Fannar og Donni til Eyja Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2018 10:30 Fannar Þór Friðgeirsson er á heimleið og er búinn að semja við ÍBV. VÍSIR/GETTY Íslandsmeistarar ÍBV eru strax farnir að styrkja sig fyrir átökin í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur og voru í raun búnir að því áður en að tímabilið kláraðist. Eyjamenn eru búnir að ganga frá samningum við leikstjórnandann Fannar Þór Friðgeirsson og stórskyttuna Kristján Örn Kristjánsson, betur þekktan sem Donna, samkvæmt heimildum Vísis. Fannar, sem er uppalinn hjá Val, er að koma heim úr atvinnumennsku. Hann hefur spilað með Hamm-Westfalen í þýsku 2. deildinni undanfarin ár en var áður á mála hjá Hage, Grosswallstadt, Wetzlar og Emsdetten. Fannar, sem er þrítugur og á ellefu landsleiki að baki, verður mikill liðsstyrkur fyrir Eyjamenn en óvíst er hvort núverandi leikstjórnandi liðsins, Róbert Aron Hostert, verði áfram í herbúðum Eyjamanna. Hann er eftirsóttur á fasta landinu.Kristján Örn, eða Donni, fer frá Fjölni til ÍBV.vísir/antonKristján Örn, eða Donni, er tvítug örvhent skytta sem er uppalinn hjá Fjölni en hann spilaði í fyrsta sinn í efstu deild með Fjölnismönnum í Olís-deildinni í vetur en liðið féll eftir hetjulega baráttu. Þessi magnaða skytta var ein af stjörnum deildarinnar en Kristján Örn skoraði sjö mörk að meðaltali í leik með 53,5 prósent skotnýtingu og gaf 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik auk þess sem hann var með 3,5 löglegar stöðvanir. Kristján Örn var í fjórða sæti á lista HB Statz yfir bestu leikmenn deildarinnar með 7,83 í heildareinkunn en það er sama einkunn og undrabarnið Haukur Þrastarson í Selfossi var með fyrir frammistöðu sína í deildarkeppninni. Donni mun leysa af Agnar Smára Jónsson í hægri skyttunni hjá ÍBV en Agnar Smári er á leiðinni til uppeldisfélagsins Vals. Hann kvaddi ÍBV með tveimur Íslandsmeistaratitlum (2014 og 2018) og tveimur bikarmeistaratitlum (2015 og 2018). Erlingur Richardsson tekur nú við þjálfun Eyjaliðsins af Arnari Péturssyni sem lét af störfum eftir tímabilið. Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Íslandsmeistarar ÍBV eru strax farnir að styrkja sig fyrir átökin í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur og voru í raun búnir að því áður en að tímabilið kláraðist. Eyjamenn eru búnir að ganga frá samningum við leikstjórnandann Fannar Þór Friðgeirsson og stórskyttuna Kristján Örn Kristjánsson, betur þekktan sem Donna, samkvæmt heimildum Vísis. Fannar, sem er uppalinn hjá Val, er að koma heim úr atvinnumennsku. Hann hefur spilað með Hamm-Westfalen í þýsku 2. deildinni undanfarin ár en var áður á mála hjá Hage, Grosswallstadt, Wetzlar og Emsdetten. Fannar, sem er þrítugur og á ellefu landsleiki að baki, verður mikill liðsstyrkur fyrir Eyjamenn en óvíst er hvort núverandi leikstjórnandi liðsins, Róbert Aron Hostert, verði áfram í herbúðum Eyjamanna. Hann er eftirsóttur á fasta landinu.Kristján Örn, eða Donni, fer frá Fjölni til ÍBV.vísir/antonKristján Örn, eða Donni, er tvítug örvhent skytta sem er uppalinn hjá Fjölni en hann spilaði í fyrsta sinn í efstu deild með Fjölnismönnum í Olís-deildinni í vetur en liðið féll eftir hetjulega baráttu. Þessi magnaða skytta var ein af stjörnum deildarinnar en Kristján Örn skoraði sjö mörk að meðaltali í leik með 53,5 prósent skotnýtingu og gaf 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik auk þess sem hann var með 3,5 löglegar stöðvanir. Kristján Örn var í fjórða sæti á lista HB Statz yfir bestu leikmenn deildarinnar með 7,83 í heildareinkunn en það er sama einkunn og undrabarnið Haukur Þrastarson í Selfossi var með fyrir frammistöðu sína í deildarkeppninni. Donni mun leysa af Agnar Smára Jónsson í hægri skyttunni hjá ÍBV en Agnar Smári er á leiðinni til uppeldisfélagsins Vals. Hann kvaddi ÍBV með tveimur Íslandsmeistaratitlum (2014 og 2018) og tveimur bikarmeistaratitlum (2015 og 2018). Erlingur Richardsson tekur nú við þjálfun Eyjaliðsins af Arnari Péturssyni sem lét af störfum eftir tímabilið.
Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira