. Kóngafólk Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Faðir hennar, Thomas Markle, lét hafa eftir sér í samtali við dægurmálarisann TMZ að myndi halda sig heima - en ljósmyndahneyksli og orðrómar um lélegt heilsufar föðurins hafa farið hátt í breskum fjölmiðlum að undanförnu. Í tilkynningu frá Kensington-höll sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir að Thomas Markle sé talinn vera frekar feiminn og mikill einfari. Þá hefur gulu pressunni í Bretlandi þótt hann heldur luralegur og ýjað að því hann sé ekki þess verðugur að vera tengdapabbi Bretaprinsins.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan MarkleFyrrnefnt ljósmyndahneyksli laut þannig að tilraunum Thomas Markle til að bæta ímynd sína í breskum blöðum. Ráðinn var paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af pabbanum, sem látnar voru líta út eins og þær væru teknar í laumi, og þeim dreift til fjölmiðla sem greiddu háar upphæðir fyrir. Á myndunum sást Thomas sýsla ýmislegt í aðdraganda brúðkaupsins; máta jakkaföt, lesa greinar um brúðkaupið og koma sér í form fyrir stóra daginn. Mail on Sunday greindi síðan frá því um helgina að myndirnar væru uppstilltar og í raun algjört plat. Það olli skiljanlega miklu fjaðrafoki. Hálfsystir Meghan Markle, Samantha, sagðist bera ábyrgð á myndatökunni. Pressan í Bretlandi hafi teiknað upp ljóta mynd af pabba hennar og því hafi hún hvatt hann til að láta taka af sér „jákvæðar myndir“ eins og segir í tísti hennar hér að neðan.Þá er jafnframt talið að Thomas Markle hafi fengið hjartaáfall fyrir skömmu - og einhverjir vilja rekja það til áreitisins sem hann hefur mátt þola af hendi breskra fjölmiðla. Það hefur þó ekki fengist staðfest og tilkynningar frá bresku krúnunni ekki borið það með sér. Thomas Markel starfaði á árum áður við uppsetningu ljósabúnaðar fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti, til að mynda fyrir þættina Married with Children og General Hospital. Þótti lýsing hans svo góð að Thomas og teymi hans hlutu tvenn Emmy-verðlaun fyrir vikið. Thomas og móðir Meghan, Doria Ragland, skildu þegar Meghan var sex ára gömul. Thomas, sem á tvö börn úr fyrra hjónabandi - til að mynda fyrrnefnda Samönthu - fór fram á gjaldþrot fyrir tveimur árum síðan. Meghan er sögð vera í öngum sínum vegna umfjöllunarinnar um föður hennar en á vef breska ríkisútvarpsins segir að hún sé mikil „pabbastelpa.“ Brúðkaup Meghan Markle og Harry Bretaprins fer fram laugardaginn næstkomandi.
Kóngafólk Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00