Aron Einar: Í hausnum á mér að ég nái fyrsta leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. maí 2018 11:31 Aron Einar á Laugardalsvelli í dag. vísir/vilhelm Eftir langa meðhöndlun vegna meiðsla erlendis þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kominn heim. Hann ætlar sér að ná opnunarleik Íslands á HM gegn Argentínu. Það er rétt rúmur mánuður síðan Aron Einar fór í aðgerð vegna meiðsla á hné. Hann hefur síðan meðal annars dvalið í endurhæfingu í Katar og er á réttri leið. „Þetta er búið að vera strembið en alveg þess virði að vera kominn í gang. Mér líður vel og klárlega þess virði að fara til Katar í tvær vikur. Þetta gerði mér gott andlega sem líkamlega. Þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera,“ segir Aron en hann kom til landsins í gær og mun ekki æfa með landsliðinu í dag. „Formið er ekkert frábært en ég hef haldið mér við á hjóli og öðru. Ég er mjög ánægður hvar ég stend í dag miðað við hvar ég gæti verið. Ég hlakka til að halda áfram að æfa og koma mér í gang,“ segir fyrirliðinn. „Ég sé til hvað ég geri mikið á æfingu á morgun. Við tökum þetta hægt og rólega og spýtum í er á þarf að halda.“ Er Aron meiddist fyrst sáu margir fyrir sér að hann myndi ekki ná leiknum gegn Argentínu þann 16. júní. Fyrirliðinn er bjartsýnn á að ná leiknum. „Það er í hausnum á mér að ég nái fyrsta leik. Það er undir sjálfum mér komið. Ég þarf að vinna mikið í þessu og er reiðubúinn í það. Ég er enn á plani og ánægður hvar ég er í dag,“ segir Akureyringurinn en síðustu vikur hafa eðlilega reynt á hann andlega líka. „Það er búið að vera erfitt. Ég hef oft sest niður og hugsað að ég sé ekki að fara að ná þessu. Það er partur af því. Gott að vita af öllum sem eru tilbúnir að hjálpa. Það er gott að eiga góða að og skiptir öllu máli þegar maður er niðri. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira
Eftir langa meðhöndlun vegna meiðsla erlendis þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kominn heim. Hann ætlar sér að ná opnunarleik Íslands á HM gegn Argentínu. Það er rétt rúmur mánuður síðan Aron Einar fór í aðgerð vegna meiðsla á hné. Hann hefur síðan meðal annars dvalið í endurhæfingu í Katar og er á réttri leið. „Þetta er búið að vera strembið en alveg þess virði að vera kominn í gang. Mér líður vel og klárlega þess virði að fara til Katar í tvær vikur. Þetta gerði mér gott andlega sem líkamlega. Þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera,“ segir Aron en hann kom til landsins í gær og mun ekki æfa með landsliðinu í dag. „Formið er ekkert frábært en ég hef haldið mér við á hjóli og öðru. Ég er mjög ánægður hvar ég stend í dag miðað við hvar ég gæti verið. Ég hlakka til að halda áfram að æfa og koma mér í gang,“ segir fyrirliðinn. „Ég sé til hvað ég geri mikið á æfingu á morgun. Við tökum þetta hægt og rólega og spýtum í er á þarf að halda.“ Er Aron meiddist fyrst sáu margir fyrir sér að hann myndi ekki ná leiknum gegn Argentínu þann 16. júní. Fyrirliðinn er bjartsýnn á að ná leiknum. „Það er í hausnum á mér að ég nái fyrsta leik. Það er undir sjálfum mér komið. Ég þarf að vinna mikið í þessu og er reiðubúinn í það. Ég er enn á plani og ánægður hvar ég er í dag,“ segir Akureyringurinn en síðustu vikur hafa eðlilega reynt á hann andlega líka. „Það er búið að vera erfitt. Ég hef oft sest niður og hugsað að ég sé ekki að fara að ná þessu. Það er partur af því. Gott að vita af öllum sem eru tilbúnir að hjálpa. Það er gott að eiga góða að og skiptir öllu máli þegar maður er niðri.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira