Kveðja frá Rússlandi: Vitlausir í bolta frá unga aldri Kolbeinn Tumi Daðason í Gelendzhik skrifar 10. júní 2018 15:00 Leið þeirra Birkis Bjarnasonar, Gylfa Þórs Sigurðssonar og Ólafs Inga Skúlasonar á HM í Rússlandi er á margan hátt ólík. En þangað eru þeir komnir. Vísir/Vilhelm 23 landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu eru mættir til Rússlands, í ferðamannabæinn Gelindzhik við Svartahaf. Þeir eru að lifa drauminn. Heimsmeistarmótið er handan við hornið og leikur gegn Lionel Messi á laugardaginn í Moskvu. Maður þarf nánast að staldra við og íhuga því allt í einu er að koma að þessu. Alls konar týpur er að finna í landsliðinu en eitt eiga þeir sameiginlegt. Þeir eru allir strákar og hafa upplifað tilfinninguna að fara á heimsmeistaramót áður, bara fyrir ansi löngu síðan. Þessa stundina eru strákar á aldrinum fimm til átta ára að spila á HM. Mótið fer fram á Akranesi, var reyndar flýtt um viku þetta árið vegna „alvöru“ HM, og er kennt við álfyrirtæki. Strákarnir okkar horfa á kveðjumyndband þar sem vinir og ættingjar komu við sögu.Vísir/VilhelmHvað stendur upp úr eftir ferilinn? En líkt og í Rússlandi eru allir mættir með það að markmiði að standa sig vel, sýna mömmu og pabba, kærustum, börnum, vinum, frændum og frænkum hvað þeir eru góðir. Hvað þeir eru duglegir. Gera sitt nánasta stolt í enn eitt skiptið. Í Rússlandi hafa okkar menn reyndar augu 300 þúsund Íslendinga og stórs hluta heimsbyggðarinnar á sér. Sviðið er risastórt. Ég velti því fyrir mér, þegar Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og hinir fagmennirnir í landsliðinu líta einn daginn yfir farinn veg, hvað var eiginlega skemmtilegast? Hvað mun standa upp úr? Voru það vikurnar í Rússlandi sumarið 2018? Sigrar hjá atvinnumannaliðunum? Tíminn í Frakklandi 2016? Eða kannski vikan í Vestmannaeyjum í 6. flokki? Eða á Akureyri í 5. flokki? Það er ansi magnað að upplifa draum. Það var aldrei draumur að spila á stórmótum barnanna á sínum tíma. Það fengu allir. Allir fengu að njóta sín og margir eiga minningu af því að fylgjast með stórmóti í fótbolta, hvort sem er EM eða HM, á meðan þeirra eigin stórmóti stóð. Sumir veltu fyrir sér hvort þeir yrðu einhvern tímann landsliðsmenn? Hvort þeir myndu einhvern tímann spila á HM. Aðrir voru sannfærðir og enn aðrir höfðu meiri vilja en félaginn við hliðina á og blómstruðu jafnvel ekki fyrr en á menntaskólaaldri.Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason bíða saman eftir brottför í Leifsstöð í gær.Vísir/VilhelmFegurðin við hópíþróttir Og hingað til Rússlands eru þeir mættir. Tuttugu og þrír víkingar, sem framfleyta fjölskyldu sinni og sumir gott betur, með því að spila leikinn sem þeir byrjuðu að elska fljótlega eftir að þeir byrjuðu að ganga. „Hann er vitlaus í bolta,“ var örugglega sagt um suma þeirra þegar leikskólagangan var nýhafin. Þeir eru enn vitlausir í bolta og það sem meira er, gera aðra vitlausa þegar þeir sparka í hann. Hver og einn hefur náð langt, mislangt þó, þökk sé eiginn dugnaði og hæfileikum. Á heimsmeistaramótið eru þeir komnir af því þeir ákváðu, hver og einn, undir handleiðslu metnaðarfullra og skipulagðra þjálfra, að vinna saman. Mynda lið, sem er það sem gerir hópíþróttir svo geggjaðar. Að besta liðið getur reglulega unnið samansafn betri einstaklinga. Það getur gerst á Norðurálsmótinu, það gerðist í Frakklandi 2016 og getur vel gerst í Rússlandi. Íslendingar ættu að hvíla áhyggjur sínar og njóta. Einfaldlega njóta einhvers sem fæstir áttu von á að myndi nokkurn tímann gerast í knattspyrnusögu þjóðarinnar. Ísland á HM.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
23 landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu eru mættir til Rússlands, í ferðamannabæinn Gelindzhik við Svartahaf. Þeir eru að lifa drauminn. Heimsmeistarmótið er handan við hornið og leikur gegn Lionel Messi á laugardaginn í Moskvu. Maður þarf nánast að staldra við og íhuga því allt í einu er að koma að þessu. Alls konar týpur er að finna í landsliðinu en eitt eiga þeir sameiginlegt. Þeir eru allir strákar og hafa upplifað tilfinninguna að fara á heimsmeistaramót áður, bara fyrir ansi löngu síðan. Þessa stundina eru strákar á aldrinum fimm til átta ára að spila á HM. Mótið fer fram á Akranesi, var reyndar flýtt um viku þetta árið vegna „alvöru“ HM, og er kennt við álfyrirtæki. Strákarnir okkar horfa á kveðjumyndband þar sem vinir og ættingjar komu við sögu.Vísir/VilhelmHvað stendur upp úr eftir ferilinn? En líkt og í Rússlandi eru allir mættir með það að markmiði að standa sig vel, sýna mömmu og pabba, kærustum, börnum, vinum, frændum og frænkum hvað þeir eru góðir. Hvað þeir eru duglegir. Gera sitt nánasta stolt í enn eitt skiptið. Í Rússlandi hafa okkar menn reyndar augu 300 þúsund Íslendinga og stórs hluta heimsbyggðarinnar á sér. Sviðið er risastórt. Ég velti því fyrir mér, þegar Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og hinir fagmennirnir í landsliðinu líta einn daginn yfir farinn veg, hvað var eiginlega skemmtilegast? Hvað mun standa upp úr? Voru það vikurnar í Rússlandi sumarið 2018? Sigrar hjá atvinnumannaliðunum? Tíminn í Frakklandi 2016? Eða kannski vikan í Vestmannaeyjum í 6. flokki? Eða á Akureyri í 5. flokki? Það er ansi magnað að upplifa draum. Það var aldrei draumur að spila á stórmótum barnanna á sínum tíma. Það fengu allir. Allir fengu að njóta sín og margir eiga minningu af því að fylgjast með stórmóti í fótbolta, hvort sem er EM eða HM, á meðan þeirra eigin stórmóti stóð. Sumir veltu fyrir sér hvort þeir yrðu einhvern tímann landsliðsmenn? Hvort þeir myndu einhvern tímann spila á HM. Aðrir voru sannfærðir og enn aðrir höfðu meiri vilja en félaginn við hliðina á og blómstruðu jafnvel ekki fyrr en á menntaskólaaldri.Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason bíða saman eftir brottför í Leifsstöð í gær.Vísir/VilhelmFegurðin við hópíþróttir Og hingað til Rússlands eru þeir mættir. Tuttugu og þrír víkingar, sem framfleyta fjölskyldu sinni og sumir gott betur, með því að spila leikinn sem þeir byrjuðu að elska fljótlega eftir að þeir byrjuðu að ganga. „Hann er vitlaus í bolta,“ var örugglega sagt um suma þeirra þegar leikskólagangan var nýhafin. Þeir eru enn vitlausir í bolta og það sem meira er, gera aðra vitlausa þegar þeir sparka í hann. Hver og einn hefur náð langt, mislangt þó, þökk sé eiginn dugnaði og hæfileikum. Á heimsmeistaramótið eru þeir komnir af því þeir ákváðu, hver og einn, undir handleiðslu metnaðarfullra og skipulagðra þjálfra, að vinna saman. Mynda lið, sem er það sem gerir hópíþróttir svo geggjaðar. Að besta liðið getur reglulega unnið samansafn betri einstaklinga. Það getur gerst á Norðurálsmótinu, það gerðist í Frakklandi 2016 og getur vel gerst í Rússlandi. Íslendingar ættu að hvíla áhyggjur sínar og njóta. Einfaldlega njóta einhvers sem fæstir áttu von á að myndi nokkurn tímann gerast í knattspyrnusögu þjóðarinnar. Ísland á HM.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira